blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 25.ÁGÚST 2006 blaöiö Afbrotamenn: Ástin besta úrræðið gegn afbrotum ■ Karlmenn brjóta oftar af sér en konur ■ Þeir róast með aldrinum ■ Átta af tíu á aldrinum fimmtán til fjörutíu blaðiö== Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Fíkniefnasmygl: Meö fíkniefni í Leifsstöð Ferðalangar voru teknir í Leifsstöð á mánudag fyrir smygl á fíkniefnum inn í landið. Sam- kvæmt fíkniefnalögreglu Reykja- víkur eru þeir í gæsluvarðhaldi. Ekki er gefið upp hversu margir eiga hlut að máli. Samkvæmt heimildum mun magnið vera talsvert. Garður: Trélistaverki stolið úr safni Trélistaverki var stolið úr húsi Byggðasafnsins í Garði og veitingastaðarins Flasarinnar í Garðinum á dögunum. Lögreglu var tilkynnt um ránið á miðvikudag. Verkið er eftir listamann- inn Björn Bjönsson og er um fjörutíu sentimetrar á hæð. Það er trélistaverk og er útskurður af þorski, ýsu og steinbíti. Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Karlmenn eru í miklum meirihluta þegar kemur að útgefnum ákærum samkvæmt ársskýrslu lögreglustjór- ans í Reykjavík fyrir árið 2005. Alls var höfðað mál á hendur 856 einstak- lingum á siðasta ári og þar af voru 742 karlar. Afbrotafræðingur segir tölurnar ekki koma á óvart og séu þær sambærilegar við það sem ger- ist í nágrannaríkjum okkar. Hann segir ástfangna karlmenn síður fremja afbrot. Munur milli kynja „Ef karlar myndu haga sér að öllu leyti eins og konur þá myndi af- brotum fækka,“ segir Erlendur Bald- ursson, afbrotafræðingur hjá Fang- elsismálastofnun. Hann segir enga eina skýringu vera til á því af hverju karlar virðast brjóta meira af sér en konur og bendir á að þær geti verið félagslegar jafnt sem líffræðilegar. „Konur fremja sjaldan kynferðis- brot, þær smygla minna en karlar og þær slá ekki menn í hausinn með kylfum. Það er bara munur á hegðun kynjanna. Kannski sem betur fer því ef konur væru eins og karlar þá væri miklu meira um ofbeldi í samfélaginu." Samkvæmt nýrri ársskýrslu lög- reglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2005 kemur fram að 87 prósent þeirra sem voru ákærðir á síðasta ári í umdæmi embættisins voru karlar. Alls var höfðað mál á hendur 856 og þar af voru 742 karlar og 114 konur. 1 skýrslunni kemur ennfremur fram að karlar á aldrinum 15 til 40 ára eru í miklum meirihluta þeirra sem voru ákærðir eða 79 prósent. Ákærum fækkar síðan jafnt og þétt í samræmi við hækkandi aldur. Ástin bjargar Erlendur segir margt valda því að ungir karlmenn brjóta frekar af sér en þeir sem eldri eru og nefnir m.a. spennufíkn. „Menn eru ungir og vit- lausir og tilbúnir að prófa alla hluti. Keyra fullir og keyra hratt. Það er spenna sem fylgir þessu.“ Að sögn Erlends hafa sambönd karla við konur róandi áhrif á þá með tilliti til spennufiknar. Það valdi svo því að þeir verða mun ólíklegri til að fremja afbrot. „Menn róast með aldr- inum. Verða ástfangnir og eignast börn. Þá verður spennufíknin mun minni hluti af lífinu. I raun má segja að ástin sé albesta úrræðið gegn afbrotum." Á förnum vegi Áttu gæludýr? Guðný T raustadóttir Nei, ekki núna. Ég hef átt nagdýr, hunda, ketti og fleira en læt börnin duga nú. Ragnar Páll Bjarnason, kerfisfræðingur Nei, það á ég ekki. Móey, Sóllilja og Fanney Já, við eigum kött. Hann heitir Rósi. Kristjana Kristjánsdóttir, nemi. Nei. Ég á mann og barn. Þau eru mín gæludýr. Kristbjörn Valdimarsson, nemi Ég á páfagauk, hund og tvo naggrísi. MÝR VAIJÍOSTIJR Á transportv%H toll■ og flutninysmiðlun ehf .4 f Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is tQgjQfobolurinn ÞasgilGgur gjafobolur som oinfoldor brjóstgjöfino Alóðumst Hamraborg 7 S: 564 1451 www.modurast.is Heiðsldrt LéttskýjaðiSB«Skýjað 23 Alskýjaðár- iRigning,litilsliáttar^~“Rlgnlngií^Siild “ - Snjókoma^~.-.! .fe. I Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Ortando Osló París Stokkhólmur Vfn Þórshöfn Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Býggt ð upplýsingum frá Veðurstofu (slands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.