blaðið - 09.01.2007, Side 4

blaðið - 09.01.2007, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 blaöið INNLENT HVALFJARDARGÖNG .600 kærðir fyrir hraðakstur Um 1.600 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í Hvalfjarðargöngum frá 1. október 2005 til 30. september 2006. Flestir voru gómaðir á 80 til 90 kílómetra hraða en hámarkshraðinn í göngunum er 70 kílómetrar á klukku- stund. Flest brotin voru framin í janúar og apríl 2006. NEYTENDASTOFA Hagar skipti um nafn Hagar hf. mega ekki lengur heita Hagar. Hagar ehf. kvartaði 27. maí 2004. Nöfn félaganna séu þau sömu, nema Hagar hf. sé í fleirtölu og séu þolfall og eignarfall nafnanna eins. Neytendastofa telur Haga hf. hafa brotið lög um óréttmæta viðskiptahætti. Þjófavarnarkerfi virkaði Piltur og stúlka reyndu að brjótast inn í Verkmenntaskól- ann á Akureyri en höfðu sig á brott þegar þjófavarnar- kerfi fór í gang. Lögreglan hóf þegar að leita þeirra og , fann þau á ferð um bæinn. Þau játuðu brotið, samkvæmt PM'-1 vefnum Akureyri.net, en náðu engu vegna kerfisins. Björgunarsveitin Dagrenning að störfum Komin með and- virði nýs björgunarsveitarbíls. Björgunarsveitin Dagrenning: Vinna fyrir bíl Síðustu tvær helgar hafa með- limir Björgunarsveitarinnar Da- grenningar á Hólmavík staðið í ströngu við að losa rækju i kör í rækjuverksmiðju Hólmadrangs en ástæðan fyrir því er sú að þeir hafa verið að safna fyrir nýjum björgunarsveitarbíl. „Þetta er ákveðið verkefni sem við höfum ekki sinnt áður, en málið er að verksmiðjan keypti rúm íoo tonn af óunninni rækju í tveggja kílóa pökkum og því var brugðið á þann leik að fá okkur til að hjálpa til. Fyrir þetta fáum við um 500 þúsund krónur og erum núna komin með bílinn,“ segir Ingimundur Pálsson, gjaldkeri björgunarsveitarinnar, og bætir því við að hún selji einnig flugelda á hverju ári. Og verkefni sveitar- innar eru af margvíslegum toga. ,Við fáum alls konar útköll. Til dæmis sækjum við oft fasta bíla á Steingrímsfjarðarheiði auk þess sem við erum reglulega send til að leita að rjúpnaskyttum svo eitt- hvað sé nefnt," segir Ingimundur. Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Kaffitár hefur bæst í hóp öflugra samstarfsaðila ABC-kortsins og styrktaraðiia ABC-barnahjálpar. Með kortinu færðu 10% afslátt á öllum kaffihúsum Kaffitárs og 1 % af upphæðinni rennur beint til ABC-bamahjálpar. obc Þú saekir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is CAPACENT KYNNIR HAGNÝTA ÞJÁLFUN OG NÁMSKEIÐ Olgerðin Egill Skallagrímsson sökuð um karlrembu: Styrkti kossa- keppni stúlkna ■ Greiða fyrir kynlífsathafnir ■ Sæmir ekki fyrirtækinu, segir forstjórinn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Með þessum leik er Ölgerðin að greiða konum fyrir að taka þátt í kynlífsathöfnum. Keppnin er aðeins opin fyrir konur og ekki hugsuð sem hluti af réttindabar- áttu samkynhneigðra heldur. Fyr- irtækið er þarna búið að hella sér á fullu í klámvæðinguna með því að greiða konum fyrir þátttökuna," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags íslands. Á vef um íslenskt skemmtanalíf var auglýstur kossaleikur þar sem stúlkum var boðið að senda inn myndir af stúlkum að kyssast. f verðlaun eru áfengir drykkir í boði Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar og aðalvinningurinn ferð fyrir tvo til London. Aðspurð segist Katrín Anna hafa brugðist við með beinum hætti með því að sniðganga vörur Ölgerðarinnar, til dæmis var ekkert jólaöl á boð- stólum yfir hátíðirnar. Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, segir fyrir- tækið hafa tekið ákvörðun um að draga sig út úr umræddum leik eftir að kvartanir bárust. „Ég er búinn að biðja um að þessu verði strax hætt og fyrirtækið alfarið dregið út. Okkur finnst skotið yfir markið Fyrirtækiö hefur hellt sér á fullu i klámvæðinguna Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins og viljum ekki taka þátt í svona,“ segir Andri. „Stundum er farið að- eins of geyst og það er gott að geta viðurkennt mistök. Við fögnum því að vera í góðu sambandi við okkar viðskiptavini en svona samræmist ekki gamalgrónu fyrirtæki eins og Ölgerðinni." Fyrirtækið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir auglýsingar um Eg- ils Lite bjór þar sem léttklæddar stúlkur eru í fararbroddi. Andri Þór vísar gagnrýninni alfarið á bug og er ánægður með hversu mikla at- hygli auglýsingarnar hafa fengið. „I þessari auglýsingu koma fram þrír rassar af konum og þrír af köllum. Megináherslan er sú að allt annað sé að sjá fólkið eftir að drekka Egils Lite, sem er með færri kaloríum. Ég er ekki sammála þess- ari gagnrýni," segir Andri. Síðasta skotið er af konurassi og þar er hún í nærbuxum. Við gætum fyllsta jafn- ræðis og mér finnst þetta allt saman bara sætir bossar, hvort sem þeir eru í fullum herklæðum eða ekki.“ Stundum er farið aðeins ofgeyst Andri Þór Guðmundsson, Forstjóri Ölgeröarinnar Katrín Anna bendir á að kynja- hlutfall innan Ölgerðarinnar gefi í raun upp hvernig hugsunarháttur ríkir innan fyrirtækisins. Hún segir markaðssetningu fyrirtæk- isins miðast við gagnkynhneigða karla. „Þetta er mjög karlmiðað fyrirtæki. Ég tengi það beint við það viðhorf sem birtist gagnvart konum og þetta segir sína sögu,“ segir Katrín Anna. „Stefna fyrirtækisins segir að öll framkoma þess eigi að vera til sóma og að viðskiptavinum þess sé sýnd virðing. Þessar auglýsingar stangast algjörlega á við stefnu fyrirtækisins," bætir Katrín Anna við. KYNJASKIPTING ÖLGERÐARINNAR: Karlar Konur Forstjóri 1 0 Stjórn 3 0 Sviðsstjórar 6 1 Starfsmenn 102 22 Capacent Ráðgjöf býður uppá fjölbreytt námskeið fyrír fyrirtæki ásamtlengra námi ogtímasettum námskeiðumfyrirstjórnendur, sérfræðinga, sölumenn og starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Meðal námskéiðsflokka má nefna: • Liðsheildarnámskeið • Persónuleg færni • Stjórnendaþjálfun • Viðskipta- og sölustjórnun . Nánari upplýsingar Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir í síma 540 1000, namskeid@capacent.is og á www.capacent.is/namskeid www.capacent.is capacefít RÁÐGJÖF Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Islands: ASÍ er tímaskekkja „Mér finnst ASÍ vera farið að stjórna þjóðfélaginu en hætt að hugsa um hvað er í buddunni hjá fólkinu. Það virðist skipta þá mestu að sitja fundi með ríkisstjórninni og hjálpa henni hvernig stjórna eigi landinu,“ segir Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Islands. Sjómanna- félagið er á leið úr Sjómannasam- bandi íslands til að geta sagt sig úr Alþýðusambandi Islands, ASl. Það er mat Birgis að Alþýðusam- bandið sé tímaskekkja, eins og hann orðar það. „Það er mín skoðun o: lögin geti alveg stjórnað sjálfum sér. ASI er að vera svo mikil stofnun. Megnið af þessu fólki kemur úr há- skólanum og fjarlægðin við fólkið sem það á að vinna fyrir er mikil,“ segir hann. „Ef þetta er svona öflugt batterí skil ég ekki hvers vegna lágmarks- launin eru bara 120 þúsund krónur á mánuði. Ég er svo sem ekkert að undanskilja mig í því sambandi en við erum þó alltaf að reyna að sprikla eitthvað. En það er vont fyrir litla karla að ætla að reyna það því þá er bætir F

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.