blaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 blaöiö
Útgáfutónleikar verða á Stóra sviði
Borgarleikhússins þann 5. september
kl.20:00 og 22:00 og í Laugarborg,
Eyjafjarðarsveit 6. og 7. september
kl. 20:30.
í tilefni af 30 ára samstarfi Mannakorna
kemur út tónleikadiskurinn Ekki Dauðir
Enn þar sem öll bestu lög Mannakorna eru
á einum frábærum geisladisk í mögnuðum
útsetningum.
Upptökur voru gerðar í Salnum Kópavogi
þar sem þeir Pálmi og Magnús fengu til liðs
við sig valinkunna tónlistarmenn ásamt
fjögurra manna strengjasveit.
Sérstakur gestur á tónleikunum verður hin
unga og efnilega söngkona Hrund Ósk
Árnadóttir sem m.a. sigraði í söngvakeppni
framhaldsskólanna árið 2005 og söng
þjóðhátíðarlagið sem Magnús Eiríksson
samdi nú í ár.
í samvinnu vi3...
BORGARLEIKHUSIÐ
HÚSASMIDIAN
...ekkert mál
Atta manns hafa látist í umferðinni í ágúst:
Aldrei fleiri látist
í einum mánuði
Umferðardeild miður sín út af banaslysum
Jafnmargir látnir í umferðarslysum og allt síðasta ár
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net.
„Ég man ekki eftir öðru eins,“ segir
Árni Friðleifsson yfirlögreglu-
þjónn umferðardeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, um mikinn
fjölda banaslysa í ágústmánuði.
Hann segir þetta hafa tekið mik-
inn toll af umferðardeildinni og
segir starfsmönnum líða beinlínis
illa yfirþessu.
Síðast lést tvítug stúlka þegar
hún lenti í árekstri við sorpbíl.
Slysið átti sér stað á Eiðavegi
sem er skammt frá Egilsstöðum.
Áreksturinn mun hafa verið mjög
harður og höfnuðu báðar bifreiðar
utan vegar. Ökumaður sorpbifreið-
arinnar slapp öllu betur og án telj-
andi meiðsla.
Aldrei hafa verið jafnmörg bana-
slys og nú í ágúst. Átta manns
hafa látið lífið í sex banaslysum
en í október árið 1995 létust jafn-
margir í fimm banaslysum. Nítján
manns hafa látist í bílslysum það
sem af er ári. Á síðasta ári létust
19 einstaklingar í 16 banaslysum
Starfsmönnum
líóur illa
vegna bana
|-slysanna
Árni Friflleifsson
yfirlögregluþjónnum-
ferðardeildarlögregl-
unnar i Reykjavik
samkvæmt Umferðarstofu. Versta
slysahrina síðan mælingar hófust
var árið 1977 en þá létust 37 ein-
staklingar í 33 slysum allt árið.
Eftirtekarvert er að flest bana-
slys eiga sér stað í júní, ágúst og
október samkvæmt upplýsingum
Umferðarstofu. Engar haldbærar
skýringar eru á því hversvegna
slysin eru flest í þessum mán-
uðum en ökuskilyrði eru með
besta móti á þessum tíma þó
svo það geti verið mismunandi í
október. Þá er umferð líka mikil
á vegum úti.
Umferðarstófa byrjaði ekki að
skrásetja slys eftir mánuðum fyrr
en 1985. Rafræn skráning byrjaði
sama ár en skrásetning banaslysa
hófst upprunalega árið 19 66.
Stórslysamánuður Átta manns hafa
látist íbílslysum en það hefur aðeins
einu sinni áður gerst í Islandssögunni
Mynd/Frikki
Leikfangafyrirtæki hótar lögsóknum:
Lesbísk Barbie
Leikfangaframleiðandinn Mattel
hyggst lögsækja brasilískan lista-
mann fyrir að mála leikfangadúkk-
una Barbie í lesbískum athöfnum.
Karin Schwarz hefur sett upp sýn-
ingu á vinsælum bar í borginni
Curitiba og eru nokkrar myndir á
sýningunni af Barbie að láta vel að
kvenmanni.
Talsmaður Mattel sagði fyrirtækið
tilbúið að gefa Schwarz sólarhring
til að taka niður myndirnar en ann-
ars yrði gripið til aðgerða. Schwarz
segist hins vegar tilbúin að fara í
hart. „Mattel er að nota Barbie. Hún
er látin klæðast undirfötum, sýna á
sér magann, er með stór brjóst og á
m.a.s. kærasta," sagði Schwarz.
Talsmaður Mattel sagði hins
vegar: „Barbie er siðfáguð kona
og hún er ekki ánægð með að vera
sýnd sem eitthvað sem hún er ekki.
Umdeildar myndir Mattel vill ekki
sjá lesbíska Barbie né að aðrir sjái
myndiraf henni.
Við ætlum að fara í mál og vonandi
kennir það fólki lexíu. Barbie er 46
ára og á virðingu skilda!"
Dominosrán:
Þjófur
handtekinn
Lögreglan í Reykjavík handtók
tæplega tvítugan pilt í fyrradag
grunaðan um að hafa stolið
peningatösku sem pitsusendill af
Dominos var að fara með í banka.
Pilturinn játaði brotið á sig en var
búinn að eyða fénu á veitinga-
stöðum miðbæjarins.
Þjófnaður:
Rændi tólum
Á mánudaginn var tilkynnt
um innbrot í nýbyggingu en þar
hafði verkfærum verið stolið.
Lögreglan telur líklegt að atvikið
af átt sér stað um helgina síðustu.
Einnig kom upp mál þar sem gas-
kúti var stolið en það mun vera
þriðja tilfellið á örfáum dögum.