blaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 39
blaöiö
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 39
verður alltaf betra og betra. Ég hef
samt aldrei haft heimþrá en ég hef
náttúrlega ekki búið á Islandi síðan
ég var 18 ára gömul. Undanfarna
daga höfum við keyrt út um allt og
velt fyrir okkur hvort við ættum að
flytja heim.“
Viðbrigði að eignast barn
Aðspurð hvort margt hafi breyst
þegar hún varð móðir segir Birna
svo vera. „Þá gat ég ekki stungið
af lengur heldur varð að vera kyrr.
Það var rosamikið sjokk og ég held
að allir finni fyrir því þegar þeir
eignast börn. Ég var alltaf viss um
að ég gæti gert þetta og hitt þegar
barnið svaf en svo svaf barnið
mitt ekkert í hálft ár. Maður var
því negldur niður og ég er ekkert
rosalega jarðbundin þannig að
þetta voru mikil viðbrigði. Ég var
ekki með fæðingarþunglyndi en
mér fannst ég vera föst. Ég opnaði
líka fyrirtækið mitt um leið og hún
fæddist sem var mjög erfitt. Maður-
inn minn setti því sinn frama á bið
og sá helst um heimili og barn á
meðan ég kom fyrirtækinu af stað.
Við erum mjög mikið með dóttur
okkar því ég á enga fjölskyldu í
Danmörku og maðurinn minn á
litla fjölskyldu."
Teikna það sem mér finnst flott
Birna segist ekki eiga í erfiðleikum
með að fá hugmyndir og hún fái inn-
blástur af því einu að vera lifandi.
„Ég er endalaust með einhverjar hug-
myndir í hausnum og þannig hefur
það alltaf verið. Ég horfi á fólk og
breyti fatnaði þess í huganum. Ég
horfi mjög mikið á fólk en er þá
bara að horfa á fötin. Sumir vinna
út frá einhverju ákveðnu þema en
ég hef aldrei gert það. Ég teikna það
sem mér finnst flott og svo teikna ég
endalaust á sömu teikninguna þar
til mér finnst hún vera rétt og þá bý
ég fötin til,“ segir Birna og bætir við
að það sé áríðandi fyrir sig að starfið
sé skemmtilegt. „Ég nenni ekki að
gera eitthvað sem er leiðinlegt. Það
er náttúrlega ekki alltaf skemmti-
legt þegar maður er að vinna mikið
og er þreyttur en núna er fyrirtækið
farið að keyra sig sjálft. Ég er með
mikið af góðu fólki í vinnu sem sér
um búðirnar, sníðagerð og mismun-
andi hluta í fyrirtækinu. Það er ro-
salega erfitt að finna fólk sem ég get
treyst á og veit að gerir allt án þess
að ég þurfi að pæla í því. Þetta er
voða gaman ef það gengur vel. Það
er náttúrlega ekkert gaman ef það
gengur ekki vel.“
Fær laun í fyrsta sinn
Birna segist ekkert vera á leiðinni
að hætta í hönnun. „Mér finnst lífið
almennt gott. Ég er reyndar ekki
sátt við að verða svona gömul eins
og ég er að verða,“ segir Birna og
hlær. „En lífið er voða fínt. Ég ferð-
ast mikið og er að gera það sem mig
langar til. A meðan þetta er gaman
og það er skemmtilegt að fara í vinn-
una þá held ég áfram að gera það
sem ég geri. Ef þetta verður leiðin-
legt þá hætti ég þessu bara. Þetta er
bara vinnan mín, ég dey ekki ef ég
geri eitthvað annað en það verður
samt að vera gaman. Það er mjög
áríðandi,“ segir Birna sem er að fá
föst laun í hverjum mánuði í fyrsta
sinn í langan tíma. „Ég greiddi mér
ekki laun í mörg ár, það fór allt inn
í fyrirtækið svo það gæti rúllað
því það varð alltaf stærra. Ég hef
aldrei þurft á öryggi að halda því
ég veit að hlutirnir reddast, maður
fer aldrei á götuna og hefur ekki
að borða. Það er ekki möguleiki
í þessu samfélagi sem við lifum í,
enda fer ég ekki og kaupi bíl á Visa-
raðgreiðslum eða eyði geðveiku á
kreditkorti í London. Öryggi fyrir
mér er að vakna lifandi og heilbrigð,
peningarnir reddast bara.“
svanhvit@bladid.net
Ferskt og sumarlegt
Hér má sjá vor- og sum-
arlínu Birnu sem kemur í
búðir innan skamms.
inu 1