blaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 2
blaðið
2 LAUGARDAGUR 13. JANÓAR 2007
VEÐRIÐ í DAG
Víða él
Vestan 3-10 m/s og víða dálítil él, en
austlægari og snjókoma suðvestan-
til seinnipartinn. Frost 0 til 10 stig,
minnst við suðurströndina.
ÁMORGUN
Frost
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s og víða él við sjávarsíð-
una, en bjart inn til landins.
Frost 2 til 14 stig, kaldast inn
til landsins.
I VÍÐA UM HEIM 1
Algarve 14
Amsterdam • 10
Barcelona 15
Berlín 9
Chicago -1
Dublin 12
Frankfurt 9
Glasgow 12
Hamborg 8
Helsinki -5
Kaupmannahöfn 8
London 13
Madrid 17
Montreal 1
New York 6
Orlando 15
Osló -1
Palma 22
París 11
Stokkhólmur 1
Þórshöfn 1
Valdimar Leó:
Frjálslyndir
henta vel
„Ég hef talað við þá og áhuginn
hefur ekki minnkað eftir það,“
segir Valdimar i
Leó Friðriks-
son þingmað-
ur, sem íhugar
nú að ganga
í Frjálslynda
flokkinn.
Valdimar
galt afhroð
í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Suðvestur-
kjördæmi í síðastliðnum nóv-
embermánuði. í kjölfarið sagði
hann sig úr Samfylkingunni og
hefur síðan starfað sem óháður
þingmaður á Alþingi. „Stefnu-
skrá Frjálslyndra er mun skýrari.
Samfylkingin er upptekin af því
að reyna að höfða til sem flestra
sem veldur því að allar ályktan-
ir og stefnur eru útþynntar.“
Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokks-
ins, segist hafa spjallað við
Valdimar. „Flann hefur ekki
tilkynnt neitt formlega en það
eru allir velkomnir í flokkinn.“
Pakistan:
Al Qaeda
styrkist
John Negroponte.yfirmaður
leyniþjónustustofnana Bandaríkj-
anna, segir að hryðjuverkasamtök-
in al Qaeda
hafi fundið
öruggt skjól í
fjalllendi í Pak-
istan þar sem
unnið er að
uppbyggingu
samtakanna.
Negroponte
sagði fyrir
nefnd öldungadeildarþingmanna
að samtökin væru að styrkja
starfsemi sína víða í Mið-Aust-
urlöndum, norðurhluta Aff íku
og í Evrópu. Að sögn BBC hafa
pakistönsk stjórnvöld enn ekki
brugðist við ummælunum.
Blaðið kemur næst út
þriðjudaginn 16. janúar.
Leikskóli í Grafarvogi:
Börnin send heim
■ Neyöarúrræði aö mati foreldra ■ Starfsfólk vantar á áttatíu leikskóla
Eftir Hildí Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Vegna manneklu á leikskólanum
Klettaborg þurfa foreldrar að taka
sér frí frá vinnu í einn dag í viku á
fjögurra vikna tímabili til að vera
heima með börnunum. Þetta ákvað
leikskólastjóri í samráði við skrif-
stofu leikskóla á menntasviði Reykja-
víkurborgar með það að markmiði
að auka öryggi barnanna.
„Þetta eru fjórir dagar í einum
mánuði sem við getum ekki haft
börnin á öruggum stað á meðan
við erum í vinnunni og það er auð-
vitað fullmikið. Ef einhverjir starfs-
menn verða veikir þurfum við ef til
vill að vera heima í fleiri daga og ég
hef heyrt á foreldrum að þeir eru
margir hverjir mjög miður sín yfir
þessu óvissuástandi. Dóttir mín
er líka ósátt við að dagleg rútína
riðlist svona hjá henni enda er hún
afar ánægð í leikskólanum og vill
ekki sleppa úr dögum,“ segir Hulda
Björk Halldórsdóttir, móðir barns á
Klettaborg.
„Þetta er önnur vikan núna af tæp-
lega fimm þar sem þetta stendur
yfir og í mörgum tilfellum neyð-
ast foreldrar til að nota orlofsdaga
sína eða taka sér launalaust leyfi
af þeim sökum sem gengur ekki
upp í lengri tíma,“ segir Ólafía Þor-
valdsdóttir, formaður foreldrafélags
Klettaborgar.
„Almennt held ég að vinnuveit-
endur sýni þessu skilning en manni
finnst þetta vera gegnumgangandi
samfélagsvandamál. Það þarf að
setja leikskólamál í forgang, enda
fer fram metnaðarfullt og mikil-
vægt starf á leikskólum. Öryggi
barnanna er haft að leiðarljósi með
þessum aðgerðum og foreldrar
skilja að hér er um neyðarúrræði að
ræða.“
Lilja Eyþórsdóttir, leikskólastjóri
Klettaborgar, segir vanta starfsfólk
í rúmlega þrjú stöðugildi. „Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem við þurfum
að grípa til þessa ráðs enda hefur
mannekla verið vandamál í leik-
skólum borgarinnar í rúmt ár. Ég
tel þenslu í þjóðfélaginu og mikið
atvinnuframboð vera helstu skýr-
inguna,“ segir Lilja.
