blaðið - 12.10.2006, Side 9

blaðið - 12.10.2006, Side 9
blaðið FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 9 Ráðherra í vanda: Borgaði ekki afnotagjöldin Cecilia Stegö Chiló, nýr menn- ingarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur ekki borgað afnotagjöld sænska ríkissjónvarpsins í sex- tán ár. Margir krefjast afsagnar ráðherrans vegna málsins. Stegö Chiló segir málið óheppilegt, en segist ekki ætla að víkja. Stegö Chiló tók við ráðherra- embættinu í síðustu viku og varð þar með æðsti yfirmaður sænska ríkissjónvarpsins. í ljós hefur komið að fyrst fimm dögum áður en hún tók við embættinu skráði eiginmaður hennar sjónvarp fjölskyldunnar og hóf að greiða afnotagjöld. í gær fréttist svo að annar ráðherra væri nýbúinn að skrá sjónvarpstæki sitt og sá þriðji ekki skráður fyrir sjónvarpi. Austurland: Nýtt vikublað á markað Austurlandið, nýtt frétta- og auglýsingablað, kemur í fyrsta skipti út á fimmtudag í næstu viku. Blaðinu verður dreift vikulega frítt inn á heimili á Austurlandi og kostað með auglýsingum. I blaðinu verður sagt frá almennum fréttum úr fjórð- ungnum, fjallað um mál líðandi stundar, menningu, íþróttir, pólitík og fleira. Utgefandi blaðs- ins er íslensk fréttablöð ehf. sem rekur meðal annars fréttavefinn austurlandid.is. Mjanmar og Taíland: Mestu flóðin í ellefu ár mbl.is Mikil flóð herja nú á íbúa Mjanmars og Taílands, þau verstu í ellefu ár. Mikið mann- og eignatjón hefur orðið í lönd- unum, í það minnsta 13 látnir í Mjanmar og 39 á Taílandi. Chao Phraya-áin flæðir yfir bakka sína og inn í borgina Bangkok þar sem 10 milljónir manna búa. Yfirvöld hafa reynt að hemja flóðin með því að reisa flóðavarnir úr sandpokum og steypu við árbakkana og reynt að beina straumnum að hrís- grjónaökrum fyrir utan borgina. Flóðavarnarstöðin í Bangkok segir ekki líklegt að frekari flóð verði á næstu dögum en fólk hefur víða vaðið vatn upp í hné og farið um á bátum. Ósáttur við lélegan þjóðveg: Vill malbika moldarflag „Ég get nú ekki séð í fljótu bragði að þessi vegur ógni stöðugleika efna- hags á íslandi,“ segir Sveinn Arnars- son, frambjóðandi í Norðausturkjör- dæmi, en hann býður sig fram til 3. sætis hjá Samfylkingunni. Hann furðar sig á því að þeir tveir vegar- kaflar á þjóðvegi eitt sem eigi eftir að malbika skuli einmitt vera í Norð- austurkjördæmi. Annar kaflinn er um sjö kílómetra langur og er á milli Egilsstaða og Mývatns en hinn mun vera inni í Skriðdal. Nokkurrar óánægju gætir á meðal íbúa á svæð- inu vegna vegarins. „Það er náttúrlega til skammar að báðir kaflarnir skuli vera í þessu kjördæmi," segir Sveinn steinhissa og spyr í hvaða skrifstofuleikjum sitjandi þingmenn kjördæmisins hafi eiginlega verið á kjörtímabilinu. Hann segir að samgöngur á svæðinu séu ekki í takt við þær framkvæmdir sem hafa verið á svæðinu hingað til. Samgöngumálaráðherra frestaði á dögunum mörgum úrbótum á vegakerfi Islands og þar á meðal að malbika þessa kafla. Sveinn segir vegarkaflana ekki beinlínis ógna þjóðarörygginu en þeir geta ógnað öryggi þeirra sem um hann fara og þá sérstaklega ef fólksbílar mæta þungaflutningabílum. „Það versta er að vegurinn er ekki einu sinni malarvegur heldur er hann beinlínis úr mold,“ segir Sveinn sem þykir heldur skrýtið að samgöngu- málaráðherra geti ekki séð að sér og malbikað þennan kafla. Ómalbikaður þjóðvegur Undarlegt að einu ómalbikuðu þjóðvegarkafl- arnir skuli vera í Norðausturkjör- dæmi að mati Sveins Arnarssonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar Umboösmenn um land allt: Hðldur hf„ Akureyrt, slml 461 6020 • HEKLA, Borgamesl, slmi 437 2100 • HEKLA, Isafirði, simi 456 4666 I HEKLA, Laugavegi 172-174, slml 590 5000 HEKLA, Reyöarflrðl, slml 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossl, slml 482 1416 | www.hekla.is, heklaOhekla.is www.volkswagen.xs Volkswagen kann þá list að sameina ósamrýmanlega kosti. Volkswagen Polo er gott dæmi, nettur og lipur en á sama tíma sterkur og traustur. Þannig nýtist hann fullkomlega við ljölbreyttar íslenskar aðstæður, í borgarumferðinni og á vegum úti, hvað sem á dynur. Vetrardekk fylgja öllum nýjum Polo-bílum í október. Verd frá adeins 1.490.000 kr. eöa 15.535 kr. á mánuöi m.v. 30% útborgun og bílasamning SP Fjármögnunar til 84 mánaða.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.