blaðið - 28.12.2006, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaöiö
KYNNING
Kraftvélar opnuðu þann 17. nóv-
ember, nýjan og glæsilegan sýning-
arsal i húsnæði sínu á Dalvegi í Kópa-
vogi. Salurinn var opnaður Iþessum
nýja sýningarsal er lögð áhersla á
Toyota lyftara úr Toyota Industrial
Equipment framleiðslulínuni. Gunn-
þór Sigurgeirsson, sölustjóri lyftara
hjá Kraftvélum, segir að árið hafi
verið gott hjá Kraftvélum á þessu
tiltekna sviði. „Við erum búnir að
auka okkar sölu á þessu ári um 100
prósent milli ára.“
Toyota Industrial Equipment
framleiðslulínan býður upp á ýmsar
gerðir lyftara fyrir iðnaðarfyrirtæki.
„Þetta eru iðnaðartæki, þetta eru alls
konar lyftitæki, dráttartæki og alls
konar vinnutæki fyrir iðnað.“
Á meðal þess sem boðið er upp
á eru bæði hand- og vélknúnir
pallettutjakkar, dráttarvagnar og
ýmsar gerðir lyftara. Gunnþór segir
að þau fyrirtæki sem versli Toy-
ota vörurnar af Kraftvélum komi
úr ýmsum áttum atvinnulífsins.
VINNUVÉLANÁMSKEIÐ
NÁMSKEIÐ VIKULEGA
Staðstetning Mjódd
www.ovs.ls
UPPLYSINGAR OG INNRITUN I SIIVIA 894 2737
34 I VINNUVÉLAR___________
Nýr sýningarsalur Kraftvéla:
Sýna Toyota lyftara í allri sinni dýrð
„Okkar viðskiptavinir eru meðal
annars álverin, vöruhús og allt í
kringum þau og fiskvinnslur." Á
meðal þess sem er til sölu og sýnis
í þessum nýja sýningarsal er galvan-
iseraður lyftari sem er sérhannaður
fyrir fiskvinnsluiðnaðinn. Gunnþór
bendir þó á að ekki séu einungis
Toyota lyftarar til sýnis í nýja sýn-
ingar salnum heldur er þar einnig
að finna Komatsu skotbómulyftara
í fjórum útfærslum.
Gunnþór segir að hinn nýji sýn-
ingarsalur Kraftvéla skipti sköpum
fyrir fyrirtækið, þá sérstaklega hvað
varðar Toyota lyftarana. „Sýning-
araðstaðan hjá okkur er orðin gjör-
breytt og við getum nú verið nieð
fleiri tæki til sýnis. Við reynum að
vera með sem flest í Toyota Ind-
ustrial Equipment línunni á lager.“
NISSEN
umferðastjórnbúnaður
Hinn nýji sýningarsalur Kraftvéla Auðvelda til muna sölu og sýningu á Toy-
ota lyfturum.
REYKJAVIK
SIMI: SS 1 SU4 • fAX SS1 4531
OKEYPIS TIL
heimila og fyirtækja alla virka daga
blaöið
Frá opnun nýja sýningarsalsins Margt um manninn og margt að skoða
Björn Lóðs á Reyðar-
firði Hefur dregið þús-
und tonn án vandræða
Vinnuvélar á sjó:
Kröftugur Björn
Ekki fer öll vinna fram á landi,
því í landi þar sem vatn er aldrei
langt undan er nauðsynlegt að
hafa öflugar vinnuvélar á hafi til
að styðja við flutningaskip sem og
önnur skip. Lóðsar eru bátar sem
hafa það einfalda hlutverk að vísa
skipum til hafnar og draga skip úr
ógöngum við minni strönd. Þessir
bátar láta kannski ekki mikið fyrir
sér fara en það má ekki láta útlitið
blekkja sig. Þessir litlu bátar fara
létt með að draga hin stærstu skip.
Hinn 50 tonna Björn Lóðs er einn
af þessum bátum sem láta lítið
fyrir sér fara en er í raun öflugri
en margir bátar af svipaðri stærð.
Björn Lóðs var smíðaður árið 1991
fyrir sveitarfélagið Hornafjörð og
hefur lóðsinn verið þar alla tíð síðan.
Torfi Friðfinnsson, hafnsögumaður
á Hornafirði, segir að Björn hafi
farið í verkefni víðsvegar um landið.
„Við höfum farið í dráttartúra lengst
í suður til Hafnarfjarðar og lengst
í austur til Vopnafjarðar. Einnig
hefur hann farið nokkrar ferðir til
Reyðarfjarðar en mest er hann þó
notaður í heimabyggðinni.
Vélarafl Björns er gríðarlegt en
hann er knúinn af tveimur 350 hest-
afla Caterpillar-vélum sem skila
bátnum um 11 tonna togkrafti. Þessi
mikli togkraftur gerir Birni kleift að
draga níðþung skip án teljandi vand-
ræða. „Stærsti bátur sem við höfum
dregið er sennilega Víkingur AK og
hann vegur um þúsund tonn.“
Torfi segir að aflið í Birni sé nokkuð
gott en þó gæti hann alveg þegið
meira afl. „Það mættu alveg vera
tvær 500 hestafla vélar í honum.“