blaðið - 05.10.2006, Page 8
T FÓlK McCANN
8 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006
blaAiA
Hamas getur ekki stjórnað
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hvatti í gær uppreisnarmenn að vinna með Mahmoud
Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar. Hún
sagði að augljóst að Hamas gæti ekki stjórnað. Rice er
á ferð um Mið-Austurlönd til að endurvekja friðarferlið.
SRi LANKA
Tígrar tilbúnir til viðræðna
Leiðtogar tamilsku tígranna vilja hefja friöarvið-
ræður við stjórnvöld. Þrátt fyrir það varaði tals-
maður tígranna stjórnvöld við þvl að þeir muni
ekki virða voþnahléssamkomulagið frá 2002
verði hernaðaraðgerðum gegn þeim haldið áfram.
Abe freistar þess að bæta tengslin
Shinzo Abe, forsætisráðherra Jaþans, heimsækir ráðamenn í Kina
og Suður-Kóreu í næstu viku til að bæta tengsl ríkjanna. Þau hafa
beðið hnekki síðustu ár, meðal annars vegna heimsókna jaganskra
ráðamanna að minnismerki um þá sem féllu fyrir keisarann í seinni
heimsstyrjöld. Leiðtogar Jaþans og Kina hafa ekki fundað i fimm ár.
Stjórnvöld skera niður í skólamálum:
Ottast ryskingar
Ryanair:
Til íslands
næsta sumar
Otlit er fyrir að lággjaldaflug-
félagið Ryanair hefji áætlunar-
flug til Islands næsta sumar,
samkvæmt fréttabréfi Félags
íslenskra atvinnuflugmanna. Þar
kemur fram að Ryanair fljúgi
bæði frá Stansted-flugvelli f
London og frá Dublin á írlandi til
Keflavfkurflugvallar.
Ekki liggur fyrir hvað boðið
verður upp á margar ferðir i viku,
en Ryanair hefur lengi haft auga-
stað á íslandi til að bæta við þétt
áætlunarnet sitt. Ryanair flytur
nú um 35 milljónir farþega á ári á
um 380 flugleiðum milli 24 landa.
mbl.is Foreldrar mótmæla enn
fyrirhuguðum niðurskurði í skóla-
málum í Árósum og varna fólki inn-
göngu í leikskóla, en leikskólarnir
hafa verið lokaðir í þrjár vikur. Sund-
urlyndis gætir nú hjá foreldrum,
sem margir eru orðnir þreyttir á
því að geta ekki sent börn sín í dag-
vistun. Óttast yfirvöld í Árósum
að til ryskinga geti komið ef fram
fer sem horfir. Þetta kemur fram á
fréttavef Berlingske Tidende.
Rúmlega tuttugu þúsund manns
tóku þátt f mótmælaaðgerðum í
Danmörku í fyrradag til að mót-
mæla niðurskurðinum. Um tíu þús-
und, flestir þeirra kennarar, tóku
þátt í aðgerðum í Kaupmannahöfn
en önnur tíu þúsund mótmæltu í
Árósum.
Rasmussen á þingi Danska
ríkisstjórnin hefur ekki náð að
sefa mótmæli gegn niðurskurði í
velferðarmálum. Mynd/Reulers
meö Launavernd
Launavernd tryggir áframhaldandi tekjur fjölskyldunnar komi til
launamissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða örorku. Auk þess byggir
þú upp viðbótarlífeyrissparnað sem eykur fjárhagslegt sjálfstæði
þitt við starfslok. Uppfærðu launareikninginn þinn með Launavernd.
Komdu við í næsta útibui, haföu samband i sima 410 4000 eða
faröu á landsbanki.is og fáöu nánari upplýsingar.
Landsbankinn
[_I Banki allra landsmanna
Launavernd Landsbankans
FRÉTTAVIÐTAL
UMFERÐARÖRYGGI
■ Umferðastofa heldur
úti herferðinni Nú segjum
við stopp! Rétt tæplega 35
þúsund Islendingar hafa
skrifað undir yfirlýsingu
um betri hegðun í umfer-
ðinni. Tveir hafa látist frá því
átakinu var ýtt úr vör og því
alls 21 á árinu.
