blaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 19
blaftið MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
31
Skýringar á
veiðilögum:
í lögum um vernd,
friöun og veiðar
á villtum fuglum
og villtum
spendýrum
koma ákveðin
orð oft við sögu.
Orð eins og friðun,
lífsvæði, vernd og fieira.
En hvað þýða þessi orð
nákvæmlega?
Síöumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is
Vernd
Vemd þýðir að veiðum eða
öðrum aðgerðum, sem geta
haft áhrif á viðkomu eða
vanhöld dýra af tiltekinni
tegund, sé hagað á þann
hátt að henni sé ekki stefnt í
útrýmingarhættu.
Veiðar
Að veiða er að handsama
eða drepa villt dýr. Þegar um
er að ræða fuglaveiðar er
einnig átt við eggjatöku.
Villtdýr
Villt dýr eru allir fuglar og
spendýr, önnur en selir, hvalir,
gæludýr og bústofn. Dýr sem
er handsamað og haft í haldi
telst villt dýr.
Stýring á stofnum
Með stýringu á stofnum viltra
dýra er átt við aðgerðir af
opinberri hálfu er miða að því
að hafa áhrif á útbreiðslu eða
stærð tiltekins stofns villtra
dýra.
Lífsvæði
Svæði sem dýr nota sértil
framfærslu og viðkomu eða
sem farleið.
renjatími
’egar talað er um grenjatíma
ir átt við
ímabilið frá
. maí til
H.júlí.
Netlög
Netlög eru hafsvæði 115
metra út frá stórstraums-
fjörumáli landareignar eða
115 metra út frá bakka
stöðuvatns sem landareign
liggur að. Netlög fylgja einnig
eyjum, hólmum og skerjum í
sjó og stöðuvötnum.
Landareign
Þetta ættu flestir að vita því
með orðinu landareign er
átt við jörð eða annað land-
svæði sem er háð beinum
eignarrétti einstaklings eða
lögaðila.
Friðun
Friðun er bann við veiðum
og öðru sem getur áukið van-
höld eða dregið úr viðkomu
dýra af tiltekinni tegund.
Þegar rætt er um friðun
tekur hún einnig til eggja og
hreiðra
Rjúpan með sjö unga að meðaltali
Ungatalningar hjá
rjúpum fara fram
síðsumars og er til-
gangurinn að meta
varpárangurinn. Nú,
þann 14. ágúst, hafa
borist upplýsingar um
fjölskyldustærð hjá um 100
rjúpum aðallega frá Norðausturlandi
og Suðvesturlandi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Náttúrustofnun fslands
kemur fram að fyrstu niðurstöður
frá Norðausturlandi bendi til þess að
þar hafi varp verið seint á ferðinni og
varpárangur sé slakur. Meðalstærð
ungahópa hjá kvenfuglum sem voru
með unga var 7,1 ungi. Miðað við
þessar niðurstöður er hlutfall ung-
fugla í stofninum 76 prósent eða það
sama og 2005. Þar sem rjúpnavarp
var óvenjuseint á ferðinni í ár er hægt
að telja unga að minnsta kosti viku í
viðbót. Allir áhugamenn er hvattir til
að fara á vettvang þar sem rjúpna er
von og huga að fuglum. Einnig að allir
sem ekki hafa þegar sent inn sínar
talningar að gera það sem fyrst.
Klaus Frímor
flugukastkennari verður með
kastkennslu seinnihluta mánaðarins.
Klaus kennir bæði á einhendu og
tvíhendu. Hann er sérfræðingur
í kasttækni með skotlínu sem hentar
Islendingum í roki og lengdarköstum.
Áhugasamlr eru beönir aö hafa samband ísíma
588 6500 (Benni) eða e-mail benniOutivistogveidi.is
OPIÐ í SUMAR:
laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19
Neyöarsimi allan sólarhringinn 844 7000