blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 8
blaði
Útgáfuféiag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Janus Sigurjónsson
Hátíð og ofbeldi
Hversu mörgum konum verður nauðgað í nótt? Eyrún Jónsdóttir deild-
arstjóri á Neyðarmóttöku nauðgana á Landspítalanum hefur sagt að
skemmtanahald í miðborginni um helgar jafnist oft á við útihátíðirnar
um Verslunarmannahelgi. Um síðustu var tilkynnt um fjórar nauðganir.
Sérfræðingarnir, þar með talin Eyrún, segja að aldrei sé tilkynnt um þær
allar.
Fyrr í vikunni sagði hún frá þvi að starfsmenn Neyðarmóttökunnar
hafi á árinu tekið á móti níu sem nauðgað var á skemmtistöðum miðborg-
arinnar. Þar sé nauðgun jafnvel misskilin af nærstöddum sem eðlileg kyn-
mök karls og konu. Maður spyr sig hvað sé eðlilegt við samfarir á klósetti
á skemmtistöðum?
Og nú á að slökkva ljósin í borginni vegna kvikmyndahátíðar í septem-
ber. Samþykki fyrir því hefur ekki fengist áður. Geir Jón Þórisson, yfir-
lögregluþjónn í Reykjavík, hefur sagt að lýsa þurfi upp ákveðin svæði í
miðborginni. Á myrkruðum svæðum sé mun meiri hætta á ofbeldi.
Rifjum upp dag Menningarnætur í fyrra. Hann hófst skelfilega. Tvi-
tugur maður var myrtur í húsi fíkniefnaneytenda á Hverfisgötu í morgun-
sárið. Hann var stunginn með eldhúshníf í hjartastað. Hringt var í Neyðar-
línuna 112. Sjúkraflutningamenn reyndu í fjörutíu mínútur að lífga unga
manninn við. Hann missti allt blóð, oftar en einu sinni.
Við réttarhöldin í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði ógæfumaðurinn að
stungan banvæna hefði verið óviljaverk. Þeir hafi verið vinir. Það eru hans
orð.
Auðvitað skrifast manndráp ekki á hátíðarhöldin. Það vitum við öll.
Þetta eru skemmtanahöld sem hefur farið úr böndunum. Fjöldi fólks fær
ekki nóg og skemmtir sér ótæpilega þegar skipulagðri dagskrá lýkur.
Vitna aftur í Geir Jón, sem segir að ekki sé hægt að tjónka við menn í
miðbænum þegar líður á nóttina. Þeir sem gisti fangageymslurnar muni
oftast ekkert ástæðu þess að þeir vakni í haldi lögreglunnar. Lögreglan
hafi vegna svona manna ákveðið að hætta að hafa lögreglumenn á göngu
um miðbæinn. Þeir nái engri yfirsýn yfir hann.
Nokkrir misölvaðir átján ára piltar gengu um miðbæinn eftir að dagskrá
lauk á Menningarnótt í fyrra. Þeir lentu í orðaskaki og svo ryskingum við
annan hóp. Gengur þá jafnaldri þeirra, algerlega óskyldur öllum, inn í hóp-
inn með gaddakylfu í hendi. Hann barði á einum og bar hann punktsár
um allt bakið á eftir.
í réttarhöldum yfir manninum við Héraðsdóm Reykjaness viðurkenndi
hann ekki árásina. Hann sagðist bara hafa verið á rúntinum með vini
sínum, en situr nú í fangelsi fyrir morðtilraun. Hann hjó annan í höfuðið
með sveðju og í gegnum sinar, vöðva og í bein handar hans í einbýlishúsa-
hverfi í Garðabæ.
