blaðið - 25.08.2006, Side 6
6 I FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 blaðiö
Griðastaðurinn ísland:
FLÓTTAMENN Á ÍSLANDI
Eftir Höskuid Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Tæplega 250 flóttamenn hafa komið
hingað til lands á síðastliðnum
áratug samkvæmt upplýsingum
frá Útlendingastofu. Flestir þeirra
hafa kosið að búa áfram hér á landi
og sóst eftir ríkisborgararétti en
aðeins örfáir hafa snúið aftur til
heimalandsins. Að sögn formanns
nefndar um flóttafólk og hælisleit-
endur hafa þeir flóttamenn sem upp-
haflega voru staðsettir úti á landi
nær allir flutt á höfuðborgarsvæðið
eftir að aðlögunartima lauk.
Enginn eftir á ísafirði
„Alltþað flóttafólksem upphaflega
var sent til Blönduóss og ísafjarðar
er flutt til Reykjavíkur,“ segir Árni
Gunnarsson, formaður nefndar
um flóttafólk og hælisleitendur.
Nefndin er starfrækt á vegum félags-
málaráðuneytisins og hefur meðal
annars það hlutverk að leggja fram
tilllögur um móttöku flóttamanna
og hafa yfirumsjón með aðstoð eftir
komuna hingað til lands.
Upphaflega var reynt að dreifa
flóttamönnum um landið og var aug-
lýst sérstaklega eftir áhugasömum
sveitarfélögum til að taka á móti
Íieim. Þannig fóru 30 flóttamenn til
safjarðar árið 1996 og 23 til Blöndu-
óss tveimur árum seinna. Að sögn
Árna búa flestir þeirra núna á höf-
uðborgarsvæðinu og spjara sig vel.
,Það flytja nánast allir að lokum á
Ártal Fjöldi Þjóðerni
1996 30 Serbía/Króatía
1997 17 Serbía/Króatía
1998 23 Serbía/Króatía
1999 75 Kosovo/Albanía
2000 24 Serbía/Króatía
2001 23 Serbía/Króatía
2003 24 Serbía/Króatía
2005 31 Kólumbia/Serbía
höfuðborgarsvæðið með þeirri und-
antekningu að sá hópur sem fór til
Akureyrar býr ennþá þar.“
Frá árinu 1996 hafa 247 flótta-
menn komið hingað til lands og nær
allir þeirra frá fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu. Flestir þeirra hafa sest
hér að, að undanskildum 75 manna
hópi sem kom frá Kosovo árið 1999.
Um helmingur þeirra sneri aftur til
heimalandsins skömmu síðar.
í fyrrahaust kom svo 31 manns
hópur frá Kólumbíu og Kosovó
í tengslum við alþjóðlega flótta-
mannaverkefnið Konur í neyð.
Árni segir að nú sé í undirbún-
ingi að taka á móti nýjum flótta-
mannahópi á næsta ári. Hann segir
undirbúningsvinnunni ekki lokið
en verkefnið er unnið í samræmi
við ráðleggingar frá Alþjóðlegu
flóttamannastofnuninni. „Það er
of snemmt að segja hvaðan hópur-
inn mun koma og hversu stór hann
verður. Ef við fáum grænt ljós frá
fjárlaganefnd viljum við fara af stað
fljótlega í byrjun næsta árs, með
það fyrir augum að hópurinn geti
komið um mitt ár.“
Vilja vera hér á landi
Þórunn Júlíusdóttir, verkefnis-
stjóri hjá Rauða krossinum, segir
að mikili meirihluti flóttamanna
hafi áhuga á því að setjast hér að.
„Þeir sem komu hingað um síðustu
aidamót hafa verið að sækja um
ríkisborgararétt á undanförnum
mánuðum. Það virðast flestir hafa
áhuga á því að vera hérna áfram.“
Rauði krossinn, í samvinnu við
sveitarfélögin, heldur utan um verk-
efni sem aðstoðar flóttafólk við að
laga sig að íslensku samféiagi. Um
er að ræða eins árs aðlögunartíma
þar sem fólk fær meðal annars tæki-
færi til að læra íslensku og kynnast
landi og þjóð. „Fólk er tilbúið að
reyna að aðlagast íslensku samfé-
lagi og leggur sig mikið fram. f heild
hefur því gengið vel.“
Að sögn Þórunnar er fólk afar
fegið og þakklátt við komuna
hingað til lands. „Fólk er oft að flýja
erfiðar aðstæður og er fegið að vera
komið í öruggt skjól. Það hugsar um
börnin sín og sér að hérna geti þau
átt framtíð fyrir sér."
Flóttafólk flýr landsbyggðina
■ Straumurinn liggur á höfuðborgarsvæðið ■ Flestir kjósa að sækja um ríkisborgararétt
Gamla Lýsishúsið á Grandavegi
Hjúkrunarheimili mun rísa á reitnum.
Framkvæmdir í Reykjavík:
Lýsishúsið rifið
NiðurrifLýsishússinsáGrandavegi
í Vesturbæ Reykjavíkur stendur nú
yfir. Að sögn Eyjólfs Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra sölu og markaðs-
sviðs íslenskra aðalverktaka, gengur
verkið vel. „Lýsishússreiturinn er í
deiliskipulagi hjá borgaryfirvöldum
þessa dagana, en nýtt hjúkrunar-
heimili mun rísa á þessum stað. Þar
verða um 90 hjúkrunarrými, auk
rúmlega hundrað íbúða sem seldar
verða á frjálsum markaði.“
Hryðjuverk undirbúið í Þýskalandi:
Líbani grunaður
mbl.is Jihad Hamad, 19 ára Líb-
ani sem grunaður er um að
hafa átt aðild að ráðabruggi
um að fremja hryðjuverk í
tveimur farþegalestum í
Þýskalandi, er nú í haldi lög-
reglunnar í Líbanon.
Maðurinn var handtekinn
eftir ábendingu frá alþjóðalögregl-
unni Interpol í borginni Trípólí í
gærmorgun.
Hamad gaf sig fram við libönsk
yfirvöld og var fluttur í hryðju-
verkavarnamiðstöð ríkis-
ins í Beirút til yfirheyrslu.
Hamad er annar maður-
inn sem handtekinn hefur
verið í tengslum við rann-
sóknina á fyrirhuguðum
hryðjuverkum í síðasta mánuði.
Hinn er 21 árs nemi frá Líbanon, Yo-
ussef Mohamad el Hajdib, en hann
var handtekinn í Þýskalandi um
síðustu helgi.