blaðið - 02.11.2006, Síða 2

blaðið - 02.11.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 blaöiö VEÐRIÐ í DAG Sunnanátt og rigning Sunnanátt 5 til 12 metrar á sek- úndu og rigning á sunnan- og vest- anverðu landinu. Hægt og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 4 til 9 stig. ÁMORGUN Hlýtt Suðlæg átt og heldur hlýtt út vikuna. Rigning um mestallt land en hiti á bilinu 7 til 12 stig. VÍÐAUMHEIM i Algarve 21 Amsterdam 8 Barcelona 20 Berlín 8 Chicago 11 Dublin 9 Frankfurt 8 Glasgow 7 Hamborg 9 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 3 London 7 Madrid 19 Montreal 5 New York 15 Orlando 22 Osló 2 Palma 22 París 10 Stokkhólmur 0 Þórshöfn 8 Þing Norðurlandráðs: Skammaði Rannveigu Jógvan á Lakjunu, samstarfs- ráðherra Færeyja, ásakaði Rann- veigu Guðmundsdóttur, þing- mann Samfylkingarinnar, um að hafa móðgað færeysku þjóðina í umræðu um réttindi samkyn- hneigðra í Færeyjum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn í gær. Rannveig tók nokkr- um sinnum til máls og hvatti Færeyinga til að banna mismun- un gegn samkynhneigðum. Jógvan benti á að í öðrum ríkjum Norðurlanda væru fatlað- ir ekld nefndir á nafn í löggjöf um bann við mismunun en þar með væri ekki sagt að mismun- un gagnvart þeim væri í lagi. Bretland: Kviknaði í klósettpappír Mikill eldur braust út í klósettpappírsverksmiðju í Worc- hester í Englandi í gærmorgun og þurffi að kalla út fimmtíu slöldcviliðsmenn til þess að ráða niðurlögum eldsins. Sjónar- vottar sögðu að eldtungurnar hefðu náð í fjórtán metra hæð. Enginn slasaðist í eldsvoðanum og ekki er vitað um upptök eldsins. Talið er að ldósettpapp- írsverlcsmiðjan sé gjörónýt. 'pmm< Dæmd fyrir þjófnað: Barnakerra og þurrkgrind Tæplega fimmtug kona var á þriðjudag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til sextíu daga óskil- orðsbundinnar fangelsisvistar vegna þjófnaðar í verslun Rúmfa- talagersins. Hún stal barnakerru, tveimur myndarömmum, tveimur sængurverasettum, þurrkgrind og svefnpoka að verð- mæti tæplega sautján þúsund. Fyrir dómi játaði konan brotið hreinskilnislega og gaf þá skýringu að hún hafi verið undir áhrifum lyíja. Áður hafði hún hlotið fjóra dóma fyrir þjófnað og hafði endurtekið rofið skilorð og reynslulausn. Af þeim sökum þótti ekki rétt að skilorðsbinda dóminn að þessu sinni. Danskur apótekari: Lífshættulegt að mylja lyf Þeir sem eiga erfitt með að gleypa lyf í töfluformi eða hylkjum grípa oft til þess ráðs að mylja þau. Það getur hins vegar verið lífshættulegt, að því er greint er frá á fréttavef Politiken. Danski apótekarinn Peter Lund Nielsen bendir á að í mörgum tilfellum sé gert ráð fyrir að lyfin brotni hægt niður í líkamanum svo skammturinn verði jafn yfir sólarhringinn. Sé lyfið mulið fái sjúldingurinn jafnvel í sig sólar- hringsskammt f einu og í sumum tilfellum geti svo stór skammtur verið lífshættulegur eða valdið alvarlegum aukaverkunum. 22 þúsund íslendingar með stytt nöfn í þjóðskrá: ■ Unnið að úrbótum í ellefu ár ■ Kallar á breytingar hjá ótal fyrirtækjum Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net Ellefu árum eftir að þáverandi ráðherra Hagstofu íslands, Davíð Oddsson, skrifaði umboðsmanni Al- þingis og sagði að unnið væri að því að breyta tölvukerfi Hagstofunnar þannig að hægt væri að skrá full nöfn allra f þjóðskrá hefur enn ekk- ert gerst. Tugþúsundir Islendinga fá ekki fullt nafn skráð í þjóðskrá vegna takmarkana á tölvukerfi stofnun- arinnar. Nöfn sem eru lengri en 31 stafabil þarf að stytta því tölvu- kerfið getur ekki móttekið lengri skráningu. Fram til ársins 1986 var staðan enn verri því þá var aðeins hægt að skrá 23 stafi í nafni. Össur Skarphéðinsson þing- maður þekkir vandann því dóttir hans, Ingveldur Esperansa, ber að mati Þjóðskrár of langt nafn og því er nafn hennar stytt. „Mér þykir það óþægilegt og hálf hallærislegt að ekki sé hægt að skrá fullt nafn í þjóðskrá.