Við hljótum að leiða hugann að ofbeldisógninni þessa helgi sem aðrar,
því við erum óvarin fyrir þessu fólki. Það er okkar allra að standa ekki
aðgerðalaus hjá finnist okkur hegðun annarra undarleg.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeíld: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins Dreifing: íslandspóstur
8 I ÁLIT
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST2006 blaöiö
Á ÍVNVi poSTTEMtviSTA
ÁTTj A® RÆVfi m GKEiNihTGU
Á EÐLÍ$L/£GVM oG xStóPu&UM
KYjWíMTVEkKUM í MzWíRkU
TjoLliYGGJV$MFÉLAGl
I SAvmKL-VBBNuM WEiMA
ftjfl §TlUJ ATTi að TALA UM
MmZULBGAP itíÐSUYRTiVoTVUTZ
OG ATSLÁTTARKoPT X
Í)úlBAV5ToPUMl
*—'VpAð LR '&Ktza 5Vo
otruie&t w/AmmEjfij
—> GTTA Vzzij?
K K~r‘LFiW
...PAd BR Svo
ÓTRÚlEQrT HVAÐWLMEtJiJ
GETA VETU& .
fcj -TiLFmiK&ALPiúð^.
Erindislaus
Sjálfstæðisflokkur
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn
stýrt Reykjavíkurborg um skeið
eftir tólf ára samfellt áhrifaleysi í
borgarmálum. Við þær aðstæður
er nýr meirihluti oftast aðsóps-
mikill og kappsfullur að koma
i framkvæmd þeim veigamiklu
breytingum sem hann hefur svo
lengi þráð. En það er ekki að sjá að
hinn nýja meirihluta hafi langað
til að gera neitt þvi hann hefur ein-
faldlega haldið áfram þá leið sem
Reykjavíkurlistinn markaði.
Nýi meirihlutinn hefur að vísu
týnt rusl í Breiðholtinu, skotið
nokkra máva og horfið aftur til
fortíðar með stofnun Leikskóla-
ráðs, í algjörri andstöðu við hið
góða starfsfólk leikskóla og að því
er virðist til þess eins að fjölga bit-
lingum borgarfulltrúa. En þá er af-
rekaskráin líka upptalin.
Þetta dugleysi er ekki tilviljun.
Það endurspeglar einfaldlega að
hið samgróna bandalag afturhald-
saflanna í Framsókn og Sjálfstæðis-
flokki hefur ekkert erindi lengur í
íslenskum stjórnmálum, ekki einu
sinni þar sem þeir um árabil hafa
engu ráðið. Enn þá átakanlegra er
þetta erindisleysi þó orðið eftir tólf
ára valdasetu í landsstjórninni.
Varnarlaus Sjálfstæðiflokkur
Þetta dáðleysi sjáum við kannski
best í varnarmálunum. Þar urðu
stjórnarflokkarnir svo hræddir við
breytingar að þeir ákváðu að leyna
þjóðina því fyrir síðustu kosningar
að herinn væri á förum. Samkvæmt
yfirlýsingum þingflokksformanns
Framsóknarflokksin var svo þetta
ráðleysi helsta ástæða þess að rík-
isstjórnin lýsti yfir stuðningi við
innrásarstríð í írak, einhverja
verstu ákvörðun sem tekin hefur
verið í utanríkismálum í okkar
nafni og þvert á sérstöðu okkar
Helgi Hjörvar
sem herlausrar friðsamrar þjóðar.
Iraksmálið var dæmigert um mis-
tök sem stefnulaus stjórnvöld gera
þegar þau rekur undan veðri og
vindum. Hlýtur að vera enn sárara
þegar í ljós kemur að Bandaríkja-
menn meta þann stuðning í engu
og fara bara samt.
Og nú er landið okkar loftvarn-
arlaust því þoturnar eru farnar.
Og samkvæmt yfirlýsingum ríkis-
stjórnarinnar átti þá varnarsam-
starfinu við Bandaríkin að vera
lokið. En sú yfirlýsing er fokin út
í vindinn og enn er haldið áfram
einhverjum viðræðum sem enginn
veit að hverju eiga að stefna.
Agalaus Sjálfstæðiflokkur
Rétt eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn berst fyrir því að halda í
her sem er farinn virðist erindi
hans helst vera orðið einmitt það
að halda í það sem farið er eða
fara ber, eins og verðtryggingin,
krónan og landbúnaðarkerfið eru
góð dæmi um. Eftir að hafa setið
lengi að völdum hefur hann snúist
í vörn fyrir fortíðina og boðar ekki
lengur nýjungar fyrir framtíðina.
