blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 10
Mikið úrval af hífi- og festingabúnaði Hífibitar • Lyftikeðjur og krókar • Stroffur • Strekkiborðar Kranavír • Vinnsluvír • Plastborðar • Stálborðar • Vantspennur Víraklemmur • Talíur • Púllarar • Dyneema ofurtóg Handbindivélar og margt margt fleira! StarfstÖdvar ísfells og ísnets: • Isnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 1W |) ISFELL • ísnet Akureyri - Fiskitangi Wy www.isfell.is • ísnet Húsavík - Uggahúsi " • ísnet Hornafjóröur - Ófeigstanga r • isnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 ísnet • isnet Þorlakshöfn - Óseyrarbraut 28 isfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjórdur • Simi 5200 500 • isfell@isfell.is 30 I ViNNUVÉLAR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaöið Sturlaugur & Co.: New Holland aftur í slaginn New Holland vinnuvélarnar hafa á nýjan leik náð fótfestu á ís- lenskum vinnuvélamarkaði. New Holland vörumerkið á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en fyrir- tækið var síðar keypt til Bretlands af Ford. Þegar Fiat samsteypan eign- aðist New Holland vörumerkið var ákveðið að sameina allar vinnuvélar samsteypunnar undir einu nafni, New Holland. Sturlaugur & Co. eru umboðsað- ilar fyrir New Holland á íslandi. Fyr- irtækið er alls ekki nýtt af nálinni því Sturlaugur & Co. hét áður Sturlaugur Jónsson & Co. og hélt fyrirtækið upp á 8o ára afmæli sitt á síðasta ári. Því er það nokkuð ljóst að hér eru engir nýgræðingar á vinnuvéla- markaðnum á ferðinni. Sigurjón P. Stefánsson er sölustjóri New Holland hjá Sturlaugi & Co. og hann segir að fyrsta ár New Holland umboðsins hafi gengið vonum framar. „Viðtök- urnar á þessum vélum hafa verið mjög góðar og sala þeirra hefur farið fyllilega fram eftir okkar áætlunum.“ New Holland býður upp á mikla breidd í vinnuvélum en boðið er meðal annars upp á beltagröfur í stærðum frá 4 til 83 tonna, hjóla- skóflur frá 4,5 til 24 tonna og hjóla- gröfur frá 10 til 23 tonna. Einnig spólstýrðar „Skidsteer" smáskóflur, traktorsgröfur í fjórum stærðum og mörgum útfærslum, skotbómulyft- ara í fjölmörgum útfærslum með lyftugetu allt að 4,5 tonnum upp í 17 metra hæð, jarðýtur í stærðum frá 16 til 40 tonna og veghefla í nokkrum stærðum og útfærslum. Sigurjón segir að breytinga á vöruúr- vali fyrirtækisins sé að vænta strax á næsta ári. „Á þessu ári höfum við lagt áherslu á minni og meðalstórar vélar frá New Holland en á næsta ári hefjum við innflutning á stærri vélum frá þeim, eins og til dæmis jarðýtum og beltagröfum.“ BiÓÐUM NÝJUNGAR A S UMFERÐARÖRYGGIS Ljós - Örvar - Keilur - Hraðaskyi ISMM2 Síðumúla 28 - 108 Rvk - S 510 5100 - www.ismar.is GEFA/ÞIGGJA 5103737 SMÁAUGLÝSINGAR blaðiðBB SMAAUGLYSINQAKUiBLAOID.NET Nýi Sprinterinn Fáanlegur íýmsum stæröum. Nýr Sprinterfrá Mercedes-Benz: Hlaðinn staðal- og aukabúnaði Askja tók nýverið til sölu nýja Sprinter atvinnubílinn frá Mercedes-Benz. Þessi nýi Sprinter mun leysa af hólmi eldri gerðina sem hefur verið á markaðnum síðan 1995 og hefur selst í 1,3 milljónum ein- taka. „Sveigjanleiki, öryggi og þægindi, nýjasti öryggis- búnaður og framúrskarandi aksturseiginleikar. Þessi orð lýsa best nýja Sprinter at- vinnubílnum,“ segir Páll Hall- dór Halldórsson, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. Nýi Sprinterinn er nokkru sveigjanlegri en forverinn og kemur í þremur lengdum, frá 5,2 upp í 7,3 metra, og fæst í þremur mismunandi hæðum. Þyngd bílanna getur verið frá þremur og upp í fimm tonn. Hleðslugeta bílsins er frá 7 til 17 rúmmetra og stærri hliðar- hurðir en voru á eldri gerðinni gera það að verkum að hægt er að koma pallettu þvert inn í bílinn. Sprinterinn er búinn nýj- ustugerðstöðugleikastýringar sem er byltingarkennd nýjung í gerð öryggis- og þægindabún- aðar í atvinnubílum. I flestum nýjum atvinnubílum er þetta aukabúnaður en í nýja Sprint- ernum er þetta staðalbúnaður. Þessi stöðugleikastýring ber stöðugt saman vigt og þyngd- arpunkt bifreiðarinnar til að getaleiðréttviðbragðsmynstur hennar. Sprinterinn er einnig búinn ABS-hemlalæsivörn, aðstoðarhemlum og spólvörn. Sprinterinn er svo fáanlegur í ýmsum vélarstærðum. „Þægindi er lykilorð í hönnun hins nýja Sprinters, enda fer bíllinn afar vel með bílstjóra," segir Páll. Sætin í bílnum eru einkar þægileg og stýrishúsið er vel einangrað. Sprinterinn er vel búinn ýmsum staðal- búnaði svo sem loftfrískunar- búnaði, fjarstýrðum samlæs- ingum og geymsluhólfum af öllum stærðum og gerðum. Sem dæmi um aukabúnað sem fáanlegur er með nýja Sprint- ernum er lykillaust aðgengi, þar sem dyr opnast og lokast sjálfkrafa þegar bílstjórinn nálgast bílinn. Það er þvi ljóst að það fer vel um hvern þann sem ekur um á Sprinter frá Mercedes-Benz.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.