blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaöiö Nauðganir á skemmtistöðum: Nærri þrjátíu hafa leitað til Stígamóta Nauðsynlegt er að auka öryggi inni á skemmtistöðum til að koma í veg fyrir nauðganir að mati Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta. Alls hafa 29 einstak- lingar leitað til Stígamóta á undan- förnum fimm árum eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi inni á skemmtistað. Þáhafaþrjár stúlkur leitað til Stígamóta í sumar eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á útihátíð. Grunur leikur á að þeim hafi verið byrluð ólyfjan. „Við þekkjum þetta vanda- mál vel og það er full ástæða til að taka þetta mjög alvarlega,“ segir Guð- rún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Að sögn Guð- rúnar hafa á bilinu 4 ^ til 10 einstaklingar leitað til Stígamóta ár- lega á undanförnum árum vegna kynferð- isbrota sem framin voru á skemmti- stöðum. Alls voru S þeim Bendir inni Æmk fjoi iHMl fra mrnrn c 'WmmsBr SC1T /mjr Kynferðisofbeldi vex Nærri 90 nauðganir og nauðgunartilraunir á þessu ári þeir 29 sem þangað leituðu frá árinu 2002 til 2005. „Þó að nauðg- anir séu á ábyrgð þeirra sem fremja þær þá geta skemmtistaðir skapað öruggara umhverfi en þeir gera í dag. Þeir verða að gera sér grein fyrir þessari hættu.“ Samkvæmt tölum frá Neyðar- móttöku nauðgana í Fossvogi eru nauðganir og nauðgunartilraunir orðnar um 90 talsins á þessu ári. Bendir allt til þess að nauðgunum á skemmtistöðum fari fjölgandi en þær eru nær allar framdar inni á salernum. Guðrún bendir þó á að eftir sem áður séu flestar nauðganir framdar inni á heimilum eða um 70% þeirra. „Þetta hljómar kannski kal- hæðnislega því heimilin eiga að veita okkur skjól og vernd. En það er ein- faldlega svo að milli 50 til 60% nauðgana eru framdar af svokölluðum vinum og kunningjum." Takmörkun málshöfðunarréttar feðra: Stjórnarskrárbrot? „Ég tel þessa þrengingu ekki vera í samræmi við fyrstu grein barna- laganna sem segir að allir hafi rétt á að vita uppruna sinn og þekkja foreldra sína,” segir Dögg Páls- dóttir, hæstaréttarlögmaður. 1 gær fjallaði Blaðið um barna- lögin frá 2003 þar sem málshöfð- unarréttur feðra er takmarkaður og eiginmenn geta talist feður ann- arra manna barna, til dæmis þegar barn er getið eftir framhjáhald. „Þegar barnalögin voru til um- fjöllunar þá stoppaði Alþingi að opnað yrði fyrir málshöfð- unarrétt feðra og þrengdi við ófeðruð börn. Rökstuðning- urinn var sá að friðhelgi fjölskyldunnar sé þar æðri, þrátt fyrir að hjónin og aðrir viti sannleikann í málinu,” segir Dögg. „Það er athyglisvert að Alþingi hafi sett þessa þrengingu en Siða- laganefnd lagði frumvarpið þannig fram að málshöfðunarrétturinn væri óskertur. Það væri spennandi prófmál ef einstaklingur í þessari stöðu færi í dómsmál. Þá myndi reyna á hvort þetta ákvæði stæð- ist mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar. Almenn lög þurfa að standast stjórnarskrána og á það reynir ekki nema fyrir dómstólum.” !| i'm 11 í i Nýir litir í gallabuxum Ótrúlegt verð á útsöluvöru í Eddufellil Eddufelli 2 Bæjarllnd 6 sfmi 557 1730 sími 554 7030 Oplð mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Svalalokanir íslensk framleiðsla íslensk hönnun Sérsmiði www.solskalar.is solskalar@solskalar.is Slmi: 554 4300 - Smiöfbóö.10 - 210 Garöabc LUGGAR J& ARÐHUSllehf Frjáls för launafólks:| Meira er um svik og svarta vsnnu ■ Erlendir starfsmenn hlunnfarnir ■ Svört atvinna hefur aukist Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Verkalýðsfélag Húsavíkur og ná- grennis hefur á hverjum tíma hálfan tug mála í vinnslu er varða erlent vinnuafl og samskipti þess við íslensk fyrirtæki. Aðalsteinn Baldursson, for- maður félagsins, segir að opnun fyrir frjálsa för launafólks frá nýjum ESB- ríkjum hafi verið mistök. Svört vinna hefur aukist og dæmi eru um að fólk sé að vinna á þriðja hundrað tíma í mánuði án þess að fá borgað í sam- ræmi við það. „Við erum með um fimm mál hér á hverjum tíma á okkar könnu,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins. „Við erum að elta uppi menn sem við grunum um að standa ekki rétt að málum og sjáum til þess að menn fari eftir lögum og reglum.