blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGADAGUR 19. ÁGÚST2006 blaöiö Astarsaga aldarinnar Stormasamt og ástríðufullt sam- band Scott og Zeldu Fitzgerald Þegar spurt er hver sé ástar- saga tuttugustu aldarinnar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Sumir kunnu að nefna til sögunnar John og Yoko eða jafnvel Jean Paul Sartre og Simone de Beauvoir. Scott og Zelda Fitzgerald komast tvímælalaust í flokk hinna útvöldu. Saga þeirra hefur allt til að bera sem prýðir góða ástarsögu. Hún er fögur, átakanleg, stormasöm og ákaflega harmræn. . Ást við fyrstu sýn Scott og Zelda hittust fyrst á dans- leik í Montgomery, Alabama, heimabæ Zeldu, í júli 1919. Zelda var þá 18 ára, ný- útskrifuð úr framhaldsskóla og naut mikillar aðdáunar piltanna í bænum. Hún var ákaflega fögur, með rauðgyllt hár og fínlegan vöxt. Zelda var einnig vel upp alin og af góðum ættum sem gerði hana að enn betri kvenkosti fyrir unga pilta í konuleit. Scott hafði stund- að nám við Princeton en námið hafði setið á hakanum vegna skemmtana- lífsins. Scott var mikið fyrir sopann og stundaði hið ljúfa líf af miklum ákafa. Hann hafði því gengið í herinn 1917, enda sá hann ekki fram á að ljúka nokkurn tíma námi sökum slælegrar ástundunar. I skálævisögu sinni, Save Me the Walts sem kom út 1932, minn- ist Zelda þessara fyrstu kynna með fögrum orðum. Hún tekur sérstaklega fram hversu myndarlegur hinn 22 ára gamli Scott hafði verið í nýja einkenn- isbúningnum sínum og hvað það hefði verið unaðslegt að hvila höfuðið við háls hans meðan þau stigu hægan vals. Þó Scott væri ungur að árum og óþrosk- aður á margan hátt hafði hann þegar ákveðið að komast í hóp fremstu rit- höfunda aldarinnar. Sjálfur þótti Scott ákaflega myndarlegur piltur og hafði hann átt vingott við nokkrar stúlkur í Princeton en þó náði engin stúlka að hafa þau áhrif á hann sem Zelda hafði. Fljótlega eftir að hann sá Zeldu í fýrsta sinn var hann ákveðinn í því að hún ætti að vera stúlkan sem myndi deila þessu lífi með honum. Falleg, fræg og rík Þriðji áratugurinn er oft sagður krist- allast í Scott og Zeldu Fitzgerald. Þau voru stjörnupar síns tíma. Falleg, fræg og rík. Lif þeirra var stútfullt af öfgum. Einn daginn áttu þau fullar hendur fjár en þann næsta var allt fé uppurið. Stundum voru þau ástfangnasta par í veröldinni en aðra stundina hnakkrif- ust þau sem hundur og köttur. Ýmsar sögusagnir hafa spunnist um samband þeirra og það hefur vakið áhuga fjölmargra sem skoðað hafa skál- sögur Scott, enda endurspegla sögurn- ar oft það líf sem þau áttu saman. Sér- staklega er hægt að benda á The Great Gatsby og The Beautiful and the Damn- ed í þessu sambandi Ein sú lifseigasta er að Scott hafi alla tið öfundað Zeldu svo ákaflega af öllum hennar hæfileik- um og hann þvi reynt að halda henni niðri á allan hátt. Zeldu var margt til lista lagt. Öll þau fjölmörgu ástarbréf sem hún sendi Scott í gegnum tíðina bera þess glöggt vitni að hún var frábær rithöfundur og sjálf skrifaði hún einnig skáldævisög- una, Save Me the Waltz. Zelda var einn- ig sérlega fær ballettdansari og sinnti hún dansinum alla tíð meðan hún hélt heilsu. Scott var frá fyrstu tíð ákaflega drykkfelldur