blaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 38
3 8 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007
blaöiö
Birna Karen Einars-
dóttir er ein af farsæl-
ustu fatahönnuðum
landsins og fatalínur
hennar eru seldar í
mörgum löndum víðs
vegar um heim. Hún
rekur tvær verslanir undir nafn-
inu Birna Concept Shop, önnur er í
Reykjavík en hin í Kaupmannahöfn,
þar sem hún hefur búið í fjórtán ár.
Samt sem áður segist hún alls ekki
hafa ætlað í fatahönnun heldur hafi
hönnunin frekar leitað hana uppi.
,Ég hef alltaf haft rosalegan áhuga á
fötum en ekki fatahönnun þannig
séð og ætlaði því alltaf að gera eitt-
hvað allt annað. Amma mín var
saumakona og þegar ég var lítil saum-
aði hún öll fötin á mig. Ég sagði henni
hvað ég vildi nákvæmlega og hún bjó
það til handa mér, enda saumaði hún
hvað sem var. I þá daga hafði ég sjálf
enga þolinmæði til að sauma og var
til dæmis hent út úr saumatímum í
grunnskóla, ég var bara sett í smíðar
með strákunum. Þegar ég varð eldri
fór ég sjálf að sauma á mig og hef
alltaf búið til mín eigin föt. Svo hitti
ég mann á götu í Kaupmannahöfn
sem spurði mig hvar ég hefði fengið
kjólinn sem ég var í. I kjölfar þess
bað hann mig um að hanna föt fyrir
búðina sína og ég ákvað að prófa það.
Svona hefur þetta æxlast og fatahönn-
unin kom eiginlega frekar til mín,
enda gekk salan vel. Eftir þrjú ár
ákvað ég að læra fatahönnun þvi ég
vildi vita meira um allt ferlið."
Vil ekki tjöldaframleiðslu
Birna opnaði verslun á Istedgade
í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári en
íslenska verslunin hefur verið opin i
þrjá mánuði. „Báðar búðirnar ganga
rosalega vel og viðskiptahópurinn
hefur stækkað, enda höfum við verið
áberandi í dönskum fjölmiðlum und-
anfarið. Auk þess eru nokkrar frægar
danskar konur sem klæðast fötunum
mínum þrátt fyrir að vera mjög mis-
munandi týpur en við fáum fullt af
kúnnum út á það. Búðin hér heima
hefur gengið betur en ég bjóst við og
ég er mjög ánægð með það. Mig hefur
alltaf langað að opna búð hér heima
og ég hugsaði með mér að ef það
myndi ekki ganga þá myndi ég bara
loka aftur. Auk þess sel ég hönnun
mína til margra landa, til dæmis til
Svíþjóðar, Noregs, Þýskalands og
Færeyja. Reyndar er ég að breyta að-
eins til núna og segja upp nokkrum
búðum sem ég hef verið að vinna með.
Mig langar að vinna með búðum
sem kaupa vel inn, kynna vörurnar
almennilega og leggja upp úr því að
vörurnar fái sérpláss í búðinni. Ég
ætla því að finna nokkra góða staði
sem kaupa vel inn og svo er hönnun
mín einungis þar. Þá heldur varan sér-
stöðu sinni og er ekki úti um allt og
fjöldaframleidd sem ég vil alls ekki.“
Föt sem fara ekki úr tísku
Birna hannar föt fyrir konur á
öllum aldri og hún segir að flík-
urnar séu ekki endilega tískuföt.
,Mér finnst ég ekki hanna tískuföt
því þetta eru mjög hlutlaus föt sem
breytast ekki mikið á milli árstíða.
Þetta eru ekki föt sem fara úr tísku
því þau eru ekki í tísku en hægt er
að nota þau við allt mögulegt. Það
er örugglega þess vegna sem mér
hefur gengið svona vel,“ segir Birna
sem setur tvær fatalínur á markað
á ári. „Núna er ég að byrja á línu
með tíu flíkum sem verður einungis
til sölu í mínum búðum. Það verða
fimm flíkur hér og fimm í Kaup-
mannahöfn og kúnninn fær þá flík
sem verður aldrei til aftur. Þótt ég
myndi helst vilja að öll hönnun mín
væri þannig þá er ekki hægt að lifa á
því. A næsta ári stefnum við að því
að gera litla barnafata- og herralínu.
Aðaláherslan verður ennþá á kvenna-
föt en það verður eitthvað af barna-
og herrafötum með. Auk þess ætla
ég að opna fleiri búðir en staðsetn-
ingin kemur í ljós síðar.“
Nánast eins og leikrit
Birna segir að fyrirtækið hennar
sé pínulítið, enda stefni hún ekki á
heimsyfirráð. „Ég ætla ekki að opna
búðir úti um allan heim því ég vil
ekki að allir séu i fötunum mínum.
