blaðið - 02.11.2006, Síða 24
32 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006
blaðið
kolbrun@bladid.net
Það skiptir ekki máli hvernig maður-
inn deyr heldur hvernig hann lifir. Aw
Það að deyja hefur ekki mikilvægi,
það tekur svo stuttan tíma.
Samuel Johnson
Afmæhsborn dagsms
BURT LANCASTER LEIKARI, 1913
MARIE ANTOINETTE ÓGÆFUSÖM
DROTTNING, 1755
WARREN H. HARDING FORSETI, 1865
Metsölulistinn - íslenskar bækur
j Barbapabbi
AnnetteTison
Drekafræði
Doktor Ernest Drake
Mýrin
Arnaldur Indriðason
Flugdrekahlauparinn
Khaled Hosseini
Stutt ágrip af sögu traktorsins
Marína Lewyca
Vísnabókin
Ýmsir höfundar / Halldór Pétursson
Draumalandið
Andri Snær Magnason
Hvertókostinnminn?
SpencerJohnson
Kafteinn Ofurbrók og líftæknilega horskrimslið
DavPilkey
Ein til frásagnar
Immaculée lllibagiza
Listinn var gerður út frá sölu dagana 25.10.06 - 31.10.06 í
Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar.
menningarmolinn
Útgefandi sýknaður
Á þessum degi árið 1960 lauk rétt-
arhöldum í London vegna meintrar
ósiðsemi í skáldsögunni Lady Chatt-
erley’s Lover eftir D. H. Lawrence.
Útgefendur bókarinnar, Penguin
Books, höfðu verið ákærðir fyrir
að gefa út óstytta útgáfu af skáld-
sögunni, en þar segir frá ástarævin-
týri sem eiginkona ríks og lamaðs
manns á með veiðiverði á óðali
þeirra hjóna. Eftir sögufræg réttar-
höld var útgefandinn sýknaður.
Skáldsagan kom fyrst út í tak-
mörkuðu upplagi í Flórens árið 1928
og ári eftir kom hún út í París. Höf-
undur hinnar umdeildu sögu, D.
H. Lawrence, lést árið 1930, 44 ára
gamall.
Stytt útgáfa . skáldsögunnar
kom út á Englandi árið 1932. Árið
1959 var bókin gefin út í New York
óstytt og ári síðar í London með
þeim afleiðingum að mál var höfð-
að.
Þulur með
nótum
JPV útgáfa sendir frá sér bókina
Með á nótunum - Vísur og þulur
með nótum og hreyfiskýringum.
Hrafnhildur
Sigurðardóttir
tók saman og
SigríðurÁsdís
Jónsdóttir
myndskreytti.
í þessari bók
er að finna
fjöldann allan
af skemmti-
legum hreyfisöngvum og þulum
frá ýmsum tímum sem gaman
er að rifja upp og læra. Einnig
eru kynntar til sögunnar nýjar
þýðingar á enskum lögum. öll
lögin eru fallega myndskreytt
og þeim fylgja útskýringar á
tilheyrandi hreyfingum. Aftast í
bókinni eru nótur að öllum lög-
unum. Leitast var við að velja
tónhæð sem hentar almennri
sönggetu barna. Einfaldir gítar-
og píanóhljómar fylgja nótunum.
Wutherino Helobts
Óvenjuleg ástarsaga
eistaraverkið Wut-
hering Heights eft-
ir Emily Bronté er
komið út í íslenskri
þýðingu Silju Aðal-
steinsdóttur. Þegar Silja er spurð
hverjir henni þykja vera helstu kost-
ir bókarinnar segir hún: „Ja, hvar á
maður að byrja? Kannski á að segja
að hún sé heit. Aðalpersónurnar
eru í rauninni alls ekki geðugar en
þær eru svo ástríðufullar að maður
verður gagntekinn af þeim og ör-
lögum þeirra. Höfundi er líka annt
um að lesandinn fái sem allra blæ-
brigðaríkasta mynd af þeim, kost-
um þeirra og göllum. Emily vissi
nefnilega að þær höfðu aldrei kom-
ið í bók áður og myndu sennilega
aldrei koma í bók aftur. Heathcliff
og Catherine eru einsdæmi í bók-
menntum heimsins.“
Hjarta þjáningarinnar
Myndirðu taka undir þá skoðun
að hetta sé grimmdarleg ástarsaga?