Ein sterkasta birtingarmynd er-
indisleyis er agaleysið því þegar
menn hafa setið of lengi að völdum
glata þeir viljanum sem þarf til
aðhalds.
Efnahagsmálin vitna um aga-
leysið í gengissveiflunum, of-
urvöxtunum og verðbólgunni.
Ríkisendurskoðun og stjórnarþing-
menn játa agaleysið í ríkisfjármál-
unum þessa dagana þar sem keyrt
er framúr lögum um átta þúsund
milljónir á ári hverju. Sú lausa-
ganga í ríkissjóð hefur með öðru
leitt til sjálfvirkrar þenslu ríkisút-
gjalda einmitt þegar aðhalds var
þörf. Þegar draga þurfti úr neyslu
jós Sjálfstæðisflokkuinn út skatta-
lækkunum fyrir eigna- og hátekju-
fólk og þegar draga þurfti úr vænt-
ingum talaði hann um góðæri.
Það er löngu tímabært að binda
enda á þetta erindis- og agaleysi
og fela sterkri stjórn undir forystu
jafnaðarmanna að endurheimta
hér stöðugleika efnahagslega og
félagslega. Sá nýi meirihluti í rík-
isstjórn verður ólíkt starfsamari
en íhaldsmeirihlutinn í borginni,
enda blasa verkefnin við í daglegu
lífi venjulegs fólks sem taka þarf á
allt frá vöxtum að vöruverði.
Höfundur er alþingismaður Samfylkingar.
Klippt & skorið
Klippara rann kalt vatn milli skinns og
hörunds þegar hann sá grein í Við-
skiptablaðinu i gær, þar sem grein
var gerð fyrir stöðu Dagsbrtínar eftir hálfsárs-
uppgjör fyrirtækisins var birt, en óhætt er að
segja að það hafi
valdið eigendunum
nokkrum von-
brigðum. Rætt var
við Gunnar Smára
Egilsson, forstjóra
Dagsbrúnar, og
greindi hann frá því
hvernig staða fyrir-
tækisins yrði löguð.
Ekki var það þó stí lýsing, sem klippari skelfdist,
heldur fyrirsögnin: „Blaðinu verður snúið við."
Er samkeppnin ekki orðin fullhörð?
Staksteinahöfundur Morgunblaðsins
skrifaði um málefni Framsóknarflokks-
ins ( gær, sem tæpast er að undra í
ijósi þess, að framsókn-
armenn velja sér nýjan
formann i dag. Ljóst er
að höfundurinn telur Jón
Sigurðsson mun heppi-
legri til þess að sinna
starfanum, hvernig sem ,
á er litið. Ekki síst hvernig |
framsóknarmönnum
takist að koma að stjórnarsamstarfi, en þar
er bent á að Halldóri Ásgrímssyni hafi auðn-
ast að tryggja flokknum valdaaðstöðu í 12 ár.
Sjálfsagt hefur Staksteinahöfundur í einnig í
huga að Siv Friðleifsdóttir er sögð njóta lítils
stuðnings í þingflokknum, sem varla er gott
veganesti í stjórnarviðræður.
K
veðjuræða Halldórs
Ásgrímssonar á
iflokksþinginu í
gær var um margt fróðleg
og kannski ekki síður um
það, sem Halldór talaði ekki
um en hitt sem hann sagði.
Þannig vék hann ekkert að deilum í flokknum
eða kosningaúrslitum nýliðinna sveitarstjórna-
kosninga. En hitt var óneitanlega fróðlegt,
hvernig hann lýsti frati á eina helstu trúarsetn-
ingu Framsóknarflokksins um árabil og sagði
berum orðum að fella þyrfti niður vörugjöld
og breyta innflutningsvernd landbúnaðar-
vöru. Nú á eftir að reyna á hvort flokkurinn fer
að tilmælum Halldórs, en það er Ijóst, að það
eraldrei of seint að iðrast!
andres.magnusson@bladid.net