blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 11
blaðið FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 i Eyiafirði sumarið 1926 Þýski þúfnabaninn Frægasta vinnuvél íslandssögunnar Ein frægasta vinnuvél íslands- sögunnar er án efa hinn aldni þúfnabani. Hinir svokölluðu þúfnabanarvoruþýskarjarðvinnu- vélar sem voru fluttar til landsins á árunum 1921-27. Alls voru sex þúfnabanar fluttir til landsins og voru þeir helst nýttir við að slétta tún í nágrenni Reykjavíkur og í Eyjafirði. Saga þúfnabananna var ekki löng á íslandi en þeir viku fljótt fyrir hefðbundnum og létt- ari dráttarvélum. Þúfnabanarnir voru og eru enn í dag tilkomumikil sjón með sín miklu afturhjól sem tættu í sig jarðveginn og þjöppuðu honum niður. Þúfnabaninn vó 6,6 tonn og var knúinn af 4 strokka bens- ínvél sem skilaði af sér um 80 hestöflum. Það mun seint segj- ast að þúfnabanarnir hafi verið sparneytnir því þeir eyddu 15-18 lítrum á klukkustund við fulla vinnu. Einnig voru þeir hægfara því hámarkshraði þeirra var um 5 kílómetrar á klukkustund. En notagildi þúfnabanans var ótví- rætt því rannsóknir á afköstum hans hafa leitt í ljós að þessi til- tekna vél hafi unnið á við 185 jarðvinnumenn. Afþessum sexþúfnabönum sem fluttir voru til landsins á sínum tíma er einungis einn þeirra enn í heillegu ástandi og ofan jarðar og hann er til sýnis á Búvélasafninu á Hvanneyri. Bjarni Þorsteinsson, forstöðumaður Búvélasafnsins, segir að vonir standi til að hægt verði að færa þúfnabanann til fyrri dýrðar en hann gerir sér þó grein fyrir því að það verk muni verða gífurlega kostnaðarsamt. .. Alltfyrir . VORUHUSIÐ Brettahillur Þrönggangalyftarar Wave 50 handlangarinn Rafmagns lyftarar Raftryllur Staflarar CAOUIh Hjólatrillur henta vel í útkeyrslubílinn Læstir skápar fyrir fatnað og persónulega muni Q3MECALUX Hillukerfi og skápar fyrir smávörulagerinn 53MECALUX Hurðir, veðurhlífar og vörubryggur X COMBURSA Logimat lagertumar LOGIMAT www. straumur. is Höfdabakkt 9 • Sími 544 5330 • Fax 544 5355 straumur@straumur.is ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGS ÁRS OG ÞÖKKUM FYRIR ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA. ÍSHLUTIR Völuteigur4 • 270 Mosfellsbær (3)575-2400 • www.ishlutir.com

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.