blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 35
blaöiö
12. OKTÓBER 2006
Britt Ekland
Britt Ekland kynbomba (fædd 6. október 1942 í Stokkhólmi, Svíþjóð) varð fyrst fræg fyrir stormasamt sam-
band sitt við Peter Sellers sem bað hennar eftir að hafa séð af henni Ijósmynd í dagblaði. Seinna átti hún í
ástarsambandi við Rod Stewart og á níunda áratugnum giftist hún Slim Jim Phantom sem var mörgum árum
yngri en hún. Britt Ekland dansaði nakin í Wicker Man frá árinu 1973 og árið 1974 í James Bond-myndinni
The Man with the Golden Gun.
43
TOPP 10
Lög úr kvikmyndum
sem lyftu þér úr sætinu
VænWá*
Auglýsingasíminn er
510 3744
13.oktéber The Devil Wears Prada
Yfirmaður frá helvíti!
Ung og metnaðarfull kona fer til New York
og fær starf sem margar ungar konur
myndu drepa fyrir, sem aðstoðarkona hjá
ritstjóra eins stærsta tímaritsins í New
York. Ritstjórinn reynist hrokafullur og
frekur kvendjöfull sem níðist á starfs-
mönnum sínum. Starfið reynist henni afar
lærdómsríkt og unga konan þarf að taka á
honum stóra sínum til að halda geðheilsu
og ná framtíðarmarkmiðum sínum.
Leikstjóri: David Frankel
Handrit: Aline Brosh McKenna,
Lauren Weisberger
Aðalhlutverk: Meryl Streep, Anne
Hathaway, Emily Blunt, Stanley Tucci,
Adrian Grenier
Ekkert aldurstakmark skráð
6.
Survivor
„Eye of the Tiger"
ÚrRocky III
5.
Kenny Loggins
„Danger Zone“
Úr Top Gun
13.októbe The Grudge 2
Tryllingur sem
fær hárin til að rísa
Hárin rísa enn á ný því bölvunin heldur
áfram í framhaldshrollvekjunni „The
Grudge 2" sem kemur frá japanska leik-
stjóranum Takashi. Margir hafa sagt þessa
mynd enn betri en fyrri myndina. Leiðin
liggur aftur til Tókýó en yngri systir Aubrey
Davis (Amber Tamblyn), eins fórnarlambs-
ins úr fyrri myndinni, Karen Davis (Sarah
Michelle Gellar), ákveður að komast að því
hvað gerðist í húsinu dularfulla.
Leikstjóri: Takashi Shimizu
Handrit: Stephen Susco og Takashi
Shimizu
Aðalhlutverk: Edison Chen, Amber
Tamblyn, Jennifer Beals, og fleiri...
Framleiðsluár: 2006
16 ára aldurstakmark
10. Michael Sembello
„Maniac"
Úr Flashdance
9. RobertTepper
„No Easy Way Out“
ÚrRocky IV
8« Frank Stallone
„Far From Over“
Úr Stayin' Alive
7. BonnieTyler
„Holding OutforaHero"
ÚrFootloose
Þvi miður fækka fáir karlmenn fötum i
kvikmyndum og þegar þeir gera það er það
sjaldnast efni til umtals. Annaðhvort hvílir meiri
bannhelgi yfir nekt karla en kvenna eða að lík-
ami þeirra telst ekki jafn áhugaverður/söluvæn-
legur og kvenmanna. Þvilikur misskilningur!
Sumar leikkonur hafa öðlast virðingu fyrir
að birtast naktar á hvíta tjaldinu og nekt
þeirra telst hafa listrænt gildi meðan aðrar missa
stig fyrir að fletta klæðum og enn aðrar fletta
sig klæðum aðeins til að hita blóð karlmanna og
trekkja að í miðasölu. Hér að neðan er listi yfir leik-
konur sem hafa leikið i nektaratriði í kvikmynd og
hvaða áhrif nekt þeirra hafði á kvikmyndaheiminn
og taldir til nokkrir af þeim fáu karlmönnum sem
týndu brókunum.
