blaðið - 16.08.2006, Side 18

blaðið - 16.08.2006, Side 18
30 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 blaðið veiði veidi@bladid.net ^gj Skotveiöi Heiöagæsaveiðitímabiliö hefst á sunnudag. Heiöagæs má þekkja á dökku höfði og hálsi, svörtu og rauðbleiku nefi sem og rauðbleikum fótum. Sumir segja að allir menn fæðist með veiðieðli í sér og það sé einungis tímaspursmál hvenær það framkallist á lífs- leiðinni. Sjálfur held ég að þetta sé að miklum hluta uppeldisþáttur og einstaklingsbundið. Oft er ekki nema einn veiðimaður í stórri fjöl- skyldu sem segir að einstakling- urinn getur framkallað veiðieðlið einn og óstuddur. En veiðieðlið brýst misjafnlega fram í mönnum og konum. Það þykir mikið sport að veiða silung og lax. En þegar talað er um fuglaveiðar eða aðrar dýraveiðar með byssu, þá breytist oft viðhorfið hjá almenningi og skuggi fellur yfir. Fjallaskáldin hafa mikið til sjálffriðað margar fuglategundir í ljóðum sínum og þjóðin er fastheldin og vill halda í ljóðlínurnar líkt og landhelgis- mörkin. Það er miklu erfiðara að vera skotveiðimaður á íslandi en stangaveiðimaður. Hvers vegna ætli það sé og er mikill munur á skot- og stangaveiðimanni? Við íslendingar erum vissulega veiðimannaþjóð og það eru ótrúlega margir sem t.d. veiða með stöng hvort sem það er með flugu sem agn, maðk eða garnla góða spúninn. Verslun og þjónusta er gríðarleg í kringum stangaveiðina og hin síð- ari ár þykir enn betra að skreppa til útlanda með flugustöngina og setja í 40 punda rússneskan lax eða risa- stóran seglfisk við strendur Afríku. fslendingar eru farnir að ferðast útum allan heim bæði með stangir og byssur. Markaðurinn er allur að opnast og eftirspurnin gífurleg. Og til baka koma útlendingarnir til að veiða hér gæsir, hreindýr, rjúpur og lax. f sjálfu sér er ekkert nema gott um þetta að segja svo framarlega sem stofnarnir eru ekki ofveiddir og veiðistýring er viðhöfð. Ég held að það sé ekki svo ýkja mikill munur á skot- og stangaveiði- manni. Hver þekkir ekki dæmin þegar laxveiðimaðurinn vaknar upp við vondan draum í júní og veiðibúnaðurinn er tekinn fram og gert er klárt í veiðitúrinn. Jú, frysti- kistan er stútfull af laxi frá árinu áður og meira að segja hellingur af reyktum silungi frá því árinu þar á undan. Þetta eru svokallaðir magn- veiðimenn og í skotveiðinni eru til margir sem falla undir þessa skil- greiningu, nema hvað þeir reyna margir að selja aflann uppí kostnað á meðan aðrir sem nýtnari eru halda mörg matarboð og nota t.d. villibráðina í fermingarveislur og stórafmæli. Að veiða uppí kostnað á ekkert skylt við sportveiðar eða sjálf- bæran veiðiskap. Og ekki heldur að þurfa að henda ársgömlum löxum úr kistunni til að rýma fyrir nýjum afla. Er ekki nær að gefa bráðina til Mæðrastyrksnefndar eða í Hjálp- ræðisherinn og uppskera örlitlu betri samvisku fyrir vikið? Þegar rjúpnaveiðibannið var sett á fyrir nokkrum árum breyttist hug- arfar skotveiðimanna umtalsvert til hins betra. í sjálfu sér var alveg kominn tími á það þótt ég persónu- lega hafi verið á móti rjúpnaveiði- banninu, en það er allt önnur „Siv”. Skotveiðimenn tóku til í hugskotum sínum og sættu sig við að veiða fyrir sig og sína fjölskyldu og ekki fjöður framyfir það eða þannig, næstum því..! Takmarkið náðist að mestu og hugarfar rjúpnaveiðimanna breytt- ist verulega. Veiðimenn þurfa að læra að nýta bráðina betur, en alltof miklu magni af innmat og öðru nýt- anlegu er hent í dag sem er herra- manns matur. En þegar upp er staðið, þá jafnast fátt á við að vera einn með sjálfum sér út í náttúrunni að veiða sér í mat- inn. Hnýta sínar flugur eða hlaða riffilskotin fyrir hreindýraveiðina. Veiðimenn sækja-í útiveruna og þar með styðja þeir við bakið á íslenska veiðimannasamfélaginu sem er deyjandi stétt. Án veiðimannanna úrkynjast þjóðin hægt og rólega og upp rís “pizzu- og tölvukynslóðin” sem eyðir öllum sínum tíma í djamm og skemmtanir og fjarlægist uppruna sinn hraðar en orð fá lýst. Sú kynslóð hefur varla orku í að staulast frá tölvunni sjö metra inní eldhús til að borða matinn sinn. En eitt er víst að sú kynslóð þarf að taka sig verulega á ef hún ætlar ekki að lifa á snakki og örbylgjumat til framtíðar. Því ekki að skeíla sér á veiðar og borða það sem veitt er? Það er ótrúlega grunnt á veiðieðl- inu, bara ef menn nenna og vilja. Róbert Schmidt Vesturröst Sérverslun veiðimannsins Laugavegi 178- 105 Reykjavik Símar 551 6770 & 553 3380 - Fax 581 3751 vesturrost@vesturrost.is - www.vesturrost.is Hreindýraveiðitímabilið er nú tæplega hálfnað en síðasti veiði- dagur er 15. september. Heildar- fjöldi veiðidýra á þessu veiðitíma- bili er 909 og er aðeins búið að fella 199 dýr sem segir okkur að veiðiþunginn verður mjög mikill þegar líður á. Eftir standa 710 dýr óveidd og því þarf að veiða að meðaltali rúmlega 23 dýr á dag til 15. september ef kvótinn á að nást. Hákon Aðalsteinsson, hreindýra- leiðsögumaður, segir ástandið skelfilegt hvað þetta varðar. Mikil þoka hefur verið á Fjarðasvæðinu og hefur það orðið til þess að sumir hafa átt í erfiðleikum með að ná dýrum. Hákoni sjálfum hefur þó gengið ágætlega, enn sem komið er. Mikill kvóti eftir Veiðikvótinn á svæði 1 og 2 er 550 dýr en þar hafa aðeins verið felldar 44 kýr og 68 tarfar eða samtals 112 dýr. Á svæði 9 er búið að fella fjögur dýr af 35 dýra kvóta og á svæði 7 er búið að fella 25 dýr af 92 dýra kvóta. Ráðlegast að dreifa álaginu Við þessar aðstæður skapast leiðindaástand sem leiðir til þess að þröngt verður á veiðisvæðum á Fljótsdalshéraði og nágrenni og menn keppast við að ná sínum dýrum áður en veiðitíminn er úti. Árekstrar verða þá óumflýjanlegir en það ýtir undir þær ráðleggingar hreindýraleiðsögumanna að það sé ráðlegast að dreifa veiðiálaginu betur á veiðitímabilið. Það er að segja; hefja veiðarnar fljótlega eftir 1. ágúst tií að ekki skapist ófremdar- ástand á veiðisvæðunum. Sameina hreindýra- og gæsaveiðar Óvíst er hvers vegna hreindýra- veiðimenn velja frekar að fella dýr sín eftir miðjan ágústmánuð en liklegt er að margir séu enn í sum- arleyfum og einhverjir vilja skipu- leggja hreindýraveiðina með gæs- inni en veiðitiminn á gæs hefst 20. ágúst.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.