blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 29
Hann veit ekkert og heldur
sig vita allt. Örugg vísbend-
ing um pólitískan frama.
George Bernard Shaw
Afmælisborn dagsms
HERBERT HOOVER FORSETI, 1874
NORMA SHEARER LEIKKONA, 1900
blaöiö FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006
kolbrun@bladid.net
Hallgrímskirkju
í dag leikur Kári Þormar á
hádegistónleikum Alþjóðlegs
orgelsumars í Hallgrímskirkju.
Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og
standa í hálftíma, eru skipulagðir
í samvinnu við Félag íslenskra
orgelleikara. Eftir að Kári lauk
framhaldsnámi í orgelleik í
Þýskalandi hefur hann lengst
af verið organisti Áskirkju auk
þess sem hann hefur komið fram
á tónleikum bæði hérlendis og
erlendis.
Á efnisskrá Kára eru fjögur verk.
Fyrst leikur hann sálmforleikinn
Nun danket alle Gott (Nú gjaldi
Guði þökk) eftir Sigfrid Karg-
Elert og svo Variations sur un
théme de Clément Janequin eftir
Frakkann Jehan Alain. Þriðja
verkið er Prelúdía og fúga í G-dúr
eftir Johann Sebastian Bach og
tónleikunum lýkur með Prélude
et Fugue sur le nom d’Alain eftir
Maurice Duruflé.
Étaí
Sögusetrinu
Helena Hansdóttir opnar í Sögu-
setrinu Hvolsvelli laugardaginn
12. ágúst. kl 15. Sýningin ber
heitið Éta og samanstendur af
vídeógjörningi, Ijósmyndum og
innsetningu. Helena útskrifaðist
frá Listaháskóla íslands 2004
og hefur verið við nám og störf
í London síðan. petta er fyrsta
einkasýning hennar. Sýningin
stendur til 3. september. Sögu-
setrið er opið alla daga frá 10
til 18.
Metsölulistinn - erlendar bækur
Það má segja að þetta sé
menningarhátíð sam-
kynhneigðra. Samkyn-
hneigðir koma saman
til að fagnaýmsum sigr-
um í baráttunni en líka til að halda
upp á menningu sína og minna á
hana því hún er kannski ekki öll-
um ljós dags daglega,“ segir Heimir
Már Pétursson framkvæmdastjóri
Hinsegin daga sem hefjast í dag
og standa til 13 ágúst. „Það eru til
samkynhneigðir myndlistarmenn,
samkynhneigðir tónlistarmenn og
svo framvegis. Á þessum degi, með
þessari göngu og skemmtunum er
verið að halda upp á og minna á okk-
ar eigin menningu.“
Messa fyrir samkynhneigða
Fjölmargt verður til skemmtun-
ar þá daga sem hátíðin stendur yfir.
„Gangan sjálf er sá liður sem er mest
spennandi. Þar kemur alltaf að því
augnabliki að maður færbæði kökk
í hálsinn og gæsahúð af þakklæti
yfir samstöðunni og stuðningnum
sem þjóðfélagið sýnir. Það er mik-
ið tilfinningamál að fara niður
Laugaveginn í þessari göngu sem er
stærsti viðburðurinn," segir Heim-
ir Már. „En það sem mér finnst sjálf-
um mest spennandi núna er að við
erum í fyrsta skiptið með messu í
Hallgrímskirkju á sunnudaginn
þar sem prestur samkynhneigðra
í New York predikar. I messunni
munu þjóna tveir til þrír íslenskir
prestar. Við erum að vona að okkur
takist að fylla Hallgrímskirkju. Við
megum ekki flokka fólk svo mikið
að telja homma og lesbíur vera öðru-
vísi en annað fólk. Margt þeirra er
mjög trúað og vill fá að sinna trúar-
lífi sínu án þess að vera sett innan
sviga. Það er mjög ánægjulegt að
hægt sé að halda svona messu í Hall-
grímskirkju og við völdum kirkjuna
vegna þess að við teljum að margir
muni vilja mæta í messuna.
Af öðrum viðburðum vil ég nefna
að Ruth og Vigdís frá Noregi koma
hingað í annað sinn með dragsjóv.
