blaðið - 16.08.2006, Side 12
12 I FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaðið
íran:
Teknir af lífi
fyrir dópsölu
mbl.is Þrír Iranar voru teknir
af lífi í fran í gær fyrir fíkni-
efnasölu. Voru
mennirnir
hengdir á al-
mannafæri
í borgunum
Zabol og
Sahedan,
að því er
fram kemur í
írönskum fjölmiðlum í dag. Að
minnsta kosti 86 manns hafa
verið teknir af lífi í íran það sem
af er ári.
Samkvæmt skýrslu Amnesty
International, sem berst gegn
dauðarefsingum, voru 94 af-
tökur í íran á síðasta ári.
Brot eins og morð, nauðganir,
vopnuð rán, trúarníð, guðlast,
fíkniefnasala, samkynhneigð,
vændi, framhjáhald, föðurlands-
svik og njósnastarfsemi varða
í mörgum tilvikum dauðarefs-
ingu í íran.
Árásir Hizballah:
Sílikoniö bjarg-
aði mannslífi
Læknir lýsti því yfir í gær að
sílikonbrjóst hefði bjargað lífi
konu sem fékk sprengjuflís í
brjóstkassann eftir eldflauga-
árás vígamanna Hizballah á
norðurhluta ísraels á dögunum.
Jacky Govrin, sem er læknir
á sjúkrahúsinu í Nahariya
og gerði að sárum konunnar,
sagði í samtali við útvarps-
stöð ísraelska hersins í gær að
sprengjuflísin hafi bókstaflega
staðnæmst í sílikoninu og
þar með ekki valdið innvortis
skaða á líkama hennar.
Konan sem fór í brjósta-
stækkun fyrir tveim árum
slapp þó ekki alheil úr hildar-
leiknum. Sprengjuflísin eyði-
lagði sílikonpúðana og þarf
því að græða aðra í hana í stað
þeirra sem fyrir voru.
Framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs svarar gagnrýni:
Við höfum verið
að dansa með
■ Gagnrýnin á ekki við rök að styðjast ■ Bankarnir of fyrirferðarmiklir
■ Alltaf heitt á könnunni, segir framkvæmdastjórinn
Apar og Netið:
Einkamála-
spjallsvæði
AÐGERÐIR
ÍBÚÐALÁNASJÓÐS
og sætta sig við þau fá hjá okkur
lán. Bankarnir voru náttúrlega
orðnir mjög fyrirferðarmiklir á
þessum markaði en þeir eru núna
að draga saman um tugi millj-
arða. Þegar bólan var sem'stærst
hjá bönkunum voru þeir að lána
þrjátíu milljarða á mánuði en eru
nú að lána þrjá.”
„Ég held að flestir séu þeirrar
skoðunar að bankarnir hafi farið
of geyst fram í þessum geira og
því hafi þeir þurft að stíga mun
harkalegar á bremsurnar heldur
en við. Þróunin í efnahagsmálum
hefur komið fram í okkar starf-
semi og ég held að það muni
hægja enn meira á næstu mán-
uði. Það er hins vegar eðlilegt að
við sem opinber stofnun höldum
ákveðnum stöðugleika í starf-
seminni. Það kann ekki góðri
lukku að stýra að hafa opið í dag
en lokað á morgun,” bætir Guð-
mundur við.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ég hef það fínt, það er svo gott
veður,” segir Guðmundur Bjarna-
son.framkvæmdastjóriíbúðalána-
sjóðs, aðspurður hvernig hann
hafi það vegna þeirrar gagnrýni
sem komið hefur fram síðustu
daga um að sjóðurinn hafi ekki
staðið sig sem skyldi í aðhaldsað-
gerðum í útlánaaukningu.
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja, hefur
gagnrýnt íbúðalánasjóð fyrir að
draga ekki nægilega úr útlánum
sínum. I fréttum Útvarps sagði
hann íbúðalánasjóð ekki fylgja
sömu peningastefnu og Seðla-
bankinn sem hvatt hefur Ibúða-
lánasjóð ög bankana til að draga
úr útgjöldum sínum. Þetta segir
Guðjón að íbúðalánasjóður hafi
ekki gert.
