blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 blaóiö tilveran tilveran@bladid.net a Halldóra hugsar upphátt Smjattað yfir Undanfarnar vikur hefur um- ræðan í fjölmiðlum og kaffihúsa- slúðursferðum borið vott um sér- stakan áhuga okkar á því hvað aðrir hafa í laun. Eftir framlagningu skattskrár og tímarit Frjálsrar versl- unar í kjölfarið hafa menn farið ham- förum í aðkasti á „þá ríku“ og bent á ríkið og aðra aðila sem draga skal til ábyrgðar með það fyrir augum að stemma stigu við ofurlaununum ógurlegu. Ég veit ekki hvort þetta byggist á tilhneigingu okkar til þess að smjatta á því hvernig aðrir hafa það, eða hvort við höfum ein- faldlega svona hroðalegar áhyggjur af velsæld ákveðinna aðila. Einnig má velta vöngum yfir því hvort hvort birting tekna og tekjuskatts eigi með réttu að heyra til stjórnar- skrárvarins réttar okkar til friðhelgi einkalífs, en það álitamál eitt og sér er að sjálfsögðu heill kapítuli út af fyrir sig. Mér skilst að birting álagn- ingarseðla eigi að tryggja einhvers konar gegnsæi í landinu, en persónu- lega fæ ég ekki séð að þetta geri neitt annað en að skapa hnýsni og gremju manna í millum. Gegnsæið er ak- kúrat ekki neitt - sérstaklega í ljósi þess að tölurnar segja nú sjaldan alla söguna. En látum hugrenningar um réttmæti birtingar liggja milli hlutaíbili... stórlöxunum Það eru viðbrögð fólksins í land- inu sem ég hef verið að velta fyrir mér, og þá sérstaklega þeirra sem virðast ekki geta á sér heilum tekið vegna hárra launa annarra. Þetta er orðið eitt helsta baráttumál margra pólitíkusanna og þeir hika ekki við að mæla með aðgerðum til þess að upphæð launa falli að „velsæmisvit- und almúgans" svo að afnema megi gremju vegna tekjuskiptingar. En mér er spurn; Hver er bær til þess að flokka niður það sem telja má eðlilega skiptingu tekna í samfélagi sem okkar? Getur einhver tiltekið nákvæmlega hversu mikið ríkustu menn mega eiga svo að eðlilegt geti talist? Á að miða við hámark þrjá lúxusjeppa eða fjóra? Ég veit ekki með ykkur hin, en mér er yfirhöfuð slétt sama hvort Jón Jónsson á fimm stykki Range Rovers á planinu hjá sér eða risa- stórt sumarbústaðaland í sveitinni. Ég efast líka um að þjóðin myndi sofa betur ef klipið yrði af tekjum þessara manna og þeir yrðu einni glæsikerrunni fátækari. Að mínu viti má fara að beina látalátunum að öðrum þáttum sem skipta meira máli. Orkan sem fer í allt uppþotið yfir launatölum stórlaxanna væri mun betur nýtt í baráttu fyrir öðrum og merkari málum. Á meðan við köstum rýrð á peningafólkið er m.a. til ógrynni fólks sem varla á fyrir salti í grautinn. Staðreyndin er sú að ekkert okkar verður betur sett ef tekið verður af hinum ríku (nema þá kannski að losna við íoo kílóa öfundarpakka af herðunum, sem ef- laust spilar stóran sess þegar kemur að slúðrinu), en ég er handviss um að við myndum öll sofa betur vitandi að við værum nokkrum fá- tækum færri. Spurning hvort það sé komin tími á að láta hálaunafólkið óáreitt og orga yfir þarfari hlutum... Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu dramadrottning? Sumar konur og karlar virðast lifa lífi sem gæti eins átt heima á sjónvarpsskjá. Það virðist alltaf vera alveg óskaplega mikið að gerast í lífi þeirra og þegar þú heldur að lognið sé á leiðinni þá dynur næsta fárviðri yfir. Stundum hvarflar það að þér að manneskjan fái einfaldlega eitthvað út úr því að standa í auga stormsins, dag eftir dag, en þegar þú minnist á það við hana þá horfir hún á þig ásakandi augum og ákveður í kjölfarið að hætta að tala við þig. Elvis Presley sagði í gömlu sönglagi að lífið væri leiksvið og að manneskjur væru leikarar. Hvert er þitt hlutverk í lífinu? Ert þú grátbólgna aríudrottningin sem átta karlar elska, eða ertu kannski stóíski garðyrkjumaðurinn sem tekur öllu með ró? Hvenærtókst síðast „þöglu meðferðina" á einhvern nákominn þér? a) Þegar ég var barn. Þá fór ég stundum í fýlu í langan tíma sem lýsti sér þannig að ég talaði elcki við viðkomandi í nokkra daga. Svo hætti égþessufljótlega. b) í vinnunni um daginn. Það ent- ist í tvo tíma. Þá sá ég fram á að svo- leiðis gengur ekki til lengdar og hætti. c) Áldrei. Til hvers? Það er alveg eins gott að ræða hlutina á rólegu nótunum. d) Ég er alltaf að þessu. „Þögla með- ferðin" virkar rosalega vel til að fá fólk úr jafnvægi og í kjölfarið fæ ég alltaf mínu framgengt. Þú ferð út að borða á róm- antískum en afskekktum veitingastað. Á staðnum sérðu maka vinkonu þinnar og hann snæðir með gullfallegri konu. Hvernig bregstu við? a) Ég hringi í vinkonu mína og fæ hana til að koma á staðinn. Auðvitað á hún að fá að standa hann að verki. b) Dreg inn andann og fer svo og heilsa upp á hann. Vona að hann segi svo vinkonu minni frá þessu síðar. c) Geymi þetta með sjálfri mér. Það er þeirra mál að eiga við sitt ástarlíf. Teldu saman stigin: 1. a)4 b)2 c) 1 d) 3 2. a) 1 b)3 c) 2 d)4 3. a) 3 b) 1 c) 4 d) 2 4. a) 2 b)4 c)1 d) 3 5. a) 1 b) 2 c) 3 d)4 6. a) 3 b) 1 c) 2 d)4 7. a)4 b) 3 02 d) 1 8. a) 2 b)4 c) 3 d) 1 Hvernig pantarðu mat á veitingahúsum? a) Ég panta yfirleitt ekki það sem er á seðlinum heldur fæ kokkana til að útbúa eitthvað fyrir mig sérstaklega. b) Ég þarf yfirleitt að taka eitthvað út eða bæta einhverju við. Afpanta brauð og biðja um salat í staðinn eða eitthvað í þeim dúr. c) Kem með eitthvað sem ég hef sjálf keypt og bið kokkinn að bæta því við rétt sem er fyrir á matseðlinum. d) Mér finnst best að borða heima, þar ræð ég mér sjálf. Þú átt afmæli. Hvað gerir þú af .því tilefni? a) Ég slappa bara af og geri eitthvað fyrir sjálfa mig. b) Bíð þar til einhverjir vinir minir hringja. Helst vil ég fá óvænta veislu. En það gerist bara aldrei svo ég enda oftast grenjandi uppi í rúmi yfir því hvað vinir mínir eru ómerkilegir. c) Held matarboð og nýt athyglinnar. d) Fer kannski út að borða með mömmu eða maka. Pirra mig samt aðeins á að fá ekJd fleiri gjafir. 0-9 stig: Þú ert róleg og skynsöm manneskja og þarft ekki aö hafa áhyggjur af því aö þú gerir of mikið úr hlut- unum. Annaðhvort iðkarðu jóga eða hefur tekið þér Yoda úr Star Wars til fyrirmyndar. Það er f það minnsta ekki hægt aö kalla þig dramadrottningu og þú átt ekki einu sinni þannig vinkonur, þar sem slíkar manneskjur myndu fá lítið út úr návistum við þig til lengdar. Enda sækjast sér um llkir. Haltu áfram á sömu braut og þú munt eflaust eiga langa og góöa ævi. 10-17 