Það er mjög mikilvægt fyrir mig
að hönnunin sé ekki til alls staðar.
Mér finnst allt eyðileggjast ef það
eru margir í sama jakkanum. Ég hef
aldrei pælt í því hvort ég sé að fylgja
tískunni eða ekki. Ég kíki ekki í ein-
hver blöð og eltist við hugmyndir,
ég bý til það sem mig langar til að
búa til. Auðvitað verð ég alltaf fyrir
einhverjum áhrifum en fyrir mér er
tíska afstætt hugtak og mér finnst
orðið fáránlegt. Fólk á bara að vera í
því sem klæðir líkamann vel og það
langar til að vera í. Það skemmtileg-
asta við klæðaburð er að þú getur
búið til mismunandi persónur og
þetta er nánast eins og leikrit. Ef ég
væri í þröngum hvítum kjól og með
rauðan varalit þá myndi fólk mynda
sér aðra skoðun á mér en það gerir
í dag. Klæðaburður segir til um
hvernig heimurinn lítur á þig og það
að geta gefið mismunandi merki i
mismunandi aðstæðum finnst mér
athyglisvert og skemmtilegt.“
Er rosalegur egóisti
Birna viðurkennir að það geti verið
erfitt að reka heilt fyrirtæki og sér-
staklega hafi það verið erfitt fyrstu
árin. „Þá vann ég 18-20 tíma á sól-
arhring og það var fyrst fyrir svona
einu ári sem ég gat farið að vinna
eðlilega. Ég tók líka jólafrí í fyrsta
sinn á síðasta ári,“ segir Birna og
hikar. „Það var eiginlega hræðilegt,
ég vissi ekkert hvað ég átti að gera
og ég var að fríka út. Eg er byrjuð í
jóga og það hjálpar mér að slaka á.
Þegar maður er vanur að gera svona
mikið þá fær maður spennusjokk og
verður veikur þegar maður slappar
loksins af. Ég á voðalega erfitt með
að gera ekki neitt og get til dæmis
ekki farið í fri í meira en eina viku
á sólarströnd þvl þá verð ég að gera
eitthvað. Þess vegna hefur þetta
gengið því mér finnst fínt að vinna
mikið. Eg vinn ennþá mikið en mér
finnst það í góðu lagi því ég fæ samt
sem áður meiri gæðatíma með fjöl-
skyldunni,“ segir Birna og vill ekki
kannast við að vera mikil fjölskyldu-
kona. „Ég held ég sé bara rosalegur
egóisti, það segja að minnsta kosti
flestir sem þekkja mig. Sennilega
er ég helst fjölskyldumanneskja á
kvöldin en ég er ekki þannig að ég
elski að elda, taka til og hafa fínt í
kringum mig. Ég eyði tíma mínum í
skemmtilegri hluti en heimilisstörf.“
Minna lífsgæðakapphlaup
í Danmörku
Birna segist vera orðin dálítið
þreytt á því að búa í Danmörku og sé
að íhuga að flytja til Islands á næsta
ári. „Eg á danskan kærasta og við
eigum fimm ára gamla stelpu. En
það var ekki út af karlmanni sem ég
flutti til Danmerkur en mér fannst
ég finna einhvern meðalveg þar. Það
var ekkert alltof mikið né alltof lítið.
Maður verður mjög þreyttur af að
vera í London eða New York í langan
tíma. Þegar ég hafði verið í Dan-
„Ég á voðalega erfitt
með að gera ekki neitt
ogget til dæmis ekki
farið ífrí í meira en
eina viku á sólarströnd
því þá verð ég að gera
eitthvað. Þess vegna
hefur þetta gengið
þvi mér finnst fint að
vinna mikið."
mörku í hálft ár þá fann ég þessa
ró inni í mér, að geta verið einhvers
staðar en ég hef ekki verið á sama
stað lengi síðan ég var 16 ára. Það er
þægilegt að vera í Kaupmannahöfn,
það er alltaf fullt að gerast þar en
sömuleiðis getur ekkert verið að ger-
ast. Kaupmannahöfn er líka mjög
góður staður til að ala upp börn og
fínt land til að búa í þótt Danirnir
geti verið erfiðir. Það er ekki eins
rosalegt lífsgæðakapphlaup í Dan-
mörku og hér, þar er maður ekki núll
og nix ef maður á ekki hús, bíl, hund
og tvö börn,“ segir Birna og bætir
við að hún og maðurinn hennar séu
að íhuga að flytja til Islands. „Það
er gott að koma í heimsókn og það
Bima Einarsdóttir: „Þetta
er ekki föt sem fara úr tísku
þviþau eru ekki ítísku en
hægt er að nota þau við allt
mögulegt. Það er örugg-
lega þess vegna sem mér
hefur gengið svo vel. “