blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 10
10 IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaftið
Wty SutfÍfmtMUti 46 £ •
www.bilamarkadurinn.is
s: 567-1SOOSHLQSB
MINIONED '04
T0Y0TA YARIS SOL 02/02
Ek.92 þ. V.680,- Lán.295,-
VW BJALLA 2.0 05/03 ek.61 þ
1,890,-Lán.1,550,-
M.BENZML500 03
Ek.69.þ. V.5,300, Lán.4,200,-
SUBARU F0RESTER '99
M.BENZ E 200 CLASSiC K0MPRESS0R
10/04 ek.21.þ 100% lán
Áhyggjulaust ævikvöld Meiri sveiflur hafa
verið í raunávöxtun lífeyrissjóða á undanförnum
árum enda hafa fjárfestingar þeirra íinnlendum
sem erlendum markaðsbréfum aukist til muna.
Mynd/Steinar Hugi
Ávöxtun lífeyrissjóðanna:
Meiri sveiflur en áður
■ Metávöxtun hjá lífeyrissjóðunum í fyrra ■ Toppnum náð í bili
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
segir að margir lífeyrissjóðir hafi
náð góðri raunávöxtun í fyrra. „Það
hafa náttúrlega margir lífeyrissjóðir
staðið sig vel og á síðasta ári voru
það til dæmis Gildi, Lífeyrissjóður
verzlunarmanna, Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins. Þessir sjóðir
hafa verið með jafna og góða raun-
ávöxtun á síðustu árum,” segir
Hrafn og bætir við að minni sveiflur
hafi verið fyrr á árum.
„Það eru langtum meiri sveiflur í
þessu núna en áður fyrr einfaldlega
vegna þess að núna eru lífeyrissjóð-
irnir svo mikið að fjárfesta í mark-
aðsbréfum, það er að segja hluta-
bréfum, innlendum og erlendum,
og þá skipta bæði markaðurinn
og gengið máli. Það voru eiginlega
engar sveiflur í þessu fram til 1998.
Metávöxtun í fyrra
Árið 1999 voru lífeyrissjóðirnir
með 12 prósenta raunávöxtun og
það byggðist að verulegu leyti á
mikilli ávöxtun á erlendum hluta-
bréfamörkuðum. Síðan komu þrjú
neikvæð ár 2000-2002 sem byggðist
á niðursveiflum á erlendum hluta-
bréfamörkuðum. Síðustu ár hafa
hins vegar verið alveg afbragðsár
og í fyrra var metávöxtun hjá líf-
eyrissjóðunum. Það hefur aldrei
verið jafngóð ávöxtun eða 13,5 pró-
senta raunávöxtun að meðaltali
og þar byggði hún á
innlendum hlutabréfa-
mörkuðum,” segir (Mfíi
Hrafn.
f"°57224?Q
F05722»29
stóðu sig ekki jafnvel. Nú hefur þetta
eiginlega snúist við. Núna hefur inn-
lendi hlutabréfamarkaðurinn verið
neikvæður, erlendi hlutabréfamark-
aðurinn hefur svo sem ekki heldur
verið sérstakur en gengisaðlögun
hefur haft mikið um það að segja að
þeir sjóðir sýna betri ávöxtun,” segir
Hrafn og tekur undir að visst öryggi
sé í því fólgið fyrir
Toppnum náð 114
Að mati Hrafns
er toppnum náð í
bili og ekki má bú-
ast við jafngóðri
ávöxtun á þessu s
ári. Hann segir
að sjóðirnir séu f
langtímafjárfestar
og kjósi að líta til lengri
tíma en eins árs í senn.
„Við höfum frekar
viljað líta á fimm ára meðal-
talið enda finnst okkur eðli-
legt að það sé litið til lengri
tíma en til eins árs. Það er klárt mál
að lífeyrissjóðirnir sem áttu töluvert
mikið í innlendum hlutabréfum
voru að gera það mjög gott í fyrra.
