blaðið - 12.10.2006, Page 2
2 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006
blaðiö
VEÐRIÐ I DAG
Rok og rigning
Austan 5 tll 13 metrar á sekúndu og
úrkomulítið en hvessir sunnanlands um
hádegisbil og byrjar að rigna. Hiti 4 til 13
stig, hlýjast norðanlands.
ÁMORGUN
Vætutíð
Suðaustlæg átt og rigning með
köflum, síst þó norðanlands.
Milt veður og hægur vindur.
VÍÐAUM HEIM |
Algarve 22
Amsterdam 16
Barcelona 20
Berlín 17
Chicago 2
Dublln 15
Frankfurt 17
Glasgow 15
Hamborg 17
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 16
London 17
Madrid 17
Montreal 15
New York 18
Orlando 20
Osló 11
Palma 22
París 16
Stokkhólmur 13
Þórshöfn 12
Félagsmálaráðherra:
Ætlar ekki að
hækka bætur
Grunnfjárhæð húsaleigubóta
mun ekki verða hækkuð nema
í sátt við sveitarfélögin að
sögn Magnúsar Stefánssonar
félagsmálaráðherra. Þetta kom
fram í svari
ráðherra við
fyrirspurn
Jóhönnu Sig-
urðardóttur
þingmanns
um húsa-
leigubætur á
Alþingi í gær.
Hann telur
ólíklegt að farið verði í hækk-
anir á næstunni.
Fram kom í máli Jóhönnu að
á sama tíma og húsaleiga hefur
hækkað hefur grunnfjárhæð
húsaleigubóta staðið í stað síðan
árið 2000.
Ráðherra benti á að fyrir
þremur árum hefðu húsaleigu-
bætur verið undanskildar
tekjuskatti sem hafi skilað sér í
verulegri búbót fyrir bótaþega.
Bretland:
Styður slæðu-
bann í skólum
Bill Rammell, sem fer með
mál æðri skólastiga í ríkisstjórn
Tonys Blairs, sagði í gær að
hann styddi
þá háskóla
sem banna
múslímskum
konum að
hylja andlit
sitt í kennslu-
stofum. Á
dögunum
bannaði Im-
perial-háskólinn í Lundúnum
slíkan klæðnað. Rammell segir
ákvörðun stjórnenda skólans
hafa verið tekna vegna þess
að sumum prófessorum þótti
„óþægilegt” að kenna nemendum
sem klæddu sig á þennan hátt
og hann hefði fullan skilning á
banninu.
Deilur um höfuðslæður
múslímskra kvenna hafa verið
áberandi að undanförnu í Bret-
landi. Ölíkt mörgum öðrum
ríkjum í Evrópu gilda þar engar
reglur um slíkan klæðnað á opin-
berum stöðum.
Maður dæmdur fyrir hrikalega nauðgun og líkamsárásir:
íbúðin útötuð blóði
■ íbúðin útötuð í blóði ■ Engar málsbætur
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Jón Pétursson, fyrrverandi fast-
eignasali, var í gær dæmdur til fimm
ára óskilorðsbundinnar fangelsis-
vistar fyrir hrottafengna nauðgun,
frelsissviptingu og Iíkamsárásir. í
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir
meðal annars að Jón eigi sér engar
málsbætur en sjálfur hefur hann
haldið fram sakleysi sínu.
Árás Jóns á fórnarlamb sitt þykir
með eindæmum hrottafengin og
þykir það hafa orðið konunni til
happs að hún gat sent vini sínum
smáskilaboð úr farsíma. Hann kall-
aði á lögregluna sem kom konunni
til bjargar.
Jón hélt konunni fanginni á heim-
ili sínu í Grafarvoginum frá fimm
að næturlagi til hádegis næsta dag.
Á þeim tíma nauðgaði Jón konunni
þrívegis og misþyrmdi henni allan
tímann. Auk nauðgunar og frelsis-
sviptingar var hann fundinn sekur
um að hafa skellt andliti konunnar
í gólfið og dregið hana á hárinu um
íbúðina. Þá er hann dæmdur fyrir að
hafa reynt að kæfa hana með kodda.
Veifaði eftir hjálp
Lögreglumenn komu konunni til
bjargar þegar þeir komu að heim-
ili Jóns þennan dag í febrúar þegar
hann nauðgaði konunni og mis-
þyrmdi. Lögreglumennirnir sáu
fórnarlamb Jóns veifa út um glugg-
ann og biðja þannig um hjálp. Lög-
reglumennirnir bönkuðu hjá Jóni
en í fyrstu kom enginn til dyra. Kon-
unni tókst þó að opna dyrnar og þá
blöstu hræðilegar aðstæður við lög-
regluþjónunurp, Ibúðin var öll ötuð
út í blóði eftir að Jón hafði nauðgað
henni ítrekað og misþyrmt meðan
hann hélt henni fanginni heima
hjá sér. Talið er að skilaboðin sem
hún sendi vini sínum kunni að hafa
orðið konunni til lífs.
