blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 9 Lögreglan: Ölvaðir á reiðhjólum Tveir menn voru handteknir í Reykjavík um helgina fyrir að vera ölvaðir á reiðhjólum. Lögreglan segir að mennirnir hafi einnig sýnt kyrrstæðum bílum óvenju mikinn áhuga. Bannað er að vera á reiðhjóli ölv- aður og liggur sekt við því. Auglýsingagerð: Naktir í auglýsingu Reykjavik Casting leitar nú að um þrjú hundruð manns sem tilbúnir eru að taka að sér auka- hlutverk í auglýsingu. Auglýsa á nýja línu af húðvörum, þar sem íslensk náttúra og fólk af öllum aldri, húðlit, stærð og gerð verða í aðalhlutverki. I tilkynningu fráReykjavik Casting kemur fram að allir leik- arar verði að vera hluti af náttúr- unni og því krafist að fólk verði nær nakið. Ivan Zacharias mun leikstýra auglýsingunni, en hann hefur meðal annars gert fjölda tónlistarmyndbanda og auglýsingar fyrir Pepsi, Levi’s og Sony Ericsson. Akranes: Trampolín skemmdi bíla Lögreglunni barst tilkynning klukkan fjögur þar síðustu nótt um trampolín sem skemmdi tvo bíla. Ástæðan mun vera sú að nokkur vindur var um nótt- ina og fauk trampolínið með fyrrgreindum afleiðingum. Bílarnir skemmdust lítillega en ástæða er að benda fólki á að tryggja trampólín í görðum fyrir haustið. England: Myrti son sinn 22 ára gömul kona frá Newc- astle á Englandi hefur játað að hafa myrt fjögurra mánaða gamlan son sinn af ásettu ráði þegar hún kveikti í íbúð sinni í fyrra. Drengurinn lést af reyk- eitrun og brunasárum en konan meiddist einnig talsvert 1 brun- anum. Geðlæknar sem báru vitni greindu frá því að konan hefði augljóslega verið verulega þjáð andlega eftir barnsburðinn og þykir því líklegt að hún verði vistuð á geðsjúkrahúsi. Leiðrétting: Röng mynd birtist af við- mælanda við umfjöllun um heyrnaskemmdir á heilsusíðu Blaðsins í gær. Myndin var af Friðriki Rúnari Guðmundssyni, en ekki Einari Sindrasyni sem rætt var við. Karr ekki fyrir barnsmorð ákærður: Játaði á sig morð sem hann framdi ekki Maðurinn sem segist hafa myrt fegurðarprinsessuna ungu, Jon- Benet Ramsey, verður ekki ákærður fyrir morð. DNA sem tekið var úr John Mark Karr passaði ekki við DNA-sýni sem tekið var af fötum stúlkunnar þegar hún lést. Karr verður hins vegar ekki látinn laus heldur verður hann framseldur til Kaliforníu-fylkis en þar hefur hann verið ákærður fyrir vörslu barnakláms. Ramsey fannst látin á heimili sínu í Colorado um jólin 1996. Hafði hún verið kyrkt en þegar hún fannst hafði verið límt fyrir munn hennar auk þess sem hún var höf- uðkúpubrotin. Þá fundust vísbend- ingar um kynferðislega misnotkun. Lögregla segir að DNA-sýnið hafi komið úr hvítum karlmanni en hefur enn ekki fundið þann seka. Karr var handtekinn eftir að hann hafði hringt margsinnis í háskólaprófessor við Colorado-há- skóla, Michael Tracey, og lýst fyrir honum morðunum. Tracey sagði Karr m.a. hafa sagt: „Ég vil tilbiðja John Mark Karr Karr sagðist sjá fyr- ir sér að Johnny Depp lóki sig í mynd um morðið á JonBenet Ramsey. litlar stúlkur eins og gyðjur, þannig er ég bara. Ég er enginn hommi, f Fegurðarprinsessa Morðið á Jon- Benet Ramsey vakti mikinn óhug um öll Bandaríkin. fjandinn hafi það. Ég laðast að litlum stelpum.