blaðið


blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 22

blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 22
30 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 blaöiö HVAÐ FINNST ÞÉR? Tókstu flugið þegar fréttirnar bárust? Já, verulega hátt. Nú tökum við flugið og folk@bl3Ciid.n0t bregðumá ieik. Elliði Vignisson, bæjnrstjóri í Vestmannaeyjum í gaer var gengið frá samningi milli samgönguyfirvalda og Flugfélags fslands um áætlunarflug milli Reykjavikur og Eyja. Flug til Eyja hefur legið niðri frá 25. september, en hefst aftur á mánudaginn. HEYRST HEFUR... að er í nógu að snúast hjá Ein- ari Erni Benediktssyni, Cur- ver og félögum í hljómsveitinni Ghostigital þessa dagana en nú stendur tónleika- ferð þeirra um Bandaríkin sem hæst. Tilgangur ferðarinnar er öðrum þræði að kynna nýja plötu sveitarinnar In Cod We Trust fyrir amerískum tónlistarunnendum. Hljóm- sveitin fer úr einni borg í aðra og leikur á einum nítján tónleikum á rúmum þremur vikum og verða síðustu tónleikarnir í Brooklyn i New York þann 17. október. Strákarnir fá þó ekki frí eftir að ferðinni lýkur því að þeir taka þátt í Iceland Airwaves- hátíðinni þremur dögum síðar. Þar munu þeir sjá um sérstakt kvöld sem tileinkað verður til- raunakenndri raftónlist þar sem fram koma auk þeirra Biogen, Stilluppsteypa og bandaríski tónlistarmaðurinn Otto von Schirach. Ghostigital er ekki eina ís- lenska hljómsveitin sem er á faraldsfæti erlendis um þessar mundir því að stúlknakvar- tettinn Amiina leggur í næstu viku upp í tónleikaferða- lag um Evrópu. Hljómsveitin er líklega þekktust fyrir samstarf sitt við piltana í Sigur Rós en hún hefur leikið með þeim vítt óg breitt um heiminn á undanförnum árum og eru þær stöllur því ekki óvanar löngum ferðalögum á framandi slóðum. Amiina mun leika í París, Brus- sel, London og í Madríd. Stuttu síðar tekur við tónleikaferð um Bandaríkin en ekki liggur fyrir hvar þær koma fram þar í landi. Tilgangur ferðarinnar er að kynna smáskífuna Seoul sem kemur út á næstunni en einnig er von á breiðskífu frá stúlk- unum. Upptökum á plötunni er nýlokið og er von á gripnum í verslanir snemma á næsta ári. Eins og heima Sigurði G. Tómassyni líður alltaf eins og heima hjá sér fyrir fram- an hljóðnemann og kann því Ijómandi vel við að vera kominn aftur í útvarpið. Útvarpið merkilegri miðill en sjónvarp Rödd Sigurðar G. Tómassonar er farin að hljóma á öldum ljósvakans á ný en þessi gamalreyndi útvarps- maður sér nú um viðtalsþátt og símatíma á morgnana á Utvarpi Sögu. „Mér líður alltaf ejns og heima hjá mér fyrir framan hljóðnem- ann þannig að ég kann ljómandi vel við að vera kominn aftur í út- varp,“ segir Sigurður sem leggur meðal annars áherslu á umfjöllun um stjórnmál og fréttatengt efni í þáttum sínum. „Vikulega kemur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur til mín og það er náttúrlega alltaf gaman að því. Hann hefur sínar skoðanir og við spjöllum um heima og geima, fréttir, erlenda og innlenda pólitík, efnahagsmál og allt mögulegt. Það er alltaf gaman að fá Guðmund og þá er tíminn jafnvel of stuttur," segir Sigurður. Tekur aldrei viðtöl óundirbúinn Þegar Sigurður er spurður hvort hann hafi aldrei lent í erfiðum við- mælendum segir hann að það hljóti að hafa komið fyrir þó að hann muni eiginlega ekkert eftir því. „Ég er nú búinn að vera svo lengi í þessu og það er nú einhvern veg- inn þannig að fólki líður sæmilega hjá mér og þá er enginn viðmæl- andi erfiður.” Sigurður segist alltaf reyna að setja sig inn í það sem hann ætlar að fjalla um og hefur aldrei tekið viðtal óundirbúinn. „Ég er ein- dregið þeirrar skoðunar að það þýði ekkert annað en að vita eitt- hvað um það sem maður er að fara að tala um. Maður getur ekki gert þetta af viti án þess að setja sig inn í það,“ segir Sigurður. Voðalegur beturviti Sigurði hefur ekki orðið orða vant í útvarpi og hann á jafnvel til að tala fyrir viðmælendur sína. ,Ég er nú voðalegur beturviti eða ,besserwisser“ og ég hef reynt að venja mig af því á seinni tímum að botna setningar fyrir fólk og vita allt betur. Ég er að reyna að leyfa fólki að segja sjálft það sem það ætlar að segja.“ Sigurði finnst ýmislegt ágætt í íslensku útvapi nú um stundir en telur þó að útvarpið sé vanrækt á kostnað sjónvarpsins og að menn geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þess. „Það er að mínu viti alltof mikið lagt upp úr sjónvarpi og einhverri stjörnudýrkun. Þar fer ansi mikið eftir útlitinu. Það er alveg sama þó að fólk viti nánast ekkert í sinn haus en ef það lítur þokkalega út þá eru því boðin kauphallarforstjóra- laun fyrir að brosa og tala tóma steypu fyrir framan áhorfendur," segir Sigurður. „Ég er kannski ekki alveg hlut- laus í þessum efnum en mér finnst útvarpið miklu merkilegri miðill en sjónvarp. Það er kannski vegna þess að sjónvarp skilur ekkert eftir handa neytandanum nema lyktar- skynið. Að öðru leyti fyllir það öll skilningarvit. Það er ekkert pláss fyrir neitt annað,“ segir Sigurður G. Tómasson að lokum. SU DOKU talnaþraut 7 6 8 2 5 9 3 4 1 1 4 2 6 3 7 9 5 8 9 3 5 1 4 8 6 2 7 8 5 3 9 6 2 1 7 4 4 9 1 7 8 5 2 3 6 6 2 7 3 1 4 5 8 9 2 8 6 4 9 3 7 1 5 3 1 4 5 7 6 8 9 2 5 7 9 8 2 1 4 6 3 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 7 3 9 8 2 4 7 6 1 9 7 2 3 8 5 1 6 2 1 4 9 2 8 4 4 1 8 5 6 2 8 1 Ég tók upp andardrátt kattarins A förnum vegi Styður þú ríkisstjórnina? Skúli Freyr Hinriksson, nemi Nei, það geri ég ekki. Magnús Snorrason, sjómaður Nei, alls ekki. Ég hef enga trú á henni. Laufey Þórðardóttir og Þórður Já, það geri ég. Páll Guðmundsson, nemi Já. Jóhannes Þorkelsson, pípari Já, það geri ég.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.