blaðið - 16.08.2006, Side 8
8IFRÉTTZR
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaðiö
Utblastur groðurhusalofttegunda í landbúnaði:
Kúafret er skaðlegra en koldíoxíð
■ Landbúnaður losar hálfa milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum árlega ■ Losun hefur minnkað með fækkun dýra
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Landbúnaðurinn á fslandi veldur
i kringum 500 þúsund tonna út-
blæstri af gróðurhúsalofttegundum
(koldioxíðsígildi) á ári hverju. Birna
Hallsdóttir, sérfræðingur hjá Um-
hverfisstofnun, segir þennan út-
blástur orsakast af metangerjun í
þörmum jórturdýra. „Síðan kemur
bæði metan og hláturgas frá skít
dýranna. Þá leiðir áburðarnotkun
í landbúnaði til losunar á hlátur-
gasi við oxunar- og afoxunarferla í
jarðvegi."
f skýrslu Landverndar um losun
gróðurhúsalofttegunda frá landbún-
aði frá 2005 segir að af losuninni séu
47 prósent vegna losunar úr ræktun-
arjarðvegi, 44 prósent vegna gerj-
unar í meltingarfærum húsdýra og
níu prósent vegna geymslu og með-
höndlunar húsdýraáburðar.
Losun metans frá meltingar-
færum húsdýra er mismikil eftir
dýrategundum og fæðu þeirra. Jórt-
urdýr, eins og kýr og kindur, fram-
leiða mest metan, en einhver losun
er einnig frá öðrum dýrum eins
og hestum og svínum. Birna segir
losunina í landbúnaði hafa farið
heldur minnkandi þar sem dýrum
hefur fækkað. „Mestu munar um
að sauðfé hefur fækkað umtalsvert
á undanförnum árum.“
I i
Stekara en koldíoxíð
Metan myndast þegar lífrænt
efni rotnar fyrir tilstilli gerla við
loftfirrtar aðstæður. Metangasið
myndast í maga jórturdýra, en
það er margfalt sterkari gróð-
urhúsalofttegund en koldíoxíð.
„Metangasið er rúmlega tuttugu
sinnum sterkara en koldíoxíð, en
hláturgasið um 310 sinnum sterk-
ara,“ segir Birna.
Að sögn Birnu er hugsanlega
hægt að draga úr þessari losun
gróðurhúsalofttegunda af völdum
landbúnaðarins. „Vissulega er ekki
hægt að minnka losun af völdum
metangerjunar, en eitthvað er
Metangas
tuttugu
sinnum
sterkara en
koldíoxíð
Birna Hallsdóttir
hægt að draga úr þeirri mengun
sem verður af húsdýraáburði. Það
má til dæmis gera með því að setja
áburðinn i tanka, vinna metanið úr
honum og nýta það á einhvern hátt.
Þá á að fara sparlega með áburðinn
og ekki nota of mikið af honum og
heldur ekki á vitlausum tíma,“ segir
Birna og bætir við að fæðusamsetn-
ing dýranna hafi hugsanlega áhrif á
gerjunina.
Engir fjárhagslegir hvatar
1 skýrslu Landverndar segir að
annars staðar á Norðurlöndum sé
ekki mikil áhersla lögð á aðgerðir til
að draga úr losun i landbúnaði, ekki
frekar en á íslandi. Auk þeirra þátta
sem nefndir hafa verið sem losunar-
valdar í landbúnaði er önnur losun
sem tengist landbúnaði, þó hún
sé talin upp undir öðrum þáttum.
„Fyrst ber að nefna eldsney tisnotkun
í landbúnaði en eins og er þá er ekki
að finna neina fjárhagslega hvata
fyrir bændur til að spara eins og
Losun af völdum
landbúnaðar Jórt-
urdýr, eíns og kýr
og kindur, framleiða
mest metan
hægt sé í notkun olíu á vélar á tæki,“
segir í skýrslu Landverndar.
Þar kemur enn fremur fram að
sú þróun sem er að verða innan
landbúnaðargeirans og tengist al-
þjóðavæðingu og aukinni kröfu um
hagræðingu og lægra verð skipti
ekki síður máli. „Þessi þróun hefur
meðal annars i för með sér að mat-
væli, sem og þau aðföng sem þarf til
matvælaframleiðslu, eru flutt um
lengri veg en fyrr, áður en þau ná
til neytandans. Á þetta bæði við um
flutning innanlands og milli landa.
Dæmi um þetta er til dæmis fækkun
sláturhúsa og aukinn innflutningur
á landbúnaðarvörum.“
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
JFSSROÐUN OG SÍEFNUMO
ÓKÓDILA Á MIDVIKUDÖtíUM.
FLUG OG GISTING í 8 NÆTUR FRÁ 88.600 KR.
Hákon Örvarsson, matreiðslumeístari, segir frá Orlando í Florida í nýjum
haust- og.vetrarbækljngi lcelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakkaferða,
helgarferða til 19'áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða.
Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin líggja í loftinu.
Bókaðu á www.icelandair.is
Vildarpunktar
VISA Foróaávlaun gíldir
WWW.ICELANDAIR.IS
'lnnifalið: Flug, flugvallarakattar, gisting á Best Western*** I tvlbýli I 8 nætur, morgunverður og þjónustugjald.
Handhafar Vildarkorta VISA og lcelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp I flugfargjald með áætlunarflugi lcelandair. Þetta flug gefur 3.000 - 7.600 Vildarpunkta.