blaðið - 09.01.2007, Qupperneq 14
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007
Hvernig er spáin?
Mikilvægt er að ferðamenn fylgist vel með veð-
urspánni áður en þeir leggja í hann, ekki síst
ef til stendur að ferðast utan alfaraleiða.
Menn verða að búa sig eftir aðstæðum
og fresta för ef spáin er slæm.
blaöiö
Skráning í samræmd próf
Samræmd próf í 10. bekk grunnskólans fara fram dagana 2.-9. maí.
Nemendur geta skráð sig í prófin fram til 15. janúar á sérstökum
eyðublöðum sem þeir fá í sínum skóla. Nemendum er ekki skylt
að taka prófin og er undir hverjum og einum komið hvort og
hve mörg próf hann tekur.
menntun
menntun@bladid.net
Vorferðir til Kína
Kína er heillandi og framandi land
sem á sér langa og merkilega sögu
og státar af fjölbreyttu mannlífi og
náttúru. Kína er jafnframt land mik-
illa andstæðna og hraðra breytinga.
Nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur
bjóða upp á ferðir til Kína með íslensk-
um fararstjórum sem leiða ferðamenn
í sannleikann um land og þjóð.
Kínaklúbbur Unnar stendur fyrir
vorferð um Kína 19. apríl til 10. maí.
Leiðsögumaður verður Unnur Guð-
jónsdóttir.. Meðal þeirra staða sem
verða heimsóttir eru höfuðborgin Beij-
ing (Peking) þar sem verður til dæm-
is farið í Forboðnu borgina og gengið
um Torg hins himneska friðar. Lama
búddaklaustrið verður heimsótt og
Hof Konfúsíusar þar sem er að finna
risastórar steintöflur sem fræði Kon-
fúsíusar eru höggvin í.
Þá verður komið við í stórborginni
Xian þar sem leirher keisarans Qin
Shihuang Di verður meðal annars
skoðaður. Þá verður einnig komið
við í stórborginni Shanghai en þar er
meðal annars að finna eitt besta forn-
minjasafn landsins.
Verð er 370.000 krónur á mann í tví-
býli og er allur kostnaður innifalinn
í verðinu.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vef Kínaklúbbsins simnet.is/kinak-
lubbur.
Gamalt og nýtt
Úrval-Útsýn stendur fyrir vorferð
til Kína 17.-28. maí. Ferðin hefst í Beij-
ing og þaðan verður farið til Xian og
Shanghai. Áhugaverðustu staðir borg-
anna og nágrennis verða skoðaðir.
í Beijing er að finna höfðingjaset-
ur, skrautgarða, turna, musteri og
sögufræga staði auk þess sem þar
eru góðar verslanir, veitingastaðir og
skemmtilegt kvöldlíf.
Xian er hin forna höfuðborg ell-
efu konungsríkja þar sem er meðal
annars að finna leirherinn fræga
sem samanstendur af þúsundum leir-
hermanna í fullri stærð. Leirherinn
fannst á áttunda áratug síðustu aldar
og þykir fundurinn ein merkilegasta
fornleifauppgötvun veraldar.
Shanghai er helsta viðskiptaborg
Kina þar sem ægir saman gömlum
og nýjum byggingum. Karl Jóhanns-
son sér um fararstjórn ásamt fleirum.
Verð er 286.800 á mann í einbýli.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vef Úrvals Útsýnar uu.is.
Kínamúrinn og leirherinn
Heimsferðir standa fyrir páskaferð
til Kína 1.-14. apríl næstkomandi und-
ir fararstjórn Héðins S. Björnssonar.
Nokkrir af athyglisverðustu og feg-
urstu stöðum landsins verða sóttir
heim í fylgd Héðins og innlendra leið-
sögumanna.
Dvalið verður í Beijing, Xian, Guil-
in og Shanghai og farið í fjölmargar
fræðandi og skemmtilegar kynnis-
ferðir. Meðal annars verður komið
við á Kínamúrnum, leirherinn í Xi-
ang skoðaður og siglt á Lijiang-ánni
um töfrandi landslag.
Gist verður á fjögurra stjörnu hótel-
um og eru kynnisferðir og flestallar
máltíðir innifaldar í verði.
Verð er krónur 289.000 á mann í
tvíbýli.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vef Heimsferða heimsferdir.is.
Pro-Gastro 8, eru GÓÐAR FRÉTTIR
fyrir meitinguna og þarmaflóruna!
1 hylki 2svar á dag fyrir máltíö og
minnst eitt glas af vatni er gott ráð
til losna við flest meltingaróþægindi.
Fáanlegt í flestum apótekum, heilsu-
búðum, Hagkaup og Fjarðarkaup.
v______________________________________________________/
Umferðarffræðsla effld í grunnskólum
Skilar sér í betri
vegfarendum
Umferoarfræösla i grunnskolum
Unnið hefur verið að því að efla og
styrkja umferðarfræðslu í grunn-
skólum hér á landi á undanförnum
misserum.
M
ikilvægt er að umferð-
arfræðslu barna og ung-
linga sé sinnt á mark-
m og skilvirkan
hátt bæði til að tryggja öryggi þeirra
sem vegfarenda og til að þau temji sér
ábyrgðarfulla hegðun í umferðinni
þegar þau vaxa úr grasi. Árið 2005 var
undirritaður samstarfssamningur
milli samgönguráðuneytis, Umferðar-
stofu og Grundaskóli á Akranesi þess
efnis að skólinn yrði móðurskóli um-
ferðarfræðslu í grunnskólum lands-
ins og var tilgangurinn með því að
efla þennan þátt í skólastarfinu.
