blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blaöift
Þjófnaður:
Sparibaukar
barna tæmdir
Aðfaranótt mánudags var brot-
ist inn í hús í Austurbæ Reykja-
víkur. Þjófurinn virtist svo illa
haldinn samkvæmt lögreglunni
að hann stal skiptimynt úr
baukum barna sem þar bjuggu
og fimm þúsund krónum sem
eitt barnið hafði safnað saman.
Einnig tók hann hljóðfæri.
Lögreglan vill koma því áleiðis
að maðurinn sýni sóma og skili
þó féi barnanna.
Fíkniefnasmygl:
Gæsluvarð-
hald framlengt
Gæsluvarðhald yfir Litháa
á fertugsaldrinum hefur verið
staðfest af Hæstarétti Islands.
Maðurinn var handtekinn á
Seyðisfirði í byrjun júlí þegar
hann reyndi að smygla tólf
kilóum af amfetamíni með Nor-
rænu. Félagi mannsins er einnig
í gæsluvarðhaldi. Rennur það út
6. október.
Falleg - sterk - náttúruleg
Suðurlandsbraut 10 r
Sfmi 533 5800 STROND
www.simnetis/strond Iw,
Skattar og launatengd gjöld innheimt af starfsmanni:
Greiðslurnar hafa ekki
skilað sér rétta leið
■ Skatturinn og lífeyrissjóðir hafa ekkert fengið ■ Hef hreinan skjöld ■ Algjörlega óverjandi
Forystumenn í verkalýðshreyfing-
unni vöruðu við því þegar lög um
frjálsa för starfsmanna frá átta
Austur-Evrópuríkjum voru sam-
þykkt, að afleiðinginyrði aukin svört
atvinnustarfsemi og að launþegar
nytu ekki fullra réttinda. Þetta segja
þeir að sé að koma í ljós núna. Mál
pólsks verkamanns sem vinnur hér á
landi ber keim af þessu. Hann segist
hafa unnið hér um nokkurra mána
skeið og að öll gjöld hafi verið dregin
af honum. Þau hafa ekki skilað sér á
leiðarenda.
Engin gögn til skattsins
Ríkisskattstjóri hefur engar
greiðslur fengið vegna starfsmanns-
ins. „Það er mjög óeðlilegt að engin
gögn hafi komið inn til okkar eftir
þetta langan tíma. Við sjáum það
strax hjá okkur að ekki hefur verið
staðið í skilum með staðgreiðslu
launa fyrir viðkomandi,“ segir starfs-
maður Ríkisskattstjóra sem varð
fyrir svörum um staðgreiðslu launa.
Yfirmaður mannanna, Sveinn
Ingvar Hilmarsson framkvæmda-
stjóri HB innflutninga, segir menn-
ina ekki í vinnu hjá fyrirtækinu en
vill ekki gefa upp hjá hvaða fyrirtæki
þeir starfa. Hann staðfesti þó að sex-
tán erlendir starfsmenn vinni undir
hans stjórn.
„Skilagreinarnar eru ekki búnar að
skila sér inn en þær fara inn í þessum
mánuði eða byrjun næsta mánaðar.
Þá munum við skila inn fyrir alla
okkar starfsmenn og það var alltaf
vitað hjá okkur. Það er enginn starfs-
maður búinn að vinna hjá mér í hálft
ár, sá sem hefur verið lengst er búinn
að vera í rúmt ár með hléum." segir
Sveinn Ingvar.
Stéttarfélagið
fær ekkert
„Viðkomandi '
launþegi er ekki
skráður hjá okkur
og hingað hafa engar
greiðslur borist fyrir stéttarfé-
lagsgjöldum," segir Guðmundur
Þ. Jónsson, sérffæðingur Efhngar í
kjaramálum.
„Fram til þessa hefur verið beðið
með allar skilagreinar, það er alveg
hárrétt. Við munum skila inn skila-
greinum fyrir alla okkar starfsmenn,"
segir Sveinn Ingvar.
„Hjá okkur er ekki neitt um
þennan starfsmann. Hann kemur
heldur ekki fram hjá neinum öðrum
lífeyrissjóði þannig að það eru engir
samningar í gildi við neinn lífeyris-
sjóð fyrir þennan starfsmann,“ segir
Hjördís Karlsdóttir, starfsmaður Hf-
eyrissjóðsins Gildi.
„Það eru flestallir starfsmenn mínir
komnir með samning við lífeyris-
sjóði. Nýjustu starfsmennirnir eru
ekki komnir með samning frá lífeyr-
issjóðnum. Þannig höfum við ekki
sent inn til samþykktar fyrir þá enn
þá. Hins vegar munu skilagreinarnar
fyrir lífeyrissjóðinn berast í lok mán-
aðarins eða byrjun næsta eins og ég
sagði,“ segir Sveinn Ingvar.
Hef hreinan skjöld
Sveinn Ingvar ítrekar að fyrirtækið
hafi ekkert óhreint í pokahorninu og
að á öllum málum séu skýringar.
„Það er ekki langt síðan allir starfs-
mennirnir voru færðir frá starfs-
mannaleigu yfir til okkar og við
erum að klára að ganga frá því hjá
okkur. Þá voru greiðslurnar flokk-
aðar sem verktakagreiðslur og því
engar greiðslur í lífeyrissjóð eða slíkt.
Ég tel mig ekki hafa verið að brjóta
á einum eða neinum,“ segir Sveinn
Ingvar.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki
hissa ef rétt reynist og telur þetta
mun algengara en almenningur geri
sér grein fýrir.
„Ef einhvern tímann er ástæða til
að fara út af örkinni og skoða þessi
mál þá er það núna. Þetta er einmitt
það sem ég óttaðist að væri í gangi
og það er skýlaus krafa um að menn
taki höndum saman. Það þarf að
fara í þá eftirlitsvinnu sem til þarf og
þá meina ég samstarf stéttarfélaga,
Vinnumálastofnunar og skattayfir-
valda," segir Vilhjálmur.
blaðiðH
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET
Kristjan L. Möller:
Vill strandsiglingar
Nauðsynlegt er að koma upp
einhverskonar strandsiglingum í
kringum landið á ný til að draga úr
þungaflutningum á þjóðvegum að
mati Kristjáns L. Möller, alþingis-
manns. Málið var tekið fyrir á fundi
samgöngunefndar í gær.
Að sögn Kristjáns valdaþungaflutn-
ingar miklum skemmdum áþjóðvega-
kerfinu auk þess að skapa hættu fyrir
aðra vegfarendur. Hann segir þó enn
ágreining innan nefndarinnar um
hvernig koma eigi á fót strandsigl-
ingum en sjálfum vill hann að ríkið
hlaupi undir bagga. „Strandsiglingar
verða boðnar út og svo bjóða skipafé-
lögin í pakkann. Þau segja einfaldlega
hvað þau vilja fá í meðgjöf frá ríkinu.
Þetta yrði svipað eins og með útboð á
ferjusiglingum eða á flugi út á land.“
Flugmálastjórn:
Stjóri lætur
af störfum
Þorgeir Pálsson, flugmála-
stjóri, hefur verið ráðinn
forstjóri Flugstoða, hlutafélags
í eigu hins
opinbera,
samkvæmt
tilkynningu
frá samgöngu-
ráðuneytinu.
í kjölfarið
lætur Þor-
geir af stöðu
flugmálastjóra.
Flugstoðir voru stofnaðar í
byrjun júlímánaðar en hlutverk
félagsins er einmitt að taka við
margs konar þjónustu sem Flug-
málastjórn íslands hefur haft
með höndum.