Þeir sem eru með mikið erlendis
sjóð-
ina að fjárfesta
bæði innanlands sem
utan. „Við höfum lagt á það mjög
mikla áherslu að lífeyrissjóðirnir
eigi að vera með mjög dreift eigna-
safn og reyni að draga eins mikið
úr sveiflum og hægt er,” segir Hrafn
Magnússon að lokum.
BSRB:
Löggan taki
við gæslunni
Stjórn BSRB krefst þess að ör-
yggisgæsla á Keflavíkurflugvelli
verði þegar í stað færð í hendur
löggæsluyfirvalda. I yfirlýsingu
samtakanna er einkavæðingu
öryggisgæslunnar mótmælt
harðlega.
Einkaaðilar voru fengnir til
að taka að sér hluta öryggisgæsl-
unnar á Keflavíkurflugvelli eftir
að þörf fyrir hana jókst. í yfir-
lýsingu BSRB segir að það geti
haft áhrif á öryggi þeirra sem
fara um Leifsstöð hverjir sjá um
gæsluna, opinberir aðilar eða
einkaaðilar. Því eiga löggæsluyf-
irvöld að sjá um öryggisgæsluna
segir í ályktun BSRB.
Afganistan:
Nató lengur
en ætlað var
mbl.is Afganistan og NATO
munu að öllum líkindum skrifa
undir samning í næsta mánuði
um langtímadvöl alþjóðlegs
hers á vegum NATO í landinu.
Þegar samningurinn verður und-
irritaður mun hann gera NATO
kleift að dvelja lengur í Afgan-
istan en upphaflega var áætlað
og gert er ráð fyrir að í kjölfarið
þurfi aðildarríkin að auka bæði
mannafla og fjármagn til her-
stöðva í Afganistan.
Sem stendur eru um 21 þús-
und hermenn á vegum NATO
í Afganistan, ríflega helmingur
þeirra er í suðurhluta landsins.
Gleraugnave
fyrir börnin
STÆRRI VERSLUN
MEIRA ÚRVAL
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfirði
565-5970
www.sjonarholl.is
Atlantsolía hefur yfirfarið gögn Ríkiskaupa:
Hefðum verið að fullu
samkeppnishæfir
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
,,Við hefðum getað verið að fullu
samkeppnishæfir ef til útboðs hefði
komið,” segir Hugi Hreiðarsson, mark-
aðsstjóri Atlantsolíu. Starfsmenn
fyrirtækisins hafa nú farið yfir gögn
frá Ríkiskaupum um samning þeirra
við Essó og Skeljung um olíuviðskipti
fyrir fjölda ríkisstofnana.
Að sögn Huga var talsverður munur
á verðinu sem olíufélögin tvö sem Rík-
iskaup gerði samning við buðu. „Við
höfum óskað eftir svörum um hvers
vegna ekki var samið við annan aðil-
ann í stað beggja, en við höfum enn
Eldsneytissamningurinn Áætlað er
að hann sé um 400 milljóna króna virði
ekki fengið nein svör.“ Ríkiskaup
buðu olíuviðskipti ríkisins út árið
2003 og hafa tvívegis framlengt samn-
ing við olíufélögin síðan þá, síðast
í vor. „Við urðum mjög hugsi yfir
stöðu mála þegar samningurinn var
endurnýjaður sjálfkrafa með þessum
hætti,“ segir Hugi Hreiðarsson, mark-
aðsstjóri Atlantsolíu. „Forsendur hafa
breyst gríðarlega á þessum markaði
frá því að samningurinn var gerður.
árið 2003. Nýtt olíufélag hefur bæst
við og aukinheldur er ríkið að undir-
búa málshöfðun gegn þeim tveimur
fyrirtækjum sem með samninginn
eru.“
Áætlað er að samningurinn sé
um 400 milljóna króna virði, en
meðal ríkisfyrirtækja sem skuld-
binda sig sérstaklega til að versla eftir
samningnum eru Vegagerðin, Rik-
islögreglustjóri, Flugmálastjórn og
Orkustofnun.