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Grundaskóla, segir að tildrög þess
að skólinn hafi verið gerður að móð-
urskóla umferðarfræðslu hafi verið
þróunarverkefni sem unnið var af
starfsfólki hans þar sem gerð
var úttekt á því hvernig þess
ari fræðslu væri háttað og
hvaða gögn lægju fyrir í
landinu frá ólíkum aðilum
svo sem Námsgagnastofn-
un, lögreglu, ýmsum félaga-
samtökum og skólum.
irnar vefnum umferd.is sem er ætlað-
ur nemendum, foreldrum og fagfólki.
Guðbjartur segir að meðal annars sé
farið í það á námskeiðunum hvernig
megi nýta hann við fræðsluna.
„Kennarar geta sótt þangað náms-
efni og síðan er hugmyndin að vera
þar með gagnvirkt efni þar sem
krakkar geta æft sig, leikið sér og próf-
að,“ segir Guðbjartur.
Umferðarfræðsla útundan
I aðalnámskrá grunnskóla fellur
umferðarfræðsla undir lífsleikni
ásamt fleiri málaflokkum. Guðbjart-
ur segir að ef þessum þætti sé ekki
fylgt eftir sé alltaf hætta á að hann
verði afgangs. „Þegar
við gerð-
u m
Vefur um um-
ferðarfræðslu . _
„Síðan tókum við að okkur N>^|
fyrir hönd Umferðarstofu að '
vera skóli sem sinnti fræðslu og
héldi námskeið fyrir kennara og
annað slíkt. Um leið vildum við vera
sjálf til fyrirmyndar og reyna að prófa
efni hér í skólanum og sjá hvernig við
getum best sinnt þessari fræðslu fyrir
þennan aldur,“ segir Guðbjartur.
Verkefnið hefur þróast enn frekar
og síðastliðið sumar var skrifað und-
ir samning við þrjá skóla til viðbótar
sem ætlað er að efla umferðarfræðslu
í einstökum landshlutum. Grunda-
skóli hefur enn sem fyrr yfirumsjón
með verkefninu. Skólarnir eru Brekku-
skóli á Akureyri, Grunnskólinn á
Reyðarfirði og Flóaskóli í Árnessýslu.
Starfsfólk þeirra veitir kennurum ann-
arra skóla í sínum landshluta ráðgjöf
um umferðarfræðslu og heldur nám-
skeið.
Þá hefur einnig verið komið á lagg-
srop
þessa
athugun
tókum við eft-
ir því að þetta varð víða útundan og
kennarar viðurkenndu það. Þessu
er alltaf betur sinnt á yngsta stig-
inu en kannski minna á unglinga-
stigi,“ segir Guðbjartur og bætir við
að mikill munur hafi verið milli
skóla hvernig staðið var að þessari
fræðslu.
„Það er auðvitað líka mismunandi
þörf og áherslur eftir svæðum. Það
þarf að taka tillit til þess að börnin
búa við ólíkar aðstæður og ólikar
hættur í umferðinni eftir því hvar
þau eru staðsett,“ segir hann og bæt-
ir við að það hafi meðal annars ver-
ið ástæðan fyrir því að tengiliðum
hafi verið komið á í fleiri skólum.
Guðbjartur telur mikilvægt að um-
ferðarfræðsla í grunnskólum sé stöð-
ug og markviss, ekki síst á mið- og
unglingastigi þar sem hún gengur að
miklu leyti út á að móta rétt viðhorf
barna og unglinga til þess hvernig
skuli hegða sér í umferðinni. Þá hefur
reynslan sýnt að bestur árangur næst
í úmferðarfræðslu þegar námsefnið
er tengt við aðrar námsgreinar svo
sem stærðfræði, íslensku og samfé-
lagsfræði. Þá má heldur ekki gleyma
þætti foreldra í þessu sambandi.
Þáttur foreldra mikilvægur
„Það er algert skilyrði og það gerist
í raun og veru ekkert nema samfélag-
ið ogþá sérstaklega foreldrar og skóli
standi saman að því sem verið er að
gera og menn séu upplýstir á báða
bóga. Þess vegna eru foreldrar líka
inni á þessum vef. Það er alveg klárt
og við vitum það í kennslu að það sem
við gerum vegur þyngra en það sem
við segjum þannig að við fullorðna
fólkið erum náttúrlega mjög mikilvæg-
ar fyrirmyndir. Hegðun fullorðinna í
umferðinni er oft það sem hefur áhrif
á krakkana og því miður stundum til
hins verra,“ segir Guðbjartur og bæt-
ir við að reynt sé að virkja foreldra til
samstarfs.
„Það er kannski meiri hefð fyrir
því í yngri bekkjunum í sambandi
við samstarf um skólaleiðina, endur-
skinsmerkin og allt það en minna á
unglingastiginu en þar erum við að
reyna að leita að leiðum til að verða
öflugri," segir hann.
Guðbjartur segist vonast til þess að
verkefnið ali af sér betri vegfarendur
í framtíðinni. Erfitt sé þó að mæla
árangurinn af þessu verkefni einu og
sér enda hafi fleiri þættir áhrif. Enn
fremur má búast við því að umferðar-
fræðsla fyrir þennan aldurshóp verði
markvissari og betri fyrir vikið.
„Það er hugmyndin með þessu að
skerpa fókusinn og líka að tryggja að
þetta sé til umfjöllunar í skólum og
verði ekki útundan. Við þurfum að
vera stöðugt á vaktinni en ekki taka
þetta aðeins í einhverjum átökum af
og til,“ segir Guðbjartur að lokum.