blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 26
38 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ertu búinn að finna veiðigenið í þér? „Það er ckki rétt að allir Jiafi veiðigen. Þaðfinnst aðeins í ungum og miðaldra karlmönnum með lágt sjálfsmat. Þá hafa aðrar rannsóknir sýnt að þeir hafi clckert menningar- eða samfélagsgen. Það er verra." Staríið mitt BlaOiÖ/Steinar Hugi Heppin með samstarfsfólk ^^Smáborgarinn KREFST RÉTTLÆTIS Smáborgarinn er svekktur. Hann gerðist svo frægur að skella sér í útilegu með fjölskyld- unni nýverið. Markmiðið er að á hverju ári sé farið í eina slíka og í hvert sinn bætt við einni útileg- ugræju í safnið. I ár var ákveðið að kaupa ferðagasgrill. Hafist var handa við að fletta blöð- unum og leita að auglýsingum um grillin. Tvö stórfyrirtæki aug- lýstu vöruna, annað þeirra átti grillin ekki til þrátt fyrir auglýs- ingu þess efnis og því fór Smá- borgarinn til hins stórfyrirtækis- ins, Hagkaupa. Þar keypti hann ferðagasgrill og einnig þrýstijafn- ara hjá sama fyrirtæki jáví slíkt er nauðsynlegt svo að grillið virki. Síðan var haldið í útileguna. Þegar komið var að kvöldmat birtist stoltur Smáborgarinn með nýja grillið sitt og ætlaði aldeilis að töfra fram eðalmáltíð handa fjölskyldunni. En nei, þá kom í Ijós að Hagkaup selja fólki kolranga þrýstijafnara með grill- unum og því var ekkert hægt að En nei, þá kom í ljós að Hagkaup selja fólki kolranga þrýstijafnara með grillunum og því var ekkert hægt að elda á því. elda á því. Smáborgarinn kom við á verkstæði á Laugum og eigandi þess kannaðist strax við málið og benti á haug af þrýsti- jöfnurum sem viðskiptavinir Hagkaupa höfðu skipt út. Það er því ekki Hagkaupum að þakka að Smáborgarinn náði þrátt fyrir allt að töfra fram máltíð fyrir glorsoltna fjölskyldu sína heldur vill hann þakka Kaupfélaginu á Laugum fyrir kolapokann og grill- vökvann sem þar fékkst. Þegar til höfuðborgarinnar var komið fór Smáborgarinn svekktur og sár í Hagkaup til að skila þrýsti- jafnaranum og þar könnuðust starfsmenn strax við vandann. Til þess að koma sálartetri Smá- borgarans í samt lag óskar hann eftir því að Hagkaup sendi and- virði kolapokans og grillvökvans í pósti (1.560 kr.): Smáborgarinn Hádegismóum 2 110 Reykjavík Á dögunum settist Elín Arnar í stól ritstjóra Vikunnar en Kristján Þorvaldsson hafði vermt sætið í stuttan tíma á undan henni. Elín er kát með nýja starfið og hlakkar til komandi tíma. „Ég byrjaði að vinna sem blaðamaður á Vikunni í janúar sl. og líkaði strax ákaflega vel. Ég er menntuð í kvikmyndagerð og hafði ekki unnið við blaðamennsku áður en hafði þó skrifað töluvert. Meðal annars skrifaði ég bók sem ber tit- ilinn Koss götunnar og fjallar um þrjá aðila sem hafði tekist að ná sér upp úr harðri neyslu og óvægnu lífi á götunni. Einnig hef ég skrifað eina barnabók. Ég hef fengist við ýmis- legt, m.a. vann ég um tíma við kvik- myndagerð en ég kann ákaflega vel við mig í heimi blaðamennskunnar." Elín segir það skipta miklu máli að hafa gott starfsfólk með sér í hinu viðamiklu starfi ritstjórans. „Ég er sérstaklega heppin með blaðamenn og hér er margt reynslumikið og hæfileikaríkt fólk sem gott er að leita til. Ég gæti ekki verið heppnari með samstarfsfólk.