og gekk illa að stjórna neyslu sinni. Hann áleit það skyldu sína að taka þátt í skemmtanalífinu af miklu kappi - enda voru þau hjónin op- inberar persónur og urðu að sýna sig og sjá aðra þegar tækifæri gafst. Tíma- rit og dagblöð birtu reglulega myndir af parinu unga í sínu fínasta pússi og hafa lfklega margir óskað sér í þá tíð að lifa því lífi sem þau lifðu. Þau sóttu fínustu veislurnar og þekktu alla sem einhvers máttu sín f listalffinu, t.d. Picasso, Cole Porter, Fernand Leger, Philip Barry og John Dos Passos. Harðnar í ári Scott bað Zeldu að giftast sér árið 1920. Hún var eilítið tvfstfgandi enda var hún ekki viss um að Scott gæti tryggt henni fjárhagslegt öryggi. Hún haffi þó trú á hæfileikum hans og játað- ist honum. Þann 3. apríl, þetta sama ár gengu þau f hjónaband í New York. Frá fyrstu tfð settu alvarlegar geðraskanir Zeldu svip sinn á sambúð þeirra. Hún Heilsuhælið í Nyon, Sviss. varð fyrir mörgum alvarlegum áföll- um og frá árinu 1930 var hún með ann- an fótinn inni á sjúkrahúsum. í fjórðu skáldsögu sinni Tender is the Night lýsir Scott þessu ástandi konu sinnar af mikilli næmni og ljóst er að þessir erfiðleikar tóku sinn toll af ástinni. Ár- ið 1921 fæddi Zelda dóttur. Hlaut hún nafnið Frances Scott Fitzgerald. Scott vann af kappi eftir fæðinguna. Hann skrifaði ýmsar greinar f blöð og tímarit auk þess sem hann vann að skáldsög- unni The Great Gatsby. Zelda var leið á lffinu og tók hún um tíma upp ást- arsamband við annan mann að nafni Edouard Jozan. Þetta hliðarspor henn- ar átti eftir að reynast sambandinu dýr- keypt og kemur skýrt fram í skáldsög- unni Tender is the Night að Scott tók þetta ákaflega nærri sér. Eftir 10 ára hjónaband blés ekki byrlega fyrir ungu hjónunum. Scott var undir miklum þrýstingi að fara að skila af sér nýrri skáldsögu en hon- um gekk illa að koma sér að verki. Þau Desember 1930 - sparaðu tíma, peninga og fyrirhöfn. '(■ ¥ National og Alamo bílaleigurnar bjóða frábært úrval nýrra og nýlegra bíla í yfir 80 löndum vfðsvegar um heiminn. Flotinn saman stendur af meira en 375000 bílum og afgreiðslustaðirnir eru um 4000 talsins þar á meöal á öllum stærri flugvöllum. Á heimasiðu okkar www.holdur.is getur þú kynnt þér verð og framboö á bílum erlendis og jafnframt sent inn bókun eða fyrirspurn. Bókaðu bílinn heima 0461 6010 BILALEIGA AKUREYRAR —— Nöldur — þínar þarfir - okkar þjónusta. Elsku Scott Þú sagðir að ég mætti stíla til þín bréf ef ég þarfnaðist einhvers. Ég ætla að biðja þig um að velja handa mér nokkrar bækur og mig langar lfka ákaflega mikið í hring, helst breiðan silfurhring með rauðum steini. Svo vantar mig líka ný föt, en ég ætla að geyma það til vorsins, þegar allt er orðið bjartara og veröldin ekki eins vonlaus og hún er núna. Ég hlakka ekki til neins en ég bind vonir við að það breytist til batnaðar. Það bara verður að breytast því annars er til einskis að halda þessu öllu áfram. Svaraðu mér sem fyrst minn kæri - ég er alltaf svo hræðílega einmana. Þín Zelda Som; iar\öl93° Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is Scott og Zelda skiptust á fjölmörgum sendibréfum á árunum 1918 - 1940

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.