„Þetta er allt saman tóm vit-
leysa. Hjá okkur er búið að lækka
hámarkslán, hækka vexti, lækka
lánshlutfall og ég veit ekki betur
en við höfum verið að dansa
með,” segir Guðmundur.
„Við höfum hins vegar ekki
lokað hjá okkur, það er alltaf opið
og heitt á könnunni hjá okkur.
Þeir sem geta uppfyllt ný skilyrði
Vextir
Lánshlutfall
Hámarkslán
Áður
4,15%
90%
18 milliónir
NÚ
4,70%
80%
17 milljónir
Þetta er allt
saraan tóm
> ' vitleysa.
Guömundur
Bjarnason
Framkvæmdastjóri
íbúðalánasjóös
Aðstandendur apadýragarðs
Apenhaul í Hollandi hafa
ákveðið að hjálpa einmana
órangútönum að komast í kynni
við hitt kynið með því beita
tölvutækninni.
Starfsmenn dýragarðsins ætla
að koma á tölvutengingu á milli
órangútana í Hollandi og Ind-
ónesíu. Aparnir munu geta séð
hvor annan, lokað á samband
við þá sem þeim líkar illa við
og ýtt á takka sem færir þeim
sem þeim finnast tilkippilegir
mat. Anouk Ballot, talsmaður
hollenska dýragarðsins, segir
að ekki sé óhugsandi að ein-
hverjum af öpunum verði komið
saman til mökunar.
Millilandaflug:
Reglurnar
hertar
íslensk flugyfirvöld hafa
hert öryggisreglur sem gilda
framvegis í öllu farþegaflugi frá
Keflavíkurflugvelli en einskorð-
ast ekki við flug til Bretlands
og Bandaríkjanna eins og verið
hefur. Farþegar mega eiga von
á að öll umferð um flugstöðina
taki lengri tíma en áður og að
vopnaleit verði algengari. Áfram
mun gilda bann við vökvum í
handfarangri en undanskilin
verða nauðsynleg lyf og barna-
matur. Þá þarf að færa öll raf-
tæki, s.s. fartölvur, í hefðbund-
inn farangur og fara úr skónum
við gegnumlýsingu.
Vol Ita ren D 01 lo
Voltaren Dolo® ( díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og
tíðaþrautum. Verkar eínnig hitalækkandí. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeír sem eru með eða hafa haft
sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki
acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema
í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal
vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Rs50 LAKH
MANSOOR
Alias Chota Ibrahim
Dlstrict: Karachi_
Rannsókn á hryðjuverkaárás:
Fengu peninga úr
neyðaraðstoðarsjóði
Eftir Örn Arnarson
orn@bladid.net
Pakistanskur neyðaraðstoðarsjóður
sem fékk um tæpan einn milljarð
íslenskra króna í framlögum frá Bret-
landi vegna jarðskjálfta í landinu á
síðasta ári var notaður til að styðja við
bakið á hryðjuverkamönnunum sem
ætluðu að sprengja upp tíu farþega-
þotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkj-
anna. Þetta kom fram í frétt banda-
ríska dagblaðsins Washington Post í
gær.
Blaðið hefur eftir pakistönskum
embættismanni að þeir sem gáfu
féð í Bretlandi hafi ekki vitað að það
myndi renna til hryðjuverkamanna.
Blaðið heldur því fram að helmingur
fjárins sem átti að nota í neyðarað-
stoð til bágstaddra eftir hina miklu
jarðskjálfta á síðasta ári hafi runnið
til skipulagningar á hryðjuverkaárás-
inni sem bresk yfirvöld komu upp um
í síðustu viku.
Að sögn blaðsins hófu bresk yfir-
völd að rannsaka neyðaraðstoðarsjóð-
inn í desember á síðasta ári. Embætt-
ismennirnir sem Washington Post
talaði við vildu ekki gefa upp hvaða
sjóð væri um að ræða en á mánudag
hélt dagblaðið New York Times því
framaðrannsóknináhryðjuverkaárás-
inni beindist meðal annars að Jamaat-
ud-Dawa, en það er hjálparsjóður sem
er sagður hafa tengsl við Lashkar-i-
Taiba, hryðjuverkahóp íslamskra að-
skilnaðarsinna í Kasmír-héraði.