“ Elín segir hlutina hafa gerst hratt þegar hún var ráðin í starfið, eins og títt er í heimi fjölmiðlanna. „Ég var í fríi úti í Bandaríkjunum og nokkrum dögum eftir að ég kom heim fékk ég símtal þar sem mér var boðið þetta spennandi starf. Ég tók því strax þar sem ég hafði mikið hugsað út í það hvað ég myndi gera við blaðið sem ritstjóri." Dagarnir eru oft langir hjá Elínu enda nauðsynlegt fyrir ritstjóra að vera vel heima á öllum vígstöðvum og fylgja blaðinu vel eftir. „Tíminn líður ákaflega hratt í vinnunni og hugmyndavinnan sem fram fer er mjög skemmtileg. Við þurfum allt- af að vera með augun opin fyrir nýjum hugmyndum og tækifærum," segir Elín. Vikunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til kvenna en Elín segir að konur á öllum aldri lesi blaðið. Hún segir að áherslubreytingar muni verða þónokkrar á næstu vikum „Við höldum okkur við alla þessa föstu liði sem lesendur hafa vanist en útlit- ið mun gjörbreytast. Hvað áherslur varðar mætti kannski nefna það að við ætlum okkur að verða persónu- legri og blaðamenn verða sýnilegri en þeir hafa verið hingað til. Mig langar líka sérstaklega að beina sjón- um að konum og skoða betur hvað þær eru að aðhafast burtséð frá því hvort þær eru þekktar eða ekki,“ seg- ir Elín brosandi að lokum og hlakkar til að takast á við ný verkefni. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers nfu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 3 8 2 6 1 4 2 9 3 4 1 5 7 8 5 8 9 6 4 5 7 4 7 3 5 9 1 3 3 5 4 8 2 5 3 9 7 1 6 5 7 9 2 6 1 3 4 8 6 1 3 4 8 7 2 5 9 7 3 6 1 5 8 4 9 2 8 9 1 3 2 4 6 7 5 2 4 5 7 9 6 8 3 1 9 6 7 8 4 5 1 2 3 1 2 8 9 7 3 5 6 4 3 5 4 6 1 2 9 8 7 by Jim Unger 10-19 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Ég held að þú hafir vökvað hann of mikið Magmís H. Skarphéðinsson, dýrapinur. Sigmar B. Hauksson, formaður Skot- veiðifélags Islands, hélt því fram í viðtali við Blaðið i gær að allir karlmenn hefðu veiðigenið í sér. HEYRST HEFUR... Islenskir þjóðernissinnar eru mjög uggandi yfir flokksþingi Framsóknarmanna og óttast mjög að Siv Friðleifsdóttir fari með sigur af hólmi. Segjaþeir að þá verði ríkis- stjórnin nánast komin í hendur Norðmanna og vísa þar til uppruna þeirra Sivjar og Geirs H. Haarde. Þáerbara spurningin hvort framsóknarmenn - sem margir eru fornir í skapi - verji flokksþingi sínu helst til þess að ræða 1262 og það allt... Að öllu gamni slepptu hafa þó ýmsir - og ekki aðeins framsóknarmenn - áhyggjur af því hvað verður ef Siv Frið- leifsdóttir ber sigurorð af Jóni Sigurðssyni í formannskjörinu. Ekki vegna þess að þeir efist um hæfileika Sivjar til þess að leiða Framsóknarflokkinn, heldur ffemur vegna þess að þá sjá þeir fram á enn eina uppstokk- unina í ríkisstjórninni. Yrði Siv formaður er fremur ósennilegt að hún kysi að sinna erfiðu og tímafreku ráðuneyti eins og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Fyrir utan hitt, að ekki sé gefið að Jón Sigurðsson vildi sitja lengi áfram, færi svo að hann tapaði. Spyrja þeir hvort ríkisstjórnin hafi virkilega efni á enn einum stólaleiknum svo skömmu fyrir kosningar... Hvort þær áhyggjur eru raunhæfar er svo annað mál. Framsóknarmenn segja að kosningabaráttan um formanns- stólinn sé afar róleg og drengi- leg, svo róleg að sumir segja Siv ekki gera sér vonir um sigur. Hún vonist hins vegar eftir svo góðu atkvæðahlutfalli að hún geti á þinginu látið undan óbæri- legum þrýstingi um að fara í varaformannsstólinn. Eykst þá vandiGuðnaÁg- ústssonar, en hann mun styðja Siv og hvetja sitt fólk til hins sama. Verði sá stuðningur of mikill gæti það hins vegar orðið honum sjálfiim aðfalli... Eins horfa menn nokkuð til ritarakosninganna. Ólíkt öðr- um stjórnmálaflokkum er ritara- embætti Framsóknarflokksins harla valdamikið á meðan varaformaðurinn situr næsta verklaus með hendur í skauti og bíður þess að formaðurinn verði fyrir strætisvagni eða loft- steini. Möguleikar Kristins H. Gunnarssonar eru taldir afar litlir eftir allt það sem á undan er gengið. Hins vegar undrast menn nokkuð að þau Birkir Jón Jónsson og Sæunn Stefáns- dóttir bjóði sig bæði fram, en þauhafahingað til verið nánir samherjar og leita á svipuð mið eftir stuðningi. Sagan segir að það geti oltið á kyni formanns og varaformanns, hvort þeirra verði ofan á... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.