blaðið - 28.12.2006, Side 6
26 I VINNUVÉLAR
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaöiö
LOFTA
STOÐIR
LEIGA - SALA
málaöar og galvanís.
Alltaf fyrirliggjandi.
KVARNIR
V Tunguháls15
sími: 564 6070
www.kvarnir.is
EFNITIL
BYGGINGA
Eigum ávalt á lager helstu
plasthluti t.d. mótarör,
kóna, tappa, plötustóla,
sökkuidúk, þríkantalista ofl.
KNARNIR
Tunguháis 15
Sími: 564 6070
www.kvamir.is
Eigum til afgreiðslu
hinar vinsælu
Járnabeygju-
vélar og klippur
Kynnið ykkur
verð og gæði
KVNRNIR
v Tunguháls 15
sími: 564 6070
www.kvarnir.is
Mótaolia
Stálúðabrúsar
Járnabakkar
Plastefni
Steypusíló
Vetrarmottur
KVNRNIR
* Tunguháls15
sfmi: 564 6070
www.kvarnir.is
Engin smásmíði John Deere er
,* án efa risinn á dráttarvéiamark-
aönum. Hér eru Bjarni Björnsson
og Walter Leslie við traktorinn.
nn
V&3L
I minningu margra er traktor
gamall, húslaus Massey Ferguson
eða Zetor. Þessir traktorar höktu
um allar sveitir landsins, þungir í
stýri og hastir. Með brey ttum vinnu-
háttum í sveitum landsins koma ný
vinnutæki. Dráttarvélar eru ekki
lengur smávaxin, þunglamaleg
vinnutæki heldur stærðarinnar ferl-
íki sem láta að stjórn á við meðalbíl.
Risinn, í bókstaflegri merkingu, á
dráttarvélamarkaðnum í dag er án
vafa ameríski traktorinn John Deere.
Vélaborg hefur umboð fyrir þessa
traktora og í júlí flutti fyrirtækið
inn John Deere 8530 traktorinn sem
er líklega stærsti hefðbundni trak-
torinn á markaðnum í dag.
Það fyrsta sem vekur athygli
varðandi 8530 gerðina er yfirgnæf-
andi stærð hans. Traktorshúsið
sjálft, sem er hæsti punktur trak-
torsins, er vel yfir þremur metrum
á hæð. Dekkin á traktornum eru
engin smásmíði en afturdekkin
eru 800/70x38. Á mannamáli þýðir
það að hæðin á dekkjunum er yfir
180 cm. En traktorinn er ekki bara
mikill á stærð heldur er hann lika
mjög kraftmikill en traktorinn er
350 hestöfl. Eins og stærðin gefur
til kynna er hér ekki um neinn létt-
vigtartraktor að ræða en 8530 trak-
torinn vegur um 14 tonn.
Bjarni Björnsson hjá Vélaborg
segir að það fyrsta sem fólk taki
eftir við traktorinn, fyrir utan
stærðina, sé það hversu góður
hann sé í akstri. Traktorinn er
búinn stiglausri sjálfskiptingu og
segir Bjarni að sjálfskiptingin í
honum sé einstaklega góð. „Hann
er eiginlega meira sjálfskiptur en
sjálfskiptur bíll, það eru nánast
óendanlega margir gírar.“ Hann
bætir einnig við að bílinn sé ein-
staklega lipur og mjúkur í stýri og
þvi gjörólíkur gömlu traktorunum
sem höfðu frekar „vöðvastýri“en
vökvastýri. „Það er hægt að stýra
honum með einum fingri.“
Eins og Ameríkönum er lagið er
hægt að fá John Deere dráttarvél-
arnar með alls kyns aukabúnaði.
Til dæmis er hægt að fá þá með
sjálfstýringu. „Ef þú setur hann í
gang í Reykjavík og keyrir út á land
þá geturðu bara sest upp í hann
og látið hann sjálfkeyra sig aftur
til baka, á réttum vegarhelmingi.
Þú þarft aldrei að snerta stýrið á
leiðinni.“ Þessi sjálfstýring er gerð
möguleg með GPS-tæki sem er ekki
staðalbúnaður en er fáanlegt sem
aukabúnaður.
Bjarni segir að Vélaborg hafi flutt
inn tvo svona traktora í sumar og nú
þegar hafi annar þeirra verið seldur.
„Við seldum hann til verktaka í Kefla-
vík en hinn traktorinn er í sölumeð-
ferð.“ John Deere 8530 kostar 16,5
milljónir án virðisaukaskatts.
SSDM0
SDMO rafstöðvar
Bœjarfélög, verktakar og
framkvœmdaraðilar.
Eigum til 80 KW rafstöð ó lager.
Stór sending af 1 til 100 KW
rafstöðvum vœntanlegar
f byrjun nýs árs.
Leitið tilboða.
Leltlð upplýsinga hjá Ólafi Ársœlssyni
Kraftvélum Dalvegi 6-8 Kópavogl
í síma : 535-3500 eða 893-3016
KRAFTVtLAR
Kraftvélarehf. -Dalvegi6-8- 201 Kópavogi
Slmi 535 3500 - Fax 535 3501 - www.kraftvelar.is
Topcon Þekkt
gæöamerki
Kraftvélar semja við Topcon:
Frá Hollandi
til íslands
Þann 15. nóvember síðastlið-
inn var gengið frá samningi
milli Kraftvéla og hollenska
fyrirtækisins Topcon Europe
Positioning BV. um að Kraftvélar
tækju að sér sölu- og þjónustu á
Topcon-tækjum.
Topcon er leiðandi fyrirtæki
á sínu sviði í heiminum en
fyrirtækið hefur framleitt alls
konar nákvæmnisbúnað fyrir
skurðlækningar, tækniiðnað,
jarðvinnslutækni, landmælingar,
fjarskipti um gervihnetti og
margt fleira. Fyrirtækið er eitt
af fremstu fyrirtækjum heims á
sviði mælitækja sem byggja á
GPS- og lasertækni.
Topcon framleiðir GPS og
þrívíddarmælitæki fyrir jarðvinnu-
vélar svo sem mælitæki fyrir
yfirborðsjöfnun við jarðvinnslu,
vegagerð, lagningu slitlags og
við jarðlagnir.
Kraftvélar hyggjast leggja
áherslu á að veita notendum
þessara mælitækja sem besta
þjónustu til að tryggja þeim sem
mest afköst og gæði.