Þar eru afar góðir listamenn á ferð
1.
2.
3.
4.
5.
Friends, Lovers, Chocolate
Alexander McCall Smith
Blue Smoke
Nora Roberts
Saving Fish From Drowning
AmyTan
The DevilWearsPrada
tauren Weisberger
Lifeguard
James Patterson & Andrew Gross
/irginia og Leonard
Woolf gifta sig
j FireSale
Sara Paretsky
^ BlindWillow.SleepingWoman
' Haruki Murakami
AlwaysTimetoDie
’ Elizabeth Lowell
Mirade
Danielle Steel
Superstition
10. Karen Robards
Llstinn var gerður út frá sölu dagana 02.08.06 - 08.08.06 í
Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar.
Á þessum degi árið 1912 giftist
Virginia Stephens, sem var þrítug,
Leonard Woolf, sem var einu ári
eldri. Leonard hafði verið tíður gest-
ur á heimili Virginiu í Bloomsbury
hverfmu en þar komu listamenn og
menntamenn saman. Virginia og Le-
onard stofnuðu saman bókaforlag og
gáfu út verk eftir Virginiu, T.S. Eliot
og þýðingar á Tjekov og Dostójevskí.
Árið 1925 varð Virginia ástfangin af
skáldkonunni Vitu Sackville-West.
Ástarsambandið varð kveikjan að
skáldsögu Virginiu, Orlando. Kynlíf
skipti litlu í hjónabandi Virginiu og
Leonards en vináttan þeirra á milli
var mjög djúp. Virginia þjáðist alla
tíð af þunglyndi og fékk geðveikis-
köst. Árið 1941 skrifaði hún eigin-
manni sínum átakanlegt bréf og
þakkaði honum fyrir árin sem þau
höfðu átt saman. Síðan gekk hún út,
fyllti kápuvasa sína af steinum og
drekkti sér.
sem slógu í gegn i fyrra. Núna koma
þeir með skemmtikrafta með sér
og sýningin verður væntanlega enn-
þá glæsilegri enn á síðasta ári. Svo
er margt annað á dagskránni og ég
hvet fólk til að kynna sér hana.“
Betra andrúmsloft
Heimir Már segir fordóma gegn
samkynhneigðum ekki heyra sög-
unni til þótt mjög hafi dregið úr
þeim. „Ándrúmsloftið er miklu
betra en það var, en það eru ennþá
fordómar í gangi. Þessir fáu sem eru
illa upplýstir verða auðvitað áber-
andi þegar þeir ganga um götur og
lemja fólk, sem er því miður enn að
gerast. Fólk verður fyrir aðkasti og
ofbeldi og ennþá eru settir fyrirvar-
ar á samkynhneigða í ýmis störf en
ástandið er miklu betra en það var
fyrir þrjátíu árum eða svo. Það hef-
ur tekist að fræða fólk og upplýsa
sem er lykillinn að því að eyða for-
dómum. Þegar fólk kemst að því að
samkynhneigðir einstaklingar eru
í öllum fjölskyldum þá verður um-
ræðan miklu auðveldari."
Það er mikið verk að undirbúa há-
tíð eins og þessa og strax og henni
lýkur munu Heimir Már og félag-
ar hefja undirbúning að hátíðinni
sem haldin verður að ári. „Það má
segja að tíu mánuði ársins sé sam-
starfsnefnd um hinsegin daga að
störfum. Fjáröflun tekur nokkurn
tíma. Borgin hefur verið aðalstuðn-
ingsaðili okkar en við höfum líka
haft stór fyrirtæki sem bakhjarla
eins og Icelandair, VIS, Landsbank-
ann, Glitni og fleiri sem hafa stutt
okkur gegnum árin. Annars væri
þetta ekki hægt. Svona stórhátið
kostar mikla peninga en er ódýrari
en margar aðrar vegna þess að allt
er unnið í sjálfboðavinnu.“
Heimir Már Pétursson. „Það má
segja að þetta sé menningarhátíð
samkynhneigðra. Samkynhneigðir
koma saman til að fagna ýmsum
sigrum í baráttunni en líka til að
halda upp á menningu sína og
minna á hana því hún er kannski
ekki öllum ljós dags daglega."