blaðið - 16.08.2006, Page 16
28
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaóiö
heimilið
heimitid@bladid.net
Uppáhalds
Hættur á heimilinu
Flesl börn til fjögurra ára aldurs slasast á
heimilum og þvi afar brýnt aö huga vel aö
öryggi þar.
heim
S^öryg
hönnunar-
gripurinn á
heimilinu
Sumir hlutir á heimilum okkar eru í meira uppáhaldi en aðrir.
Oft eru þetta gámlir ættargripir sem hafa gengið mann fram
af manni en i öðrum tilfellum er um að ræða fræga muni svo
sem húsgögn og heimilistæki sem eru rómaðir fyrir fallega og
sígilda hönnun. Blaðið leitaði til fjögurra þekktra fagurkera og fékk þá
til að segja frá hvaða hönnunargripir væru í mestu uppáhaldi á heimil-
um þeirra.
Blenderinn og fartölvan
Vala Matt arkitekt
Valgerður Matthíasdóttir, dagskrárgerðarkona og arkitekt, á sín uppáhald-
stæki á heimilinu hvort heldur litið er til notagildis eða fegurðar.
,Af praktískum hlutum á heimili mínu held ég að blenderinn minn sé
mér kærastur því að hann heldur í mér lífinu með heilsu-
drykkjum á morgnana og er mjög kröftugur og góður, “
segir Vala Matt eins og hún er oftast kölluð.
„Af fagurfræðilegum hlutum held ég að ég verði að
nefna hvítu Apple-ferðatölvuna mína. Hún er algjört kon-
fekt fyrir augað, opnar mér glugga út í heim og er hönn-
unarlega séð alveg einstök,“ segir Vala. Henni finnst
skipta miklu máli að tölvur séu fallega hannaðar og
segir að Apple hafi rutt brautina á því sviði. „Þeir
eru stórkostlegir og það er gaman að fylgjast með
nýju línunum frá
þeim á hverju • __
Ljósakróna eftir Poul
Henningsen Sex arma Ijósakróna
eftir Poul Henningsen frá árinu
1933. Eyjólfur Pátsson heldur mikið
upp á Keisarakrónu eftir Henning-
sen sem er nokkru eldri en þessi.
Keisarakróna eftir
Henningsen
Eyjólfur Pálsson hjá Epal
Eyjólfur Pálsson hefur rekið versl-
unina Epal í rúm þrjátíu ár og eins
og gefur að skilja eru margir gripir í
uppáhaldi hjá honum.
„Uppáhaldsgripurinn minn kom til
landsins 1929 og er fimm arma
Ijósakróna eftir Poul Henningsen í
brúnni messing og gulum skermum.
Ljósakrónan heitir Keisarakróna og
er alveg einstök,“ segir Eyjólfur og
bætir við að Ijós eftir Poul Henning-
sen hafi síðan þróast í svipuðum
anda og séu enn til sölu.
Eyjólfur lifir og hrærist innan um
Hönnun skiptir máli Völu Matt íinnst skipta miklu
máli að tölvur séu fallega hannaðar og segir að
Apple hafi rutt brautina á því sviði.
hönnun og á því eðlilega erfitt með
að velja ákveðna gripi eða hönnuði
fram yfir aðra. Hann segist þó
halda mikið upp á hönnuði á borð
við danska hönnuðinn Nönnu Ditzel
sem á meðal annars heiðurinn að
borðstofustólnum Trinidad sem
þykir engum öðrum líkur.
Góð kaffivél gerir gæfumuninn
Uppáhaldstæki Rutar Káradóttur
fyrir utan tannburstann og sæng-
ina er góð kaffivél.
Kaffivél í uppáhaldi
Rut Káradóttir innanhússarkitekt
„Uppáhaldstækið eða hluturinn á
heimilinu, fyrir utan tannburstann
og sængina, er góð kaffivél sem
er bæði falleg og gerir gott kaffi,
til dæmis Pavoni og ISOMAC kaffi-
vélar. Þær fást til dæmis í Kaffiboði
á Grettisgötu 64, “ segir Rut Kára-
dóttir innanhússarkitekt.
Þegar Rut er spurð um uppáhalds-
hönnuði sína nefnir hún fyrstan
Claudio Silvestrin sem hannaði
meðal annars Armani-verslanirnar
í Mtlanó og nýja Minotti-eldhúsið
og Piero Lissoni sem hefur hannað
mikið fyrir BOFFI. „Svo eigum
við íslendingar náttúrlega fullt af
góðum hönnuðum, iðnhönnuðum,
fatahönnuðum og arkitektum,“
segir Rut Káradóttir að lokum.
Wassily-stóllinn eftir Brauer Pétur H. Ár-
mannsson arkitekt á nokkra fræga hönnunar-
stóla, þar á meðal hinn fræga Wassily-stól eftir
Marcel Brauer.
íSólsfrun
CJsgríms l3 Clsgrímssonar
Sánbúð 5, 210 Garðabco
Sími: 554 1153
'&mœ'
Klæðningar og viðgerðir á gömlum húsgögnum
Frægir
hönnunarstólar
Pétur H. Ármannsson arkitekt
Á heimili Péturs H. Ármannsonar
arkitekts er að finna nokkra gamla
og sígilda stóla eftir heimsþekkta
hönnuði. Meðal annars á hann
þriggja fóta borðstofustóla (Maur-
inn) eftir Jacobsen frá sjötta ára-
tugnum sem áður voru á veitinga-
stað í bænum. Einnig á hann hinn
fræga Wassily-stól eftir Marcel
Brauer sem hann fékk nýjan í Penn-
anum á sínum tíma. Þó að stólarnir
séu frægir hönnunargripir veit
Pétur ekki hvort rétt sé að tala um
að þeir séu í sérstöku uppáhaldi
hjá sér.
„Þetta eru falleg húsgögn og henta
ágætlega en ég er ekkert tengdur
þeim tilfinningalega. Það var samt
gaman að geta eignast þessa Arne
Jacobsen stóla áður en þeir kom-
ust í tísku,“ segir Pétur og bætir við
að hann hafi fengið þá fyrir slikk
fyrir um áratug. „Það hafði enginn
áhuga á þeim á þeim tíma og það
átti að fara að henda þeim á haug-
ana.“