■ Haraldur Sigþórsson,
umferðarverkfræðingur
hjá Linuhönnun, gagnrýnir
átak í umferðaröryggi og
segir það ekki virka sé
þeim ekki fylgt eftir með
aðgerðum. Beita þurfi
hörðu eftirliti, sektum, að-
gæslu og bæta vegakerfið.
Áróður nær
gagnslaus
■ Viöhorf og hegðun ólík ■ Gæpamenn í umferðinni
Eftir Atla Isleifsson
atlii@bladid.net
„Umferðaráróður dugar ekki einn
og sér ef á að fækka alvarlegum
slysum í umferðinni,“ segir Fiar-
aldur Sigþórsson, umferðarverk-
fræðingur hjá Línuhönnun. „Menn
hafa ávallt haft tilhneigingu til að
fara auðveldu leiðina í umferðarör-
yggismálum og mikla oft fyrir sér
árangur hennar. Staðreyndin er
hins vegar sú að umferðaráróður
hefur lítið að segja, nema ef hann
er tengdur aðgerðum.“
Haraldur segir að niðurstöður
erlendra rannsókna bendi til þess
að erfitt hafi reynst að sjá einhvern
ávinning í áróðri. „Margir benda
þó á langtímaáhrifin, að áróðurinn
hafi áhrif þegar til lengri tíma er
litið. Aðrir benda á að væru upplýs-
ingar til almennings látnar fylgja
með einhverjum framkvæmdum á
vegakerfinu eða breytingum á um-
ferðarlögum, myndu þær gera eitt-
hvert gagn. Þannig næst árangur,
með því að upplýsa vegfarendur og
kenna þeim að hegða sér öðruvísi
við breyttar aðstæður."
Á íslandi hefur mikið verið um
umferðaráróður undanfarið og
segir Haraldur að gegndarlaus
áróður um að menn eigi að hegða
sér betur í umferðinni geri lítið
sem ekkert gegn. „Eitt er að breyta
viðhorfum fólks, en annað að
breyta hegðun þess. Menn
sem keyra of hratt vita vel að
þeir eru að keyra of hratt
og að það er stór-
hættulegt. Samt
'ry*>)k-
sem áður hegða þeir sér þannig.“
Haraldur segir að velta megi fyrir
sér, hve mikið gagn sé að almennri
upplýsingagjöf um augljósa hluti,
líkt og að menn eigi ekki að keyra
of hratt í umferðinni og að áfengi
og akstur fari ekki saman. „Allir
vita þessa hluti, en hegðunin breyt-
ist ekkert. í slíkum áróðri kemur
ekki fram neinn nýr fróðleikur sem
líklegur er til að breyta nokkru."
Haraldur segir að afvegfarendum
þá sé lítill hluti sem kalla mætti
umferðarglæpamenn. „Afskaplega
erfitt er að eiga við þennan hóp,
sérstaklega með áróðri og upplýs-
ingum. Það eru hinir sem fylgjast
með, reyna að læra af upplýsingum
og keyra hægar, auk þess að skrifa
undir Stoppl-umferðarátakið.
Þessi litli, harði kjarni brotamanna
er hins vegar ekkert að velta slíku
fyrir sér og ekki er hægt að ná til
hans nema helst með eftirliti og
háum sektum.“
Að sögn Haralds er þeim sem
reyna að fækka slysum með upplýs-
ingagjöf og áróðri ákveðin vorkunn.
„Það er ekki auðvelt viðfangsefni að
reyna að fá fólk til að breyta hegðun
sinni. Umferðarráð hefur undan-
farið reynt með áróðri sínum að
ná til unga fólksins en ég er ekki
viss um að það hafi tekist nógu vel.
Til að ná árangri og fá fólk til að
taka réttar ákvarðanir þýðir ekki
að margendurtaka sömu hlutina,
heldur þarf að beita hörðu eftir-
liti, sektum, aðgæslu og síðast
en ekki síst að bæta vega-
kerfið verulega.“
Umferðaráróður skilar ekki árangri
einn og sér Beita þarf hörðu eftirliti,
sektum, aðgæslu og bæta vegakerfið