Þessar gerðu nekt að listformi: Sophia Loren, Brigitte Bardot, Anna Karina, Katherine
Hepburn, Britt Ekland, Isabella Rosselini, Glenn Close, Laura Dern, Juliette Lewis, Nicole
Kidman, Kate Winslet, Helen Hunt, Meg Ryan, Juliette Binoche.
£ Þessar seldu: Sliaron Stone, Demi Moore, Melanie Griffith, Jennifer Tilly, Rosanna
(A Arquette, Pamela Anderson Lee, Mimi Rogers, Jennifer Connely, Natasha Hentsridge,
mý Elizabeth Berkely, Madonna, Charlotte Lewis, Beverly D’Angelo, Kim Basinger.
Jr Þessar reyndu...: Alyssa Milano, Drew Barrymore, Shannen Doherty, Molly Ringwald.
Þessar ættu ekki að fækka klæðum aftur: Sean Young, Anna Nicole Smith, Oprah Winfrey.
Þessar munu aldrei gera það, sama hvað karlþjóðin óskar þess heitt...: I
;i Michelle Pfeiffer, Winona Ryder, Sandra Bullock, Julia Roberts, Jennifer Aniston!
Og... ekki má gleyma þeim: KARLMÖNNUM sem elska að viðra
vininn: Harvey Keitel, Sylvester Stallone, Bruce Willis, Robert DeNiro,
| Ewan MacGregor.
4. JohnCafferty
„Hearts on Fire“
ÚrRocky IV
3. StanBush
„The Touch"
Úr Transformers: The Movie
2. Joe „Bean“ Esposito
„You’re the Best“
Úr The Karate Kid
1. Paul Engemann
„Push ittothe Limit"
ÚrScarface
Ásta Briem útskrifaðist frá London Film School árið 2000.
Hún er kvikmyndageröarmaður og starfar hjá kvikmyndafyrir-
tækinu Filmus. Ásta hefur starfað við framleiðslu á sjónvarps-
þáttum og kvikmyndum síðustu 7 árin.
1. Hvernig tónlist hlustar þú yfirleitt á?
Hmm... ýmislegt og allskyns, vinnufélagarnir eru duglegir
að kynna mér nýja og hressandi tónlist. Platan Puppy með
Togga er á fóninum akkúrat núna og mér finnst hún frábær.
2. Uppáhaldskvikmynd?
Af þeim islensku þá er Strákarnir okkar meistaraverk. Ég hef
heyrt að hún sé vær.tanleg á DVD fljótlega. Svo sá ég Börn
um daginn og hún er frábær.
3. Uppáhaldssjónvarpsefni?
Úff. Breskir þættir eru í uppáhaldi - Ricky Gervais er fyndn-
astur og strákarnir í Little Britain fylgja fast á hæla hans. Af
íslensku efni þá hlakka ég til að sjá Tekinn á Sirkus.
4. Hvaða verkefni sem þú hefur komið að þykir þér
vænst um?
Ég tek helst ekki að mér verkefni nema að ég sjái eitthvað í
þeim sem mér getur þótt vænt um. Annars þykir mér vænt
um fólk en ekki verkefni.
5. Hefurðu unnið við eitthvað sem þú skammast þin fyrir
og þú vilt helst gleyma?
Hah. Já. Held því fyrir mig.
6. Hvað lestu?
Upp á síðkastið - Arto Paasilinna, Paulo Coelho, Tony Par-
sons og Nick Hornby.
7. Hverju myndirðu breyta i kvikmyndabransanum og af
hverju?
Ég myndi vilja sjá fleiri konur, meiri peninga og fleiri góðar
islenskar kvikmyndir.
8. Hver eða hvað hafði mest áhrif á þig og vinnu þina?
Mamma - hressilega gagnrýnin kona.
9. Að hverju ertu að vinna núna?
Heimildarmynd og auglýsingum hjá Filmus, sem er einmitt
sjö ára um þessar mundir.
Nekt í kvikmyndum
List eða losti