stig: Þú ert nokkuð venjuleg manneskja. Stundum koma upp atvik sem setja þig úr jafnvægi en þá bregstu vanalega við með þvi að gera þitt besta til að laga það. Dramað i þinu Iffi kemur aðallega úr sjónvarps- þáttum, því yfirleitt forðastu að deila og þrátta eða skipta þér af einkalffi annara. Enda hefurðu lært af reynslunni. Þú sérð skrítið SMS í síma kærasta þíns sem gæti verið frá annarri konu. Hvað tekurðu til bragðs? a) Þegar rétta stundin gefst þá spyr ég hann út í þetta. b) Hringi strax í hann og spyr frá hverjum skilaboðið komi. 18-25 stig: Þú ert hugsanlega fullupptekin af sjálfri/um þér og þvf sem er að gerast í lifi þínu. Þú reynir llka að stjórna llfi annarra með góðum ráðum en verður svo brjáluð/aður þegar fólk fer ekki eftir þeim. Þér væri hollast að finna þér eitthvert tómstundagam- an að beina athyglinni aö og hætta að hugsa svona mikið um sjálfa/n þig, vini þlna og kunningja. 25-32 stig: Þú þarft að taka þig taki. Þér á aldrei eftir að verða almennilega ágengt í Iffinu ef þú ætlar að nota það í æsíng og köst, tilfinningasveiflur og læti. Þú ert eins og ofdekraður krakki i eigin afmælisveislu, alla daga vikunnar. Lifið hefur upp á margt annað að bjóða en dramaköst og sjálfhverfu. Reyndu nú að hugsa meira um annað fólk og þarfir þess, og reyndu að átta þig á hvar þitt yfirráðasvið endar og annarra byrjar. Þú ert ekki upphaf og endir alheimsins. Leyfðu lífinu að koma til þín og prófaðu að vera meiri áhorfandi að þvi, svona endrum og slnnum. c) Hætti að hugsa um þetta en geri svo kannski eitthvað ef þetta kemur upp aftur. d) Ég finn út hver það var sem sendi SMS-ið. Hringi svo í númerið og spyr hvað viðkomandi hafi viljað kærastanum mínum. 6Þú hittir mann sem virð- ist eiga sér skuggalega fortíð. Þér finnst hann heillandi en eitthvað innra með þér segir þér að hann sé kannski ekki hentugt mannsefni. Hvað gerir þú? a) Byrja með honum og gef honum tækifæri. Ef ég kemst svo að því að hann er eldd búinn að lagast, þá hætti ég strax með honum. b) Menn með skuggalega fortíð eiga ekki erindi í mitt líf. c) Ég spyr kunningja og vini út í líf hans og fæ það á hreint hvort hann sé breyttur. Ef svo er þá á hann alveg skilið annan séns en ég fer varlega og ana ekki út í neitt. d) Ástin ræður. Ef mér finnst hann heillandi þá læt ég það ráða ferðinni. Fortíð er fortíð. 7Gæludýrið þitt verður eins árs bráðlega. Hvernig fagnarðu? a) Dýrið mitt?! Elsku Bóbó. Auðvitað fær hann besta trítment í heimi. Klippingu, langan göngu- túr, ótrúlega gott að borða, dót og veislu með öðrum dýrum. b) Ég fer með dýrið í Idippingu og þvott og kela sérstaklega mikið við það þann daginn. c) Ég kaupi eitthvað dót handa því. d) Fagna? Eins og dýrið hafi hug- mynd um að það eigi afmæli? Þú ertgripin við búð- arhnupl. Hvernig bregstu við? a) Reyni að gera eins lítið úr mér og ég get. b) Kasta mér í gólfið og fer að há- gráta. Segi þeim að ég eigi enga pen- inga. Skuldi ógeðslega mikið til Visa og verði samt að fá eitthvað að borða. c) Ég missi mig og hleyp af stað út í bíl. En ákveð svo að stoppa og taka afleiðingunum. d) Eg hef aldrei staðið í búðarhnupli..

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.