blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 29
blaðið LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST2006 29 Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni LAUGARDAGUR kl. 11:45 Sheff Utd - Liverpool LAUGARDAGUR kl. 14:00 Arsenal - Aston Villa Everton - Watford Newcastle - Wigan LAUGARDAGUR kl. 16:15 Portsmouth - Blackburn Bolton - Tottenham Reading - Middlesbrough West Ham - Charlton SUNNUDAGUR kl. 13:30 Man Utd - Fulham SUNNUDAGUR kl. 16:00 Chelsea - Man City Hörð barátta um titilinn Þá er komið að efstu fjórum liðunum í spá Blaðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst í dag. Samkvæmt spánni mun Chelsea verja titil sinn og Spurs landa fjórða sætinu sem gefur rétt til þátttöku í Meistaradeildinni. HEIMAVÖLLUR: Stamford Bridges (42.360). STJÓRI: Jose Mourinho. Chelsea stefnir að því að verða fimmta félagið í sögu enskrar knattspyrnu til að verða Eng- landsmeistari þrjú ár í röð. Það er erfitt að styrkja lið sem hefur unnið deildina örugglega tvö tímabil í röð. Það gerði Chelsea með því að fá stjörnuleikmennina Andriy Shevchenko og Michael Ballack. Jose Mourinho hefur fyrir löngu sýnt að hann veit hvað hann syngur og með sinn svakalega leikmannahóp virðist Chelsea nánast ósigrandi. Englandsmeisturunum á hins vegar enn þá eftir að takast sitt helsta markmið; að vinna Meistaradeildina. Andstæð- ingar þeirra á Englandi vonast væntanlega til að Chelsea einbeiti sér meira að því í vetur, á kostnað deildarkeppninnar. Þá gæti stemmningsleysi, líkt og hjá Brössum á HM í sumar, mögulega gert það að verkum að Eng- landsmeistararnir verji ekki titil sinn. Mögulega... FYLGSTU MEÐ: Andriy Shevchenko. Einn albesti sóknarmaður síðari ára sem var keyptur frá AC Milan fyrir 30 milljónir punda. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann nær að aðlaga snilli sína ensku úrvalsdeildinni. SfÐUSTU 10 ÁR: KOMNIR: Tímabil Deild Sæti Andriy Shevchenko frá AC Milan. 2005-06 Úrvalsdeild 1 Michael Ballack frá Bayern Munchen. 2004-05 Úrvalsdeild 1 Hilario frá Nacional. 2003-04 Úrvalsdeild 2 • Jon Obi Mikel frá Lyn. 2002-03 Úrvalsdeild 4 Salomon Kalou frá Feyenoord. 2001-02 Úrvalsdeild 6' FARNIR: 2000-01 Úrvalsdeild 6 Asier Del Horno til Valencia. 1999-00 Úrvalsdeild 5 Carlton Cole til West Ham. 1998-99 Úrvalsdeild 3 Damien Duff til Newcastle. 1997-98 Úrvalsdeild 4 Eiður Smári Guðjohnsen til Barcelona. 1996-97 Úrvalsdeild 6 Glen Johnson til Portsmouth (lán). Jiri Jarosik til Celtic. Anfield (45.362). STJÓRi: Rafael Benitez. Fyrir tveimur tímabilum endaði Liverpool 37 stigum á eftir Chelsea í deildinni. f fyrra var munurinn ekki nema níu stig. Liðið er stöðugt að bæta sig undir stjórn Rafael Benitez en á þó enn langt í land með að ná markmiði sínu; að vinna Englandsmeistaratitilinn eftir 16 ára bið. Liverpool fékk aðeins 22 mörk á sig í deildinni í fyrra enda er vörnin með eindæm- um traust og fyrir aftan hana er landsliðsmarkvörður Spánverja, Pepe Reina. Miðjan er ekki síður þétt með menn á borð við Momo Sissoko og Luis Garcia sem leiddir eru áfram af Steven Gerrard. Vandamál þeirra rauðklæddu hefur verið markaskorunin og eru líkur á að svo verði áfram í ár. Craig Bellemy er ætlað að leysa úr því í en hann hefur þó aldrei skor- að fleiri en 20 mörk á tímabili á ferlinum. FYLGSTU MEÐ: Mark Gonzales. Uppnefndur „Speedy Gonzales" vegna hraða síns og leikni. Fjölhæfur, ungur miðjumaðurfrá Chile sem gæti orðið einn af áhugaverðari leikmönnum úrvalsdeildarinnar í ár. . • SÍÐUSTU 10 ÁR: KOMNIR: Tfmabil Deild Sæti Craig Bellamy frá Blackburn. 2005-06 Úrvalsdeild 3 Dirk Kuyt frá Ajax. 2004-05 Úrvalsdeild 5 Gabriel Paletta frá Atletico Banfield. 2003-04 Úrvalsdeild 4 Fabio Aurelio frá Valencia. 2002-03 Úrvalsdeild 5 Jermaine Pennant frá Birmingham. 2001-02 Úrvalsdeild 2 FARNIR: 2000-01 Úrvalsdeild 3 Antonio Barragan til Deportivo La Coruna. 