blaðið - 05.10.2006, Síða 19
blaðið
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 19
Ábyrgð og ábyrgðarleysi fjölmiðla
Vald fjölmiðla skal ekki vanmeta.
En valdi fylgir ábyrgð. Ábyrgðin
felst í að segja fréttir sem eiga við
rök að styðjast og eru ekki til þess
eins fallnar að vekja viðbrögð og ala
á fordómum. Fyrirsögnin „íslend-
ingar reknir og útlendingar ráðnir"
sem birtist í Blaðinu 3. október síð-
astliðinn vakti sannarlega viðbrögð.
Átti hún við rök að styðjast? Ef ekki,
hver var þá tilgangurinn?
í umræddri frétt er vitnað í konu
sem segist hafa verið sagt upp
störfum ásamt eiginmanni sínum
og að útlendingar hafi verið ráðnir í
störfin. Framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins tjáir sig í fréttinni að hann telji
það starfsfólkinu sjálfu fyrir bestu
að hann tjái sig ekki um ástæður
uppsagnarinnar og segir jafnframt
ummæli starfsmanna vera algert
þvaður. „Óþolandi útlendingadekur“
Gott grín
Það var virkilega vel til fundið
hjá stjórnarandstöðunni að grínast
svolítið. Hláturinn lengir lífið segir
máltækið og þess vegna er rétt að
líta á það sem vel meint lýðheilsu-
átak fyrir þjóðina, þegar leiðtogar
stjórnarandstöðunnar komu saman
á blaðamannafundi til þess að segja
frá áformum sínum um samvinnu
í vetur.
Verst er að
þessi saga hefur
verið sögð áður og
brandarinn þess
vegna farinn að
lýjast dálitið.
Kaffisopinn í
Vesturbænum um
daginn reynd-
ist ekki meira
kærleiksmeðal en
svo að síðan hafa
stjórnarandstöðuflokkarnir staðið
uppi í hárinu hver á öðrum.
Einar Kristinn
Guðfinnsson
Þeir hafa rifist stanslaust og fram á
þennan dag um stóriðjumál. Vinstri
grænir hafa verið einstaklega and-
styggilegir við félaga sína í Samfylk-
ingunni og nuddað þeim endalaust
upp úr meintu stóriðjudekri og tvö-
feldni í afstöðu sinni. Fyrir vikið hafa
Samfylkingarmenn svarað fyrir sig
með harkalegum hætti, sem telst eðli-
legt þegar svo illskeyttri gagnrýni er
að þeim beint.
Og ekki tók betra við þegar út-
spilið mikla um lækkun matarverðs
var kunngert. Formaður VG sparaði
ekki hin breiðu spjótin þar og gerði
lítið úr þessu máli Samfylkingar-
innar sem greinilega átti að verða
veiðilegt agn á kosningavetri.
Og nú síðast fer fram einstaklega
harkaleg deila á síðum dagblaðanna
vegna þess að sá mikilhæfi bæjar-
stjóri, Halldór Halldórsson á ísafirði,
bar Smára Geirsson á Neskaupstað
ofurliði í formannskosningum á
þingi Sambands sveitarfélaga. Þau
svikabrigsl sem nú ganga á milli Sam-
fylkingarinnar og Vinstri grænna í
kjölfarið eru einkar eftirtektarverð
og verða seint talin til tákna um
elskusamlega pólitíska sambúð.
Á svona alvörutímum í sambúð
vinstri aflanna fer því vel á, að settur
sé á svið einhvers konar pólitískur
kabarett, þar sem þeir sem hafa
glímt harkalegast láti eins og þeir
séu vinir. Og það mega leikararnir í
stjórnarandstöðuflokkunum eiga að
þeir kunnu rulluna sina; þeir léku vel.
Svo vel að maður gat næstum trúað
að þetta væri sagt í alvöru.
Og þannig er það einmitt í góðu
leikverki. En svo vitum við líka að
þegar tjöldin falla tekur raunveruleik-
inn við. Og hann er bara sá sem við
höfum séð birtast okkur í sambúð-
inni eins og hún er í alvörunni; ekki
á generalprufunni sem við fengum
að sjá á dögunum.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
er haft eftir formanni Starfsgreina-
sambandsins i undirfyrirsögn. Við-
brögðin létu ekki á sér standa. 1 út-
varpinu spruttu fram umræður um
efni greinarinnar. En var hún sönn?
„Já, ég sagði upp starfsmönnum, en
ég réð engan í staðinn!" var svar
framkvæmdastjóra umrædds fyrir-
tækis þegar við inntum hann eftir
staðreyndum málsins.
Atvinnuleysi er í sögulegu lág-
marki, 1,2 prósent. ísland er hluti af
Evrópska efnahagssvæðinu og er því
hluti af sameiginlegu vinnusvæði
sem telur 450 milljónir íbúa. Víst er
að mikið vatn hefur runnið til sjávar
á fáeinum áratugum hjá eins ungri
þjóð og ísland er. Það eru ekki nema
fáeinir áratugir síðan hingað kom
erlent fólk til búsetu og 12 ár síðan ís-
land gerðist aðili að EES. Sjálfstæðis-
barátta Islands markaði sterka þjóð-
erniskennd meðal Islendinga og því
ærin ástæða að vanda og huga vel að
breyttri þjóðfélagsgerð.
Nú ríkir eitt mesta hagvaxtar-
skeið í sögu þjóðarinnar. Til þess að
það hafi orðið að veruleika höfum
við þurft að auglýsa eftir starfsfólki
erlendis til að starfa til dæmis við
fiskvinnslu, iðnað og þjónustu. En
talið er að erlendir ríkisborgarar
hafi mannað fjórða hvert starf sem
orðið hafi til á íslenskum vinnu-
markaði á árunum 1998-2001. Án
þess vinnuáfls hefði þetta hagvaxtar-
skeið aldrei orðið að veruleika. Þrátt
fyrir að erlendum ríkisborgurum
hafi fjölgað mikið undanfarin ár er
enn skortur á vinnuafli. En að því
er fram kom á ráðstefnu Eures, EES-
vinnumiðlunar, sem haldin var síð-
astliðinn föstudag skortir enn um
4000 manns til að sinna eftirspurn.
Orðaleppar
um útlendinga
vekja áhyggjur
Helga Ólafs
Ölum ekki á
fordómum og
sýnum ábyrgð
Einar Skulason
Aðlögun innflytjenda að íslensku
samfélagi er málaflokkur sem hefur
orðið fyrirferðarmeiri í þjóðfélags-
umræðunni. Við fögnum þeirri um-
ræðu en hún þarf að vera á rökum
reist og málefnaleg. ölum ekki á for-
dómum - sýnum ábyrgð og reynum
frekar að tryggja jafnrétti á vinnu-
markaði og berum virðingu hvert
fyrir öðru.
Einar er framkvæmdastjóri Alþjóðahúss og
Helga upplýsingafulltrúi þess.
5. - 8. október
ÚR KJÖTBORÐI
Lamba Svið kr. 549 kg.
Lambahjörtu kr. 359 kg.
Lambalifur kr. 238 kg.
Lamba nýru kr. 99 kg.
Lattu kjötiönaðarmenn okkar ráðtegqja þér!
». ▲ kiúklinai
Grillaður
kjúklingur,
franskar og
2 I. Coke
HARIBO SPORT MIX
fylgir frítt með í kaupbæti
þegar þú kaupir 2ia lítra
PEPSI MAX
&