“ Aðalsteinn segir mörg dæmi þess að erlendir starfsmenn séu beðnir um að vinna svart og einnig sé nokkuð um að fólk sé ráðið til þess að vinna nær ótakmarkaða vinnu fyrir fasta greiðslu. „Ég hef séð dæmi af einstaklingum sem hafa verið með á fjórða hundrað tíma yfir mánuðinn,“ segir Aðalsteinn. „Við vöruðum við þessum breytingum sem urðu fyrsta maí og ég held að flestir séu búnir að átta sig á þvi að við vorum að taka á okkur skuldbindingar sem við ráðum ekkert við nema við fáum einhvern aðlögunartíma.“ Erfiðara að fylgjast með Aðalsteinn segir að þessum til- fellum hafi fjölgað verulega síðan opnað var fyrir frjálsa för launa- fólks frá nýjum aðildarríkjum ESB 1. maí síðastliðinn. „Fyrir breyting- una gátum við líka fylgst betur með mönnum vegna þess að fyrirtækin þurftu uppáskrift frá okkur vegna ráðningar fólks. Nú flæðir þetta fólk einfaldlega inn í landið og við verðum ekki varir við það fyrr en við sjáum einhvern úti á götu sem við þekkjum ekki.“ Aðalsteinn segir einnig bera á því að fólk sé tilbúið til þess að koma inn í landið og vinna á launum sem eru miklu lægri en lög í landinu kveða á um. „Þetta gerir það til þess að komast inn í landið og fá leyfi til að dvelja hér. Síðan hverfur þetta fólk til annarra starfa." Hann segir svarta vinnu einnig hafa aukist. „Ég fékk nú síðast ábendingu um það í morgun að einstaklingur var að fal- ast eftir svartri vinnu. Hún sagði þessum vinnuveitanda sem hafði samband við okkur að hún hefði verið hér í nokkurn tíma og alltaf unnið svart. Svarta vinnan hefur ekki minnkað og reynsla okkar sýnir að hún hafi frekar verið að aukast.“ Vöruðum við breytingunni Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Verkalýðsfólags Húsavikur. Útlendingar borga fyrir matinn, íslendingar ekki Aðalsteinn segir lagabreytinguna þann fyrsta maí hafa verið mistök. „Við áttum ekki að opna ísland á þessum ' tímapunkti. Ef menn á annað borð vildu gera það þá áttu menn að vinna betur að því að þessir hlutir yrðu í lagi.“ Aðalsteinn segir að ekki sé verið að setja út á útlendingana sem hingað komi til að vinna heldur verði að undirbúa jarðveginn betur áður en tekið sé á móti þeim. „Þetta er eins og að bjóða fólki í veislu og hafa ekkert til að bjóða upp á. Við erum sannarlega að sjá undirboð og fyrirtæki sem nýta sér að geta boðið upp á léleg laun og aðbúnað," segir Aðalsteinn. „Það er til dæmis til skammar að við skulum horfa upp á það að á ónefndum vinnustöðum sem hafa ávallt boðið frítt fæði sé erlenda vinnuaflið látið borga fyrir matinn á meðan íslendingarnir fái það áfram frítt. Við þekkjum dæmi um þetta.“ Launabarátta íslenskra uppfinningamanna: Myndi fagna auknum stuðningi við frumkvöðla Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Iðulega þurfa frumkvöðlar að leggja mikla vinnu og tíma í að koma hug- myndum sínum í verð og fá oft ekki umbun fyrr en löngu síðar,” segir Sig- urður Steingrímsson, verkefnisstjóri Impru. I umfjöllun Blaðsins í gær komu fram kvartanir íslenskra uppfinninga- manna í þá veru að styrkjaumhverfið geri ekki ráð fyrir launagreiðslum til þeirra fyrir vinnu sina og vilja þeir koma á fót frumkvöðlalaunum. „Styrkirnir fara eftir eðli verkefnis- ins og við hvað frumkvöðlarnir eru að glíma. Þar er gerð rík krafa um nýsköp- unargildi hugmyndarinnar og skoðað hvort hún sé líkleg til árangurs,” segir Sigurður. „Ef frumkvöðlarnir geta sjálfir leyst hluta undirbúningsvinn- unnar og sleppt því að kaupa til þess þjónustu þá getur viðkomandi reiknað sér það sem laun. Það er engin krafa Frumkvöðla- 1 starf er tíma- I og vinnufrekt. Sigurður Steingrimsson Verkefnisstjóri hjá Impru borgarsvæðinu. Á tímabili aðstoðaði Nýsköpunarsjóður í þeim efnum en sá stuðningur hefur ekki verið fyrir hendi síðustu árin. Á móti verður að gera kröfur um að um sé að ræða efni- legar og arðbærar hugmyndir,” bætir Sigurðurvið. ESnS—V** 1 um að utanaðkomandi aðilar leysi alla þætti undirbúningsins.” „Að mínu mati er aukinn stuðn- ingur við frumkvöðla á öllum stigum af hinu góða og má gera meira af því að styrkja frum- kvöðla höfuð- STYRKJALEIÐIR IMPRU TIL FRUMKVÖÐLASTARFSEMI Hvar Upphæð Átak til atvinnusköpunar Ailt landið 200.000-2.000.000 Styrkir úr byggðaáætlun Landsbyggðin 400.000-600.000 Styrkur til fyrirtækja Allt landið 500.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.