1999-00 Úrvalsdeild 4 Bruno Cheyrou til Rennes. 1998-99 Úrvalsdeild 7 Djimi Traore til Charlton. 1997-98 Úrvalsdeild 3 Chris Kirkland til Wigan. 1996-97 Úrvalsdeild 4 Dietmar Hamann til Bolton. Djibril Cisse til Marseille. Fernando Morientes til Valencia. 'W HEIMAVÖLLUR: Old Trafford (76.000). STJÓRÍ; Glenn Roeder. ma Manchester United varð Englandsmeistari átta sinnum á 11 árum eftir að enska úrvalsdeild- in var stofnuð. Undanfarin þrjú ár - eftir innreið Romans Abramovich í ensku knattspyrn- unna - hefur liðið hins vegar stöðugt verið að færast fjær titlinum. Miðjan hjá Rauðu djöfl- unum var í tómu tjóni eftir að Roy Keane hvarf á braut í nóvember en einnig höfðu meiðsli talsvert að segja. Paul Scholes og Alan Smith eru þó að koma til baka af sjúkralistanum og mun endurkoma þeirra vega þungt. Þá er Michael Carrick kominn til liðsins og ef Alex Ferguson tekst að fá Owen Hargreaves ætti hann að vera kominn með afar sterkan hóp á miðjunni. Vörnin er þétt, Edwin van der Sar er öruggur í markinu og Wayne Rooney verður áfram þungavigtarmaður í sókninni en líklega vantar staðgengil fyrir Ruud van Nistelrooy. SÍÐUSTU10 ÁR: FYLGSTU MEÐ: Michael Carrick. Var einn af lykilmönnum Tottenham og mun vafalaust reynast United mikill liðstyrkur á miðjunni. Spurningin er hvort hann verði virði 18,6 milljón pundanna sem Rauðu djöflarnir reiddu fram. •v : > ví<&" •* - . -"4 '» v , . • LÚijDKKK-r.SIIACVAÚ- HEIMAVÖLLUR: White Hart Lane (36.240). STJÓRI: Mart Jol. Tottenham hefur oft verið kallað sofandi risi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir árafjöld af miðj- umoði og meðalmennsku reis liðið upp á síðasta tímabili og hafnaði í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Arsenal sem fékk Meistaradeildarsætið, og sögðu þá margir að risinn væri að vakna. Leikmannahópur Spurs er ungur að árum en bráðefnilegur. Martin Jol hefur úr mörgum góð- um kostum að ráða á miðjunni, vörnin er vel mönnuð og landsliðsmarkvörður Englendinga hefur verið einn af lykilmönnum Lundúnaliðsins. Tottenham átti í nokkrum vandræðum í fram- línunni á síðasta tímabili en Dimitar Berbatov mun vafalaust verða mikill liðstyrkur þar. Gæti farið svo að Jol ákveði að tefla fram Berbatov, Jermain Defoe og Robbie Keane í þriggja manna sóknarlínu. Spurs vill gera betur en á síðustu leiktíð og ef rétt er haldið á spilunum ætti það að takast. FYLGSTU MEÐ: Dimitar Berbatov. Afar fjölhæfur sóknarmaður, sem átti frábær- an feril með Leverkusen í Þýskalandi, og eiga margir von á aö hann slái í gegn á Englandi. Dýrasti búlgarski knattspyrnumaður sögunnar. Tímabil Deild Sæti 2005-06 Úrvalsdeild 2 2004-05 Úrvalsdeild 3 2003-04 Úrvalsdeild 3 2002-03 Úrvalsdeild 1 2001-02 Úrvalsdeild 3 2000-01 Úrvalsdeild 1 1999-00 Úrvalsdeild 1 1998-99 Úrvalsdeild 1 1997-98 Úrvalsdeild 2 1996-97 Úrvalsdeild 1 S-j'-' v - • SÍÐUSTU 10 ÁR: Tímabil Deild Sæti 2005-06 Úrvalsdeild 5 2004-05 Úrvalsdeild 9 2003-04 Úrvalsdeild 14 2002-03 Úrvalsdeild 10 2001-02 Úrvalsdeild 9 2000-01 Úrvalsdeild 12 1999-00 Úrvalsdeild 10 1998-99 Úrvalsdeild 11 1997-98 Úrvalsdeild 14 1996-97 Úrvalsdeild 10 KOMNIR: Michael Carrick frá Tottenham. Tomasz Kuszczak frá WBA (lán). FARNIR: Ben Foster til Watford (lán). Eddie Johnson til Bradford. Jonathan Spector til West Ham. Ouinton Fortune til Bolton. Ruud van Nistelrooy til Real Madrid. Sylvan Ebanks-Blake til Plymouth. Tim Howard til Everton (lán). <_■ v., '• J . .. . KOMNIR: Benoit Assou-Ekoto frá Lens. Didier Zokora frá St. Etienne. Dimitar Berbatov frá Leverkusen. Dorian Dervitte frá Lille. FARNIR: Andy Reid til Charlton. Dean Marney til Hull. Goran Bunjevcevic samningslaus. Johnnie Jackson til Colchester. Michael Carrick til Man Utd. Mounir El Hamdaoui til Willem II. Noureddine Naybet samningslaus. Stephen Kelly tii Birmingham. PORTSMOUTH MIDDLESBROUGH

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.