blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 32
32 FÖS'TUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 blaðÍA Hafna gjaldi á byggingavörum Á heimasíðu neytendasamtak- anna, www.ns.is, kemurfram að samtökin sendu á dögunum umhverfisráðuneytinu umsögn um drög að frumvarpi um mann- virki. í þessum drögum er meðal annars gert ráð fyrir að komið verði á fót Byggingastofnun sem taka eigi við starfsemi nokk- urra stofnana. Drögin gera ráð fyrir að þessi stofnun verði að hluta fjármögnuð með gjaldtöku á byggingavörum. Neytendasamtökin eru því and- víg. í umsögn Neytendasamtak- anna er bent á að slík gjaldtaka muni leiða til hækkunar á verði byggingavara og að neyt- endur muni með hærra verði á þessum vörum bera þungann af kosxnaði við rekstur Bygginga- stofnunar. Hert á vernd neytenda írsk yfirvöld ætla í haust að herða mjög löggjöf um verslun og viðskipti. Markmiðið er að vernda hag neytenda. Hart verður tekið á 31 söluað- ferð, svo sem með bönnum og þungum refsingum. Þannig verður bannað að reka pýr- amídakerfi og þeir sem reyna að blekkja almenning með happdrættum mega eiga von á lögsókn og þungum refsingum. Þyngstu refsingar sem einstak- lingar geta átt von á nema hátt í tíu milljónum króna í sekt og tveggja ára fangelsisvist. Þá verður í löggjöfinni heimild til að loka þeim fyrirtækjum sem beita ólöglegum aðferðum til að svína á viðskiptavinum. Samþætting bankaþjónustu og trygginga Skaðlegt til lengdar BEÐIÐ í BANKA Allir bankarnir samtvinna fjármálaþjónustu og tryggingar. Það dregur beinlínis úr samkeppni og getur komið í bakið á neytend- um hvernig bankar sam- tvinna ólíka þjónustu og draga þannig úr líkum á að viðskipta- vinir fari með þjónustu sína annað. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og tekur undir með Páli Gunnari Páls- syni, forstjóra Samkeppniseftirlits- ins, sem sagði á fundi í fyrradag að gæta þyrfti varúðar þegar kemur að samtvinnun hjá bönkunum. Bankarnir bjóða allir upp á þjón- ustulínur þar sem er blandað saman bankaþjónustu og tryggingum. Séu viðskiptavinir með ákveðið magn bankaþjónustu og trygginga á ein- um stað bjóðast hagstæðari vextir og iðgjöld. Þetta segir Jóhannes hins vegar að geti reynst neytendum dýr- keypt til lengdar. „Það er alveg ljóst að svona sam- tvinnun á ýmsum þjónustuþáttum dregur úr hreyfanleika neytenda á markaðnum,” segir Jóhannes. „Það hversu lítill hreyfanleiki neytenda er á þessum markaði dregur að sjálf- sögðu úr því aðhaldi sem neytendur myndu kannski ella veita fjármála- markaðnum. Það má segja að þessi samtvinnun komi aftur í bakið á neytendum í formi minni sam- keppni en ella væri.” Sömu meginsamtvinnunina er að finna hjá öllum bönkunum. KB banki býður upp á Vöxt þar sem er að finna tryggingar frá VÍS auk bankaþjónustu KB banka. Glitnir býður Gullvild með tryggingum frá Sjóvá, Landsbankinn Vörðuna og tryggingar frá TM og loks er Spron Platínum með tryggingar frá Verði Islandstryggingu. Þó að bankarnir bjóði upp á sams konar þjónustu segir Jóhannes þetta geta komið í bakið á neytendum þar sem minni líkur eru á því en ella að þeir flytji viðskipti sín milli banka. ,Við vitum að þar sem minni sam- keppni er fyrir hendi keppa seljend- ur síður í verði. Þegar upp er staðið getur þetta komið í bakið á neytend- um.” Eitt af því sem Neytendasamtök- in vilja taka upp til að auka sam- keppni á bankamarkaði er að koma upp reikniforriti sem geri fólki kleift að bera saman gjöld og vexti hjá bönkunum. Jóhannes segir að í Danmörku hafi verið settur upp vef- ur þar sem fólk getur skoðað kostn- að og vexti sem bjóðast hjá hinum ýmsu bankastofnunum. Þannig geti fólk tiltölulega auðveldlega borið saman verð og gæði og ákveðið hvar það vill vera í viðskiptum. Svona kerfi vill Jóhannes koma upp hér. .Ástæðan er sú að þetta er nauðsyn- legt tæki. Þetta er mjög erfiður mark- aður fyrir neytendur að hafa yfirsýn yfir. Til að hafa yfirsýn á markaði þurfa neytendur að fá ákveðna að- stoð. Svona reikniforrit gæti hjálpað neytendum mjög.” eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO Sprengisandur Kópavogsbraut Óseyrarbraut 126,40 kr. 126,40 kr. 126,40 kr. öeGO Vatnagarðar Fellsmúli Salavegur 126,40 kr. 126,40 kr. 126,40 kr. Kvörtun vegna lélegrar þjónustu Allir lenda einhvern tíma í því að fá lélega þjónustu hjá fyrirtæki, hvort sem um er að ræða gallaðar vörur eða dónalegt viðmót starfs- fólks. Því miður treysta sér ekki allir til að kvarta við yfirmenn þegar þjón- ustan er léleg sem verður til þess að vandamálið er kannski aldrei lag- fært. Það er því mjög milcilvægt að láta vita ef þjónustunni er ábótavant og hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga. Vertu viss um að þekkja rétt þinn. Neytendasamtökin geta upplýst þig og eins finnast oft upplýsingar á heimasíðu þeirra sem og i dagblöð- um. Ekki fresta því að kvarta. Ef þú kvartar nokkrum dögum eftir atvik- ið þá lítur það út sem þetta hafi elcki truflað þig að ráði. Einnig gætirðu misst réttinn á að fá endurgreitt eða betra tilboð. Segðu viðmælanda þínum hvað tiú vilt en vertu sanngjörn/gjarn. hugaðu að gera málamiðlun, svo lengi sem hún er sanngjörn. Kvartaðu við yfirmann eða versl- unarstjóra en vertu kurteis en ákveð- in/n. Það er gagnslaust að öskra á al- mennan starfsmann ef hann hefur ekki völd til að aðstoða þig. Vertu einbeitt/ur og ekki láta af- sakanir yfirmannsins trufla þig. Ef kvörtunin ber ekki árangur skaltu ekki hika við að skrifa formlegt bréf til framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Gerðu afrit af bréfinu og hafðu sam- band við Neytendasamtökin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.