blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 19
blaðið MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 31 Fóður efnahagsspennunnar minnkar Tvær stuttar fréttir úr efnahagslíf- inu sem birst hafa síðustu dægrin segja mikla sögu um stöðu mála. í hinni fyrri var frá því greint að íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu væri nú tekið að lækka. Þetta eru mikil tíð- indi. Undanfarið hefur húsnæði nefni- lega hækkað í verði um marga tugi prósenta á ári. Væntingarnar sem þessar hækkanir sköpuðu hleyptu fólki kapp í kinn og urðu eins konar driffjöður að gríðarlegri einkaneyslu. Þegar eignamyndunin jókst í formi hækkana á húsnæði skapaðist svig- rúm til lántöku. Þess vegna hækkuðu lán einstaklinga, drifin áfram af gríð- arlegu fjármagni sem bankar sóttu til útlanda og Ibúðalánasjóður sótti í krafti ríkisábyrgða sinna. Skýrar vísbend- ingar eru um minnkandi þenslu og Ijóst að nú stefnir til jafnvægis Umrœðan Einar K. Guðfinnsson Það var eins og menn tryðu því að svona gengi þetta endalaust. En nú er sagan öll - f bili að minnsta kosti. Eignirnar eru teknar að rýrna, eftir bóluna sem verðhækkun sfðustu mánaða hefur verið. Á sama tíma berast fréttir af stór- hækkun byggingarkostnaðar. Þeirri hækkun verður nú ekki lengur velt út í verðlagið. Framlegðin sem menn áður nutu við byggingariðnaðinn dregst saman. Markaðurinn sendir sín skýru boð og áhuginn á að fram- leiða húsnæði minnkar. Þannig drag- ast seglin saman. Við erum þó fjarri allri kreppu eða samdrætti. En þetta eru skýrar vísbendingar um minnkandi þenslu og augljóst að á þessu mikilvæga sviði stefnir nú til jafnvægis. Það er afskaplega mikilvægt. Við þurfum á því að halda að þetta mikla fóður spennunnar í efnahagslífinu sem byggingaþenslan var, dragist nú heldur saman. Spennan er því greini- lega í rénun eins og Greiningardeild Landsbankans bendir á í dag. „Það virðist því vera að draga úr þeirri umframeftirspurn sem einkennt hefur fasteignamarkaðinn undan- farin misseri", segir í skrifum deild arinnar í dag. Það eru orð að sönnu og raunverulegt fagnaðarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Tökum útlendingamálin alvarlega Margt bendir til þess að m.a. verði kosið um útlendingamálin í vor. Það finnur maður víða að frjáls- lyndir hafa náð að róta vel upp í hlut- unum og afstöðu margra kjósenda til flokka og framboða með sínum málflutningi. Þ.e. vinnumarkaðs- þættinum. Ekki hinu ruglinu sem frá sumum kemur. Frjálslyndir eiga eftir að lenda málinu og finna taktinn í því en tak- ist það eru þau á nokkru flugi fyrir vorið. Þau taka frá öllum flokkum, mest sjálfsagt frá Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum en eitthvað frá öllum. Auðvitað er hverskyns kynþáttahyggja viðurstyggð Umrœðan Björgvin G. Sigurðsson Ekki er heppilegt fyrir hina flokk- ana að fordæma alla umræðuna sem rasistaraus. Hún er það hjá sjálfsagt hjá sumum sem í umræð- una blanda sér en ekki inntakið í því sem t.d. Margrét Sverrisdóttir er að segja. Þau eru að túlka tilfinn- ingar margra Islendinga. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ríkisstjórnin hefur staðið illa að málefnum innflytjenda. Illa að íslenskukennslu og aðlögðun hvers- konar. Þó margt ágætt hafi verið gert. Andvaraleysið hefur getið af sér tortryggni og andúð margra á útlendingum á fslandi. Jafn afleitt og það er en ríkisstjórnarflokkarnir bera þarna ríka ábyrgð. Auðvitað er hverskyns kynþátta- hyggja viðurstyggð og á aldrei rétt á sér. Við þurfum hinsvegar að taka ástandið og viðvaranir alvarlega. Það má ekki fara í frekara óefni. Við viljum engan Karl Hagen og þá pól- itísku ömurð sem fylgir Framfara- flokkum allra landa. Því þarf að vanda umræðuna og gæta þess að átök og togstreita á milli nýrra og gamalla Islendinga aukist ekki. Sköpum ekki jarðveg fyrir fasískan popúlisma af neinu tagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi. ! SMÁAUGLÝSINGAR GEFA/MGGIA blaðió SHAAUGLYSI(töAR@BtADIDJIET Samba svefnsófi TILBOÐ 59.600 rafmagnsrúm verð frá 84.510 dúnsœngur & koddar eldhússtólar eldhúsborð barstólar sjónvarpsherbergið borðstofa náttborð verð 9.800 svefnsófar sófasett & hornsófar stólar / casper 39.000 www. toscana. is SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FAST EINNIG I HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535 jk i flB I p j -

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.