“ Ijósmyndanámskeið 3ja daga (12 tímar) ■ 4ra daga (16 tímar) ■ PHOTOSHOP Á námskeiðinu er fariö i öll helstu atriði varðandi portrett myndatöku. Sýnt hvernig á að stilla upp Ijósum, nota Ijósmæli (flassmæli) nota mismunandi aukabúnað (softbox, regnhlífar, reflectors ofl.) Stilla rétt Ijósop, hraða og Ijóshita. Velja réttu linsuna ofl. Módel kemur í heimsókn og nemendur taka myndir með mismunandi lýsingu og verða myndirnar gagnrýndar. Verð kr. 15.900 23.- 24. sept.kl. 13 -18 Skráning og nánari upplýsingar Ijósmyndari.is s:898 39n FJARNÁMSKEIÐ Nemandinn fær sina eigin vefsiðu og hefur einn aðgang að henni. Á síðunni er mikill fróðleikur um stafræna Ijósmyndun (á íslensku), um 150 skýringarmyndir, töflur, teikningar ofl. Nemendur fá verkefni og krossapróf. Námskeiðið er 90 dagar. Nemendinn getur stundað námskeiðið hvar sem er á landinu, á þeim hraða sem honum hentar. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er. Verð kr. 11.500 Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sin fyrstu skref í Ijósmyndavinnslu og vilja geta breytt sínum myndum á ýmsa vegu. Nemendur þurfa að koma með fartölvu með uppsettu Photoshop forriti. Námskeið þetta er bæði verklegt og bóklegt og fá nemendur ýmis verkefni að glíma við. Hvert námskeið er 8 klst. Verð kr. 12.900 2. - 3. sept. kl. 13-17 28.- 29. okt. kl. 13-17 STÚDÍÓTAKA Námskeiðið er í skipt niður í 5 hluta: Myndavélin, myndatakan, tölvan, Ijósmyndastúdióið og Photoshop. Kennt er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 18-22. Hvert námskeið er 12 tímar. Fyrir byrjendur og lengra komna. Verð kr. 14.900 25. - 28. september 2.-5. október 9.-12. október 16. -19. október FARTÖLVUNÁM Fartölvunámskeiðið er sniðið að þörfum byrjenda og er farið rólega og skipulega í námsefnið. Markmið námskeiðsins er að kenna almenna tölvunotkun, þó mest með umsýslu Ijósmynda í huga. Sýnt m.a. hvernig færa á myndir úr myndavélum í tölvur, búa til möppur og skipuleggja myndasafnið, prenta myndir, senda myndir í tölvupósti og vista (geyma) myndir á hörðum diskum ofl. Námskeiðið hentar byrjendum á öllum aldri. Verð kr. 21.900 30. okt. - 2. nóv.kl, 18-22 alls 16 klst. AFSLÁTTARKORT Nemendurá námskeiðunum fá afsláttarkort sem gildir í nokkrum fyrirtækjum Námskeiðið er í skipt niður í 7 hluta: Myndavélin, myndatakan, tölvan, Ijósmyndastúdíóið, Photoshop, myndaverkefni ásamt gagnrýni og Movie Maker. Kennt er mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og þriðjudaga kl. 18-22. Hvert námskeið er 16 tímar. Þeir sem skrá sig á 4ra daga námskeið eiga þess kost að vinna sér inn gjafabréf á Photoshop námskeið, Verð kr. 19.900 11. -19. september MVNDATÖKUR Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ná meiri færni i myndatöku almennt. Nemendur fara i stutta gönguferð og taka myndir af ákveðnum verkefnum undir stjórn leiðbeinanda. Myndirnar verða svo sýndar og gagnrýndar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Kennd verða undirstöðuatriði í myndatöku og myndbyggingu. Gefin verða ýmis góð ráð varðandi myndatökur af fólki, landslagi, hlutum ofl. Einnig verður nemendum leiðbeint með val á linsum og ýmsum aukahlutum. Verð kr. 11.900 21.-22. okt. kl.13-17 GJAFABRÉF Gjafabréf á Ijósmyndanámskeið er tilvalin gjóf handa áhugaljósmyndaranum í vinanópnum eða fjölskyldunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.