Það er ekki einungis árásin
hrottafengna í febrúar sem Jón var
dæmdur fyrir í gær. Hann var jafn-
framt dæmdur fyrir hrottafengna
árás á fyrrum sambýliskonu sína
í ágúst á síðasta ári. Þá kom hann
á heimili sem konan vann við að
ræsta og var barn hjónanna sem
þar bjuggu einnig heima. Jón rudd-
ist inn á heimilið og réðst á fyrrum
konu sína. Hún hrópaði á barnið að
sækja hjálp á meðan Jón misþyrmdi
henni. Barnið hljóp upp á aðra hæð
hússins og fór út um þakglugga í
skelfingu.
Konan hlaut margvísleg meiðsl
af árásinni, barninu var verulega
brugðið og átti erfitt með að ná sér
eftir atburðinn.
Hótaði fórnarlambinu
Eftir afbrotin sendi Jón nauðgun-
arfórnarlambinu ítrekað hrikaleg
skilaboð þar sem hann kallaði hana
hóru og ásakaði hana um að vera
með svarta sál.
Jón hefur margsinnis komist i kast
við lögin vegna ölvunaraksturs.
Auk fimm ára fangelsisvistar þarf
Jón að greiða skaðabætur. Hann á
að greiða nauðgunarfórnarlambinu
eina milljón og 200 þúsund krónur
og fyrrum sambýliskonu sinni 800
þúsund.
Frakkland:
Mannskætt
lestarslys
á ferð rákust saman í norð-
austurhluta Frakklands í gær
með þeim afleiðingum að að
minnsta kosti tíu létust og tíu
aðrir slösuðust. Farþegalestin
var á leið frá Lúxemborg til
frönsku borgarinnar Nancy
þegar slysið átti sér stað.
Viðgerð stóð yfir á hluta af lestar-
brautinni sem hún ók á og því
þurfti hún að skipta yfir á aðra
braut en á henni kom flutninga-
lestin úr gagnstæðri átt.
Fleiri en hqndrað hjálpar-
starfsmenn \ >ru kallaðir á vett-
vangogbráð birgðasjúkrahús
VSf Sett UDD J Vetfvanfii c1xrccír»c
Önundarfjörður:
íslensk börn
í miriiihluta
Tveir af hverjum þremur
nemendum í Grunnskóla
Önundarfjarðar eru af erlendu
bergi brotnir eða um 66 prósent.
Þetta kemur fram á fréttavef
vestfirska fréttablaðsins Bæjar-
ins besta. Alls eru 38 grunnskóla-
nemendur í Önundarfirði og þar
af 25 þar sem annað eða báðir
foreldrarnir eru nýbúar.
Alls eru 643 grunnskólanem-
endur í grunnskólum ísafjarð-
arbaejar og þar af 54 af erlendu
bergi brotnir eða um 8,3 prósent.
Vél: Benz 3,0 t CRD.
Eyðsla: 10,2 í blönduðum akstri,
Allur fáanlegur búna&ur í Evrópu innifalinn í
verði. Þrír litir til á lager. Svartur, silfur og
dökkgrár.
Sýningarbíll á stabnum. Verft: 5.790 þús.
www.sparibiff.is
Skúlagötu 17
Sími: 577 3344
Rússneskir sendiráösmenn verða oft fyrir drykkjulátum:
Ottast um öryggi sitt
„í júní síðastliðnum var stolið núm-
eraplötu af bíl sendiráðsins,“ segir
Yuri V. Ivanov, sendiráðunautur
rússneska sendiráðsins, og tekur til
marks um tíð drykkjulæti sem bitna
á sendiráðinu og starfsmönnum
þess.
Þrír piltar stálu þjóðfána sendi-
ráðsins um síðustu helgi. Piltarnir
skiluðu honum fljótlega og báðust
afsökunar á hegðun sinni. Sendi-
ráðið hyggst sennilega ekki draga
kæruna til baka.
Viðurlög við að vanvirða fána ann-
arrar þjóðar á þennan hátt eru allt
að sex ára fangelsi en það eru sömu
viðurlög og ef einhver er kærður
fyrir þjófnað.
„Við höfum áhyggjur af öryggi
sendiráðsins," segir Yuri en bætir
við að það sé líka hluti af starfinu að Þetta er ekki fyrsti fánastuld-
huga að örygginu. Hann segir tím- urinn hjá Rússunum. Tveir ungir
ana viðsjárverða þó svo hann óttist menn stálu fána fyrir rúmum
ekki hryðjuverk á Islandi. þremur árum en náðust aldrei.