“ Ossur hefur, ásamt öðrum þingmönnum, óskað ítrekað eftir úrbótum en enn sem komið er hefur lítið þokast í átt að lausn. Breyta þarf for- ritum allra sem tengjast þjóðskrá Friðrik Skúlason stolnandi Friðriks Skúlasonar ehf. Nú síðast vakti Katrín Júlfusdóttir athygli á málinu með fyrirspurn á Alþingi. I nóvember 1993 tók umboðs- maður Alþingis að kanna hvort ein- hverjir íslendingar væru enn í þeirri stöðu að fá ekki fullt nafn skráð í þjóðskrá. I maí 1995 barst embætt- inu bréf frá þáverandi ráðherra Hag- stofu íslands, Davíð Oddssyni. I því bréfi sagði meðal annars: „[.. .[hefur um nokkurt skeið verið unnið að undirbúningi endurnýjunar á tölvu- kerfi þjóðskrár. Þetta verk er mjög umfangsmikið og tímafrekt og óvíst hvenær því lýkur. Endurnýjun þessi á að ná til alls tölvukerfis þjóðskrár, þ.m.t. til rýmis fyrir nöfn.“ Nýtt tölvukerfi er því búið að vera rúm ellefu ár í vinnslu. Þegar núverandi tölvukerfi var tekið í notkun 1986 var áætlað að um sjö prósent þjóðarinnar bæru of langt nafn til að rúmast í þjóðskrá. Ef gengið er út frá því að sú prósentu- tala gildi enn í dag, sem verður að teljast líklegt með tilkomu nýrra laga um mannanöfn, þá eru um 22.000 íslendingar sem bera of langt nafn fyrir skrána og er nafn þeirra því stytt með einum eða öðrum hætti. Skúli Guðmundsson, skrif- stofustjóri Þjóðskrár, segir að stytt- ing á fullu nafni sé alltaf í samráði við þá sem eiga hlut að máli og það séu sárafá tilfelli þar sem viðkom- andi sætti sig ekki við þess konar úrlausn. Friðrik Skúlason, hjá Friðriki Skúlasyni ehf., segir að breytingin sé í raun einföld og fljótgerð. „Vanda- málið er hinsvegar það að það sem þarf að gera er ekki bara að breyta forritinu, heldur breyta öllum þeim gögnum sem þegar eru skráð á þessu ákveðna formi, brey ta líka öllum for- ritum sem nota gögn á þessu formi.“ Kostnaðurinn og vinnan sem fylgir breytingunum myndi ekki falla ein- vörðungu á Þjóðskrá heldur myndu þau fyrirtæki sem treysta á gögn Þjóðskrár einnig þurfa að leggja út einhverjar fjárhæðir til að brey ta for- ritum sínum. f Össur með Ingveldi og Birtu Ingveldur Esperansa, líkt og tugir þúsunda annarra Islendinga, þarf að stytta nafn sitt iþjóðskrá. Lagfæringarnar ellefu árum á eftir áætlun 11 ÍSLANDS NAUT <uto/t kíötmout cirdnj Leynd ríkir um laun Halldórs Ásgrímssonar: Lifi örugglega af laununum „Ég veit ekki ennþá hverjar launa- greiðslurnar eru en sjálfsagt fylgir þetta ákveðnum reglum. Það er ekki venja að launagreiðslur nefnd- arinnar séu gefnar upp og ég mun að sjálfsögðu hlíta því,“ segir Hall- dór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Á þriðjudag var Halldór kjörinn fram- kvæmdastjóri og tekur við því emb- ætti um áramót. Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri Norðurlandaskrifstofu, seg- ist ekki geta veitt upplýsingar um launakjör Halldór í formennsku nefndarinnar. Ástæður fyrir því eru tvær: „I fyrsta lagi á enn eftir að semja um kjörin og þar að auki eru þetta ekki opinberar upplýsingar,“ segir Snjólaug og bendir á að í ís- lenskum lögum þurfi ekki að gefa Halldór Ásgrimsson Nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar upp laun við alþjóðastofnanir ef um slíkt ríki trúnaður fyrir. Halldór er á biðlaunum ráðherra fram til áramóta og honum bjóðast svo eftirlaunagreiðslur ráðherra í kjölfarið. Hann segist ekki vera bú- inn að ákveða meira í þeim efnum. „Ég hef engar áhyggjur af laununum og hef trú á því að ég geti Iifað af þeim,“ segir Halldór.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.