blaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 10
24 I HEIMILI & HÖNNUN ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2006 blaöiö Kúrekar Hér er eitthvað fyrir fólk sem féll fyrir Brokeback Mountain. Skemmtileg baklýst mynd af kúrekum við leik eða störf. JF Modern Þessi fallegi lampi er til sölu á Ebay en hann er, líkt og kisurnar, síðan á sjötta áratug síðustu aldar og myndi eflaust sóma sér vel í hvaða stofu sem er enda myndargripur. Skrítnir og skemmtilegir lampar Það er fátt notalegra en hugguleg lýsing þeg- ar skyggja tekur utandyra. Á Netinu er vefsíða sem er tileinkuð gömlum lömpum og úrvalið er bæði skrítið og skemmtilegt. Vefsíðan ber heitið www.tvlamps. net og dregur nafn sitt af lömpum sem voru nauðsynlegir ofan á sjón- varpstæki, að mati ameríkana í árdaga sjónvarpsins. Þá var talið óhollt að sitja í myrkrinu og horfa á skjáinn og því nauðsynlegt að hafa einhverja baklýsingu ofan á sjálfu sjónvarpstækinu. Með tímanum hafa þessir lampar breyst í eins konar safngripi en á sama tíma virðist áhugafólk um sjónvarpslampa líka hafa mikinn áhuga á annars konar skrautlömp- um. Hér gefur að líta nokkra lampa sem hægt er að kaupa í gegnum síð- una, sem og nokkra sambærilega lampa af Ebay. margret@bladid.net Kisuhörnin kátu Þessi fallegi lampi er til sölu á Ebay um þessar mundir en hann er framleiddur af sama fyrirtæki og framleiddi flesta hönnunargripi Eames-hjónanna frægu. Lampinn var búinn til árið 1958, á gullaldarárum þeirra hjóna. Hind Lítil og ævintýraleg hind hoppar hér í sakleysi sínu. Hún kostar 4000 krónur fyrir utan flutningskostnað. Chicago Þessi járnlampi var gerður í Chicago- borg árið 1938 og minnir hann óneitanlega á myndina Metropolis eftir Fritz Lang. Þá var vin- sælt að hanna margs konar muni með framtíð- ina í huga og margt var í anda Art-Deco stílsins. Víkingaskip 4000 kr. Kannski að einhver gamall sjóari hafi haft þetta skip við sjónvarpið sitt? Skel 3200 kr. Þessi rómantíska skel myndi ef- laust sóma sér vel á baðherbergi, náttborði eða jafnvel ofan á sjónvarpi ef því er að skipta. NORM-X Heitir pottar www.normx.is Allir þekkja þá vellíðan sem fylgir því að leggjast í heita setlaug undir berum himni. Hvíla lúin bein, safna nýjum kröftum, rabba við vini og æt- tingja í notalegu umhverfi. Fyrsta flokks heitir pottar. Viðarkamínur á ótrúlega góðu verði www.normx.is Norm-x • Auðbrekku 6 • Kópavogi • Sími 565-8899.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.