blaðið - 22.11.2006, Síða 20

blaðið - 22.11.2006, Síða 20
32 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 blaöiö HVAÐ FINNST ÞÉR? Fór mikil orka i að stöðva virkjunarframkvæmdirnar? „Nei, þetta var orkusparandi aðgerð." folk@bladid.net Guðlaugur Þór Þórðarson Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur Vegna tilmæla frá Skipulagsstofnun hefur Orkuveita Reykjavíkur stöðvað virkjunarframkvæmdir á Hengilssvæðinu þar til tilskilin leyfi verða fyrir hendi. HEYRST HEFUR... Gullkindin verður afhent við hátíðlega athöfn á Classik Rock í Ármúla á morgun klukkan 20. Það er útvarpsþátt- urinn Capone á Xfm sem stendur að verðlaununum. Róbert Marshall er tilnefndur til Gullkindarinnar í flokknum Klúður ársins vegna bréfaskrifa sinna sem ollu upp- sögn hans hjá NFS. Annars er samkeppnin hörð í flokknum, NFS, SylvfaNótt, ríkislögreglu- stjóri og landsliðið í fótbolta er líka tilnefnt til þessa vafasama heiðurs. Róbert segir frá tilnefn- ingunni á heimasíðu sinni og segir einnig frá því þegar hann mætti i viðtal í Capone en kom að tómri hljóðstofu þar sem um- sjónarmennirnir höfðu sofið yfir sig og Róbert sneri aftur heim. TV /t ikil umræða fór í gang IVxá vefsíðu Vals eftir að vangaveltur um nýjan fjárfesti félagsins Engilbert Runólfs- son birtust á Netinu. Einn þekktasti spekúlant netheima, Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjallaði um tengingar Engilberts við undirheima í pistli á siðu sinni um helgina. Steingrímur segir einnig frá sögusögnum um að Helgi Sigurðs- son fótboltakappi sem nýlega var keyptur til Vals af Fram hafi þannig verið keyptur fyrir illa fengið fé og að ólöglega hafi verið staðið að kaupunum. Engilbert hefur hugsað sér að kæra ummælin og þrátt fyrir alvarlegar ásakanir standa Valsmenn þétt saman og félagaástin er eldheit eins og þessi ummæli sem „algjör-vals- ari” skrifar undir og er að finna á heimasíðu Vals gefa til kynna: „Mér er alveg sama hvað SO sagði því ég styð alltaf Val. Ég veit að þú ert góður Valsari og ég ætla ekkert að láta þennan SÓ vera með kjaft um þig. Allir Valsarar styðja Valsara!” Ágúst Kvaran lætur ekki maraþon- hlaupin nægja Ágúst segirað sér finnist eitthvað vanta ef hann getur ekki hlaupið nokkrum sinnum í viku. ,Hlaup ergóð líkamsrækt og hreinsar hugann, gott fyrir bæði iikama og sál." segirÁgúst. Mynd/Frikki Hleypur 100 kílómetra Ágúst Kvaran, prófessor í efna- fræði við Háskóla íslands, er með- limur í Félagi 100 km hlaupara á Islandi og eins og nafnið gefur til kynna eiga félagarnir allir það sam- eiginlegt að hafa tekið þátt í 100 km ofurmaraþoni. „Það eru meira að segja tveir í félaginu sem hafa hlaupið 100 mílna hlaup en það eru um 160 km. Félagið hefur verið starf- rækt í tvö ár, við vorum fimm sem stóðum að stofnun þess og í dag erum við 13 í félaginu. Við vorum að taka inn tvo nýja félaga í síðustu viku og á þessu ári hafa bæst við sex hlauparar þannig að ofurmaraþon- hlaup er greinilega vaxandi íþrótt hér á landi,” segir Ágúst. Hefur hiaupið úti um