„Eg myndi freistast aftur til að
nota orðið heit. Ást þeirra Heathc-
liffs og Catherine Earnshaw er al-
ger. Þau eru samvaxnir tvíburar
tilfinningalega. Þau eru bæði þau
sjálf og hitt. Eg imynda mér að þeg-
ar maður elskar þannig þá skilur
maður ekki orðið grimmd, jafnvel
ekki þegar maður beitir annað fólk
ofbeldi. Ástin hefur svo algeran for-
gang í huga þeirra, hjarta og sálu
að aðrar tilfinningar komast ekki
að. Þess vegna skilja þau aldrei ann-
að fólk þegar það vælir og kvartar
undan þeim en sópa því burt frá
sér eins og dauðum flugum. Þetta
er vissulega grimmdarleg bók af
því í henni er mikil og óhugnanleg
Silja Aðalsteinsdóttir
„Þetta er vissulega grimmdar-
leg bók afþvííhenni er mikil
og óhugnanleg grimmd en
þetta er líka mikil og í hæsta
máta óvenjuleg ástarsaga."
Mynd/tsther lr
grimmd en þetta er líka mikil og í
hæsta máta óvenjuleg ástarsaga."
Hvað með sálfræðiþáttinn, er
dýpt íþessari bók?
„Emily hafði djúpan skilning á
mannlegu eðli. Söguhetjur henn-
ar eru dýpri en venjulegar sögu-
persónur af því þær búa yfir svo
mögnuðum andstæðum. Það er
líka merkilegt hvað hún notar
drauma mikið til að sýna okkur
ofan í sálardjúpin. Þar kallast hún
bæði á við íslendingasögur á und-
an sér og Sigmund Freud síðar!
Það eru martraðir Lundúnabúans
Lockwoods þegar hann neyðist til
að gista á afskekkta norðlenska býl-
inu Wuthering Heights í upphafi
sögu sem hrinda atburðarásinni af
stað - og um leið erum við komin
inn að hjarta þjáningarinnar sem
knýr söguna áfram. En Emily túlk-
ar ekki sjálf það sem gerist heldur
segir söguna tiltölulega blátt áfram
eins og viðburðirnir blasa við að-
alsögumanninum, ráðskonunni
Nelly Dean sem er greind kona
en ekki djúphugul. Með því gefur
Emily lesandanum tækifæri til að
... ■p'
lesa í málið og túlka fyrir sjálfan
sig um leið og hann áttar sig á hvað
Nelly veit og hvað ekki. Og málið er
að lesandinn verður að vinna með-
an hann les, hann má ekki bara
trúa Nelly Dean eða Lockwood.
Einhvers staðar á bak við frásagnir
þeirra er sannleikurinn, og hann
verðum við að finna sjálf.“
Erfitt en gefandi
Hvað einkennir stíl Emily Bronté
og var auðvelt eða erfitt aðþýða bók-
ina?
„Auðvitað var ansi mikill vandi
að þýða hana en lika gefandi af því
hvað sagan vinnur stöðugt á meðan
maður pælir í gegnum hana. Emily
er fræg í enskum bókmenntum
fyrir að vera einna fyrst til að leyfa
persónum að tala mállýsku - skrifa
orðin eins og þau eru borin fram
á Yorkshire-mállýsku. Aðallega er
það ein aukapersóna sem svona
talar og í enskum útgáfum eru þær
setningar þýddar neðanmáls eins
og útlenska. Þetta er einfaldlega
óþýðanlegt á íslensku. Ég reyndi
ýmsar leiðir og þær reyndust allar
ófærar þannig að ég varð að snúa
mig út úr þessu öðruvísi. Oft er text-
inn svo fallegur að það var nautn
að þýða hann, en stundum líka svo
óhugnanlegur að ég varð að fara
fram á kló og æla í miðjum lýsing-
um. Það má segja að það hafi verið
erfitt! Fyrst og fremst er þó heiður
að hafa fengið að glíma við svona
merkilega bók.“