blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blað'lA Lögreglan: Mikið um ölvunarakstur Fimmtán ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar við akstur í Reykjavík um helgina og er það svipað og hefur verið aðrar helgar í sumar. Lögreglan segir þetta ískyggi- legar tölur og vill draga úr þessu krabbameini umferðarinnar. Ölvunarakstur: Búa á barnum Pólsku félagarnir hafa starf- að hér á landi í hálft ár og búa í sambýli við Laugaveg ásamt tæplega þrjátíu öðr- um verkamönnum. Verkamenn frá Póllandi og Litháen deila húsnæði á Frakkastíg: Stöðvaður af samborgurum Vegfarendur gengu um helgina í störf lögreglunnar í Reykjavík og stöðvuðu mann sem ætlaði að keyra drukkinn. Maðurinn ætlaði að keyra á brott þegar nærstaddir gripu til sinna ráða og tóku bíllyklana af manninum. Fólkið sem stöðvaði manninn gerði lögreglu að þvi loknu viðvart um málið og kann lögreglan þeim miklar þakkir fyrir afskipti sína. Árekstur: Kranabíll eyði- lagði skyggni Kranabíll sem átti leið um bensínstöðina Skútuna á Akra- nesi rak kranann í skyggni sem er fyrir ofan bensindælurnar. Ökumaðurinn virðist ekki hafa áttað sig á því hversu hár kraninn var á bilnum. Skyggnið skemmdist töluvert samkvæmt lögreglunni á Akranesi. Búa á gömlum bar með yfirmanninum ■ Gott að búa á íslandi ■ Mega ekki drekka eftir miðnætti ■ Framkvæmdastjórinn býr á staðnum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Það er gott að búa á íslandi og landið er mjög fallegt,“ segir Ma- rek Traczyk, pólskur iðnaðarmaður, sem hefur búið hér á landi í hálft ár. Tveir félagar frá bænum Tczew í Póllandi komu hingað til lands 26. janúar og hafa starfað við járnbind- ingar hjá fyrirtækinu HB innflutn- ingur frá því þeir komu hingað. Félagarnir heita Marek Tracsyk og Robert Halama. Þeir búa ásamt fleiri iðnaðarmönnum frá Póllandi og Litháen í húsnæði við Frakkastíg 8, þar sem um árabil var að finna skemmtistaðinn LA Café. Þar hefur verið útbúið íbúðarhúsnæði þar sem tæplega þrjátíu verkamenn búa hverju sinni. Falleg náttúra Marek segist hafa ferðast víða um landið og að náttúran hér sé alveg einstök. „Ég hef auðvitað farið og skoðað Gullfoss og Geysi sem var rosalega fallegt. Síðan fór ég til Akureyrar og mér fannst umhverfið þar í kring mjög fallegt. Ég get alveg hugsað mér að búa lengi á Islandi," segir Marek. Robert tekur undir þau orð félaga síns og bætir við að í höfuðborginni sé líka gott að vera. „Mér finnst Reykjavík falleg borg og skemmtilegt mannlíf. Reyndar finnst mér dálítið dýrt að lifa hér og maturinn mjög dýr. Þar að auki kostar tóbakið margfalt það sem má finna heima hjá okkur,“ segir Robert. Mun betri laun Robert segist afla sér meiri tekna hér á landi en mögulegt er í Póllandi en því miður þá fari mikið af því í matarkostnað. „Fyrir sömu vinnu í Póllandi fengi ég um það bil 50.000 krónur en fæ núna 200.000, það munar heilmiklu og þeir sem eru með fjölskyldur heima geta sent peninga stundum til þeirra. Ég er ekki með fjölskyldu og því þarf ég bara að hugsa um sjálfan mig,“ segir Robert. Marek er fjölskyldumaður og á von á fjölskyldunni í heimsókn í næsta mánuði. „Ég hlakka rosalega til að fá fjöl- skylduna mína í heimsókn og sýna þeim landið. Það er aldrei að vita nema við setjumst hér að.“ Býrsjálfurástaðnum Sveinn Ingvar Hilmarsson, framkvæmdastjóri HB innflutn- inga, segir sambúðina hafa gengið vonum framar og sjálfur býr hann á staðnum með verkamönnunum. „Þetta byggist fyrst og fremst á því að hafa skýrar reglur. Áður fyrr voru starfsmenn mínir dreifðir um bæinn en þetta fyrirkomulag er miklu þægilegra. Hingað til hafa ekki komið upp stórvægileg vanda- mál en ég ákvað að best væri að flytja sjálfur þarna inn til að fylgja eftir reglunum á staðnum,“ segir Sveinn Ingvar. „Sú regla sem er mikilvægust er að áfengi er ekki leyft eftir miðnætti þvi það fer illa í menn. Brot á regl- unum þýðir það eitt að viðkomandi þarf að redda sér flugmiða heim. Það er ekki flóknara. Þessir menn eru hingað komnir til að vinna og við þurfum að hafa skýrar reglur varðandi félagslíf þeirra.“ Gámarof algengir „Ég tók þá ákvörðun að vera ekki að bjóða mönnum upp á gáma til að búa í, slíkt hefur verið of algengt hingað til. Þess í stað vil ég frekar hafa þetta vistlegt fyrir mennina,“ ségir Sveinn Ingvar. „Sameignin er þrifin hjá þeim tvisvar sinnum í viku og þeir hafa líka gervihnattadisk. Þarna er stórt eldhús og setustofa sem allir hafa að- gang að. Síðan er internetaðgangur líka. Öll gólfefni og annað þarna er glænýtt." LL naverslun fyrir stelpur STÆRRI VERSLUN 1 MEIRA URVAL FRÁBÆRT VERÐ www.sjonarholl.is 565-5970 javíkurvegur 22 220 Hafnarfírði Mikil rigning á Siglufirði: Sólarhringsvakt vegna úrhellis „Við erum með tæki í fjallinu til að halda vatnsrásum opnum til að stífla orsaki ekki að vatn flæði aftur inn í garða og hús,“ segir Sigurður Hlöðversson, bæjartæknifræðingur á Siglufirði. Mikil rigning hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa allir lækir í hlíðinni undir Hvanneyrarskál vaxið gífurlega. Aurskriða hljóp úr einum læknum i vatnsrás og stíflaði hana, rétt fyrir ofan snjóflóðagarð sem verið er að byggÍa- „Nú er verið að sjá til þess að vatnið fari réttar leiðir svo það flæði ekki yftr lóðir og garða og inn í hús,“ segir Sigurður, en vatn hafði flætt inn í hús við Hólaveg norður undir Hvanneyrará og tvö hús við Háveg sunnar í bænum. „Menn verða á sólarhringsvakt í viðbragðsstöðu og ■ Myntl/SlelngrlmuiKriitlnssm Hálfur á kafi Pað hefur hellirignt og sumir brugðið á leik íbleytunni. fylgjast með gang mála í hlíðinni. I hins vegar ráð fyrir áframhaldandi gær var þurrt að kalla, en við gerum úrkomu í dag,“ segir Sigurður.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.