allan heim Ágúst byrjaði að hlaupa í kringum 1990 og fór fyrst að hlaupa styttri vegalengdir en árið 1994 hljóp hann sitt fyrsta maraþon og 1997 hljóp hann sitt fyrsta ofurmaraþon. ,Þetta byrjaði hægt og sígandi. Það er ákveðin áskorun að takast á við 100 km hlaup og úthaldið sem þarf til að takast á við svona löng hlaup kemur með aldrinum,” segir Ágúst. Ágúst hefur tekið þátt í stórum ofurmaraþonum víðs vegar um heiminn. Hans fyrsta hlaup var í Suður-Afríku þar sem elsta og fjölmennasta ofurmaraþonið fer fram árlega. Hann hefur tekið þátt í hlaupum í Hollandi, Ítalíu og Bretlandi og heimsmeistaramóti í Frakklandi. „Hlaupið í Bretlandi var mjög skemmtilegt. Það byrjaði í miðborg London og þegar Big Ben sló sjö fóru hlaupararnir af stað, síðan var hlaupið sem leið lá beint í suður gegnum borgina og inn á sveitaveg og hlaupið endaði við sjó- inn í strandbænum Brighton.” Ágúst hefur líka hlaupið venjuleg maraþon í London, Berlín og Tor- onto og segir hann að ferðalögin séu skemmtileg viðbót við hlaupin og honum finnst skemmtilegt að hlaupa á nýjum stöðum. Hraðinn skiptir ekki öllu máli Ágúst er að eigin sögn frekar ró- legur í hlaupunum núna og hann segir að haustin séu yfirleitt ró- legur tími og hann er ekki búinn að ákveða í hvaða hlaupum hann ætlar að taka þátt næst. „Ég hleyp áreiðanlega eitt maraþon á nýju ári en hef ekki ákveðið hvað það verður, en það eru ekki nein ofurmaraþon á dagskránni.” Ágúst hleypur þrisvar í viku með hlaupaklúbbi sem kennir sig við Vesturbæjarlaugina og hann hleypur þrisvar i viku með hópnum, yfirleitt 10-18 km. Þegar hann var að æfa fyrir ofurmaraþonin hljóp hann hins vegar sex daga vikunnar. „Ég byrjaði yfirleitt að æfa hálfu ári fyrir keppni og jók kílómetrafjöld- ann jafnt og þétt eftir því sem nær leið. Þegar mest var hljóp ég 120 km á viku. Mánuði fyrir keppni náðu æf- ingarnar hámarki og síðasta mánuð- inn dregur maður úr hlaupunum og notar síðustu vikuna til að hvílast áður en sjálft maraþonið er hlaupið,” segir Ágúst og bætir við að þeir sem eru að æfa fyrir ofurmaraþon noti venjuleg maraþon sem æfingu fyrir hlaupin. SU DOKU talnaþraut 7 3 1 8 9 2 5 4 6 6 8 4 1 3 5 7 9 2 9 2 5 4 6 7 8 1 3 5 i 3 7 8 6 9 2 4 8 4 6 5 2 9 1 3 7 2 7 9 3 1 4 6 8 5 1 5 7 9 4 3 2 6 8 3 6 8 2 7 1 4 5 9 4 9 2 6 5 8 3 7 1 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 5 6 8 2 4 3 9 2 5 4 6 4 7 1 3 5 6 7 2 6 1 4 3 2 5 8 6 3 4 9 1 Jæja Vilhjálmur, hafðir þú það ekki gott í fríinu? A förnum vegi Rafnar Guðbjörnsson, flugvirki Skilyrðislaust. Peir eru kosnir í flokkinn til að gegna embættinu og ber að hætta ef þeir yfirgefa hann. Svana Ingibergsdóttir, nemi Nei, ekkert endilega. Jón Grétar Gunnarsson Já, ég er á því að þeir eigi að hætta þingmennsku. Sigurður Möller, nemi Já, þeir eiga að hætta þing- mennsku ef þeir segja sig úr flokki. Gísli Hrafn Karlsson, nemi Nei, þeir eiga ekki að þurfa að gera það. Eiga þingmenn sem segja sig úr flokki að hætta þingmennsku?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.