blaðið - 12.10.2006, Side 26

blaðið - 12.10.2006, Side 26
34 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 blaöið Þótt kvikmyndahlutverk Vivien Leigh væru ekki ýkja mörg stimplaði hún sig rækilega inn í kvikmyndasöguna með stórleik í hlutverki Scarlett 0’ Hara í Á hverfanda hveli og hlaut Óskarsverðlaun. Eftir það lék hún í niu kvikmyndum og hlaut annan Óskar fyrir frábæran leik sem Blanche DuBois í Spor- vagninn girnd. Hún átti þrjátíu ára feril á leiksviði og lék þar oft með eiginmanni sínum Laurence Olivier. Leigh var rómuð fyrir feg- urð en sjálfri fannst henni að hún nyti ekki ætíð sannmælis sem leik- kona þar sem gagnrýnendur væru of uppteknir af útliti hennar. Hún var afar fíngerð kona og heilsuleysi hrjáði hana langa tíð. Hún barðist við geðveiki og sýndi mikið þrek í þeirri baráttu. Stórstjarna Vivien Leigh fæddist árið 1913 á Indlandi þar sem faðir hennar vann sem verðbréfasali. Hún ólst upp á Englandi frá sex ára aldri. Átján ára gömul giftist hún lögfræð- ingi og eignaðist dóttur. Hún var ekki hamingjusöm í hlutverki eigin- konu og móður því hún hafði mik- inn metnað til að verða leikkona og var reiðubúin að leggja allt í söl- urnar til að ná því markmiði sínu. Húavarð stjarna á Englandi á einni nóttu eftir frammistöðu sína á sviði í leikritinu Gríma dyggðarinnar. Hún lék með leikaranum Laur- ence Olivier í myndinni Fire Over England. Bæði voru í hjónabandi og áttu ung börn en þau hófu eld- heitt ástarsamband. Þegar Olivier fór til Hollywood að leika í mynd- inni Fýkur yfir hæðir fór Vivien með honum. Hún kynntist bróður framleiðandans David Selznick sem mælti með henni í hlutverk Scarlett O’Hara í stórmyndinni Á hverfanda hveli. Selznick hafði eytt tveimur og hálfu ári í leit að réttri leikkonu í hlutverkið. Hún var tvö hundruð fertugasta og fjórða leik- konan sem prófuð var í hlutverkið og eftir prufumyndatöku var eng- inn vafi á því að hún myndi standa sig í hlutverkinu. Hún var tuttugu og sex ára gömul þegar hún lék hlutverkið og varð um leið fræg- asta leikkona heims og hreppti Óskarsverðlaun. Barátta við geðveiki Vivien og Olivier skildu við maka sína og gengu í hjónaband árið 1940. Þau voru frægasta leikarapar Bret- lands og léku mikið saman á sviði. Einnig léku þau saman í kvikmynd „Hún skrifaði þessu fólki síðan bréf, sendi því blóm og heimsótti það þegar henni batnaði og baðst afsökunar. Gerði allt sem hún gat til að sýna að hún hefði ekki meint þetta. Það hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir hana að vita af því að þessi skuggi grúfði yfir henni/' um ástir Nelsons flotaforingja og Emmu Hamilton. Myndin naut gríðarlegra vinsælda í Sovétríkj- unum og var eftirlætismynd Win- stons Churchills. Vivien þótti afar gáfuð kona, hafði frábæra kímnigáfu og var ör- lát. Hún var annáluð fyrir smekk- vísi sína. Einn kunningi hennar sagði að það hvernig hún legði á borð og raðaði hlutum í herbergi og hvernig hún tók á móti gestum hefði gert lífið að listaverki. Hún þótti Rins vegar oft erfið í sam- starfi, en það sem fáir vissu var að henni var ekki alltaf sjálfrátt. Árið 1944 fór að bera á alvar- legum geðbrestum hjá Vivien. Hún varð óþolinmóð og æst og snerist gegn vinum sínum án sýnilegrar ástæður en jafnaði sig nokkrum klukkustundum síðar og varð hinn ljúfasta. Yfirleitt mundi hún þá ekki hvað hafði gerst. Heilsu hennar fór hrakandi, hún hríðhor- aðist á skömmum tíma og greindist með berkla en dró ekki af sér við vinnu. Vivien vann mikinn leiksigur í hlutverki hinnar taugabiluðu Blanche í Sporvagninum Girnd en hlutverkið gekk mjög nærri henni. Frammistaða hennar var stórkost- leg og hún hlaut seinni Óskarsverð- laun sín fyrir leik sinn í myndinni og fleiri virt verðlaun. Höfundur- inn Tennesee Williams sagði að Vivien hefði sett í hlutverkið allt sem hann hefði ætlast til og annað sem hann hafði aldrei látið sig dreyma um. Olivier var nú viss um að Vivien væri andlega vanheil. Geðveikis- köstin urðu alvarlegri og styttri tími leið á milli þeirra. í köstunum varð hún sannfærð um að allir karl- menn sem hún hitti væru að reyna að táldraga hana. Hún jós svívirð- ingum yfir fólk og reif af sér fötin og ef hún var í bíl, lest eða flugvél fannst henni hún verða að kasta sér út úr farartækinu. Eftir köstin bað hún eiginmann

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.