Skerðing verður á þjónustu leik-
skólans til 2. febrúar hið minnsta,
en lengur ef ekki tekst að manna
stöðurnar fyrir þann tíma.
Að sögn Þorbjargar Helgu Vig-
fúsdóttur, formanns leikskólaráðs
Ástandiö skárra
en síðasta haust
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, for-
maður leikskólaráðs
Reykjavíkurborgar.
Reykjavíkurborgar, er ástandið í
leikskólum borgarinnar nú betra en
síðastliðið haust, en samkvæmt upp-
lýsingum frá menntasviði vantar nú
starfsfólk í um það bil 6o stöður í
8o leikskólum í borginni. „Eins og
stendur er einn annar skóli í þess-
ari stöðu og ástæðuna fyrir þessari
manneklu tel ég fyrst og fremst
vera mikið atvinnuframboð, en við
erum að leita ásættanlegra lausna.
Sem dæmi um það má nefna að við
auglýsum mikið eftir starfsfólki
auk þess sem við erum að setja á
stofn hreyfanlegt viðbragðsteymi
sem kemur til með að fylla í skarðið
á leikskólum þar sem staða eins og
þessi kemur upp,“ segir Þorbjörg
og bætir því við að vandamálið fær-
ist gjarnan á milli leikskóla í stað
þess að vera bundið við ákveðna
skóla í lengri tíma. Það sé því ekki
til marks um að stjórnun þeirra sé
ábótavant.
Ítalía:
Myrtu háværa
nágranna
Miðaldra hjón frá Lecco
í norðurhluta Ítalíu hafa
viðurkennt að hafa myrt
íjóra nágranna sína vegna
langrar nágrannadeilu, en
hjónin segja fjölskylduna
hafa verið mjög háværa.
Hjónin myrtu hina þrítugu
Raífaellu Castagna, tveggja ára
son hennar, móður hennar og
annan náganna í íbúð Castagna
og kveiktu svo í íbúðinni.
ítalskir íjölmiðlar sökuðu fyrst
túniskan eiginmann Castagna
um verknaðinn en hann á
fjölbreyttan sakaferil að baki.
Grundartangi:
Kjarabaráttan
var stöðvuð
Verkstjórasamband íslands
hefur gert atfiugasemdir við
stjórnarmeníi Járnblendifélags-
ins og Norðuráls á Grundar-
tanga sökum þess að verkstjór-
um þar er meinað að eiga aðild
að Verkstjórafélagi Akraness.
Að sögn Kristínar Sigurð-
ardóttur, framkvæmdastjóra
Verkstjórasambands íslands,
sendi sambandið síðast bréf til
stjórnarmanna á Grundartanga í
haust, en engin svör hafa fengist.
Lög kveða á um að stjórnend-
um og trúnaðarmönnum fýrir-
tækja sé óheimilt að hafa áhrif
á afstöðu þeirra til og afskipti af
stéttar- eða stjórnmálafélögum.
Heima með börnin Arnór Brim
Kjartansson og móðir hans
Guðrún Eir Einarsdóttir ásamt
Huldu Björk og dóttur hennar
Ástrós Birtu Sigfúsdóttur.
BlaSið/Eyþór
Gmnnskólakennarar:
Ýta á eftir
„Það hefur fjöldi skóla sent frá sér
ályktun til að ýta á að samið verði,“
segir Þórður Hjaltested, varafor-
maður Félags grunnskólakennara.
Kennarar vísa í endurskoðunarat-
kvæði í kjarasamningi um að aðilar
skuli taka upp viðræður fyrir t. sept-
ember 2006 og meta hvort breyt-
ingar á skólakerfinu eða almenn
Kennarar eru
> óþolinmóðir
Þórður Hjaltested,
varaformaður Félags
grunnskólakennara.
efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni
til viðbragða og ákveða þær ráðstaf-
anir sem þeir verða sammála um.
mi
Æk
leiðréttingu launa
Í5 STÖMDUW^W
Kennarar mótmæla Verkfall
kennara stóð ínærsjö vikurá
haustmánuðum 2004.
„Við höfum fundað með launa-
nefnd sveitarfélaga frá því í ágúst
en samkomulag hefur ekki náðst.
Við teljum að verðlags- og efnhags-
þróunin hafi verið slík frá því að
við sömdum í kjölfar sjö vikna verk-
fallsins í nóvember 2004 að þær
launaforsendur séu löngu brostnar.
Alþýðusamband íslands og Samtök
atvinnulífsins hafa tvisvar brugðist
við á þessum tíma en við vorum að
semja í svipuðu umhverfi og þeir.
Það er farið að bera á óþolinmæði
meðal kennara,“ segir Þórður.