blaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 44

blaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Þarf að sanna sig Hinn skeggprúöi framkvæmdastjóri LA Galaxy, Alexi Lalas, hefur sagt aö David Beckham þurfi að sanna sig líkt og hver annar leikmaöur hjá liðinu. „Margar erlendar stjörnur sem hafa komið hingað hafa litið á veru sína hér sem launað fri. Það verður ekki liðið hér. Beckham þarf að sanna sig líkt og aðrir en ég hef fulla trú á honum sem leikmanni." Margir muna eftir Lalas með landsliði Bandaríkjanna á HM 1994 þar sem hann sló i gegn bæði fyrir frammistöðu og skrautlegt likamlegt atgervi. Skeytin inn T” f Jl i “onathan | Woodgate telur að innreið Davids * Beckhams í bandaríska fót- 'ji boltann muni opna flóðgátt- irnar fyrir aðrar stjörnur í Evrópu- boltanum. „Hann er frábær leikmaður sem getur fengið fleiri ofurstjörnur með sér.“ Getgátur eru uppi um að fyrrum félagar Beckhams hjá Real Madrid, þeir Ronaldo, Zid- ane og Louis Figo, séu allir að hugleiða brottför vestur um haf til að kynna bandaríska knatt- spyrnu fyrir almenningi, gegn veglegum launapakka. Hollenski miðjumaður- inn Edgar Davids sem leikur með Tottenham er einnig sagður á leiðinni til Bandaríkjanna. Á hann í við- ræðum við FC Dallas-liðið frá Texas-ríki. „Samningaviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur. Við fengum mikinn áhuga á að fá hann þegar við komumst að því að hann væri falur,“ sagði Steve Morrow, stjóri Dallas-liðsins. Davids er orðinn 33 ára og hefur ekki átt fast sæti í liði Totten- ham á leiktíð- inni. Hann hefur áður leikið með Ajax, AC Milan, Juventus og Inter Milan en hann er gjarnan kallaður „Bolabíturinn“ sökum kröftugs og ákafs leikstils síns. Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn sem afrekar að hljóta nafnbót- ina tvo mánuði í röð en hann var einnig leikmaður nóvemb- ermánaðar. Ronaldo skipar sér í flokk með þeim Robbie Fowler og Dennis Bergkamp sem einnig hlutu sama heiður á sínum tíma. Ronaldo skoraði sjö mörk í sex leikjum og er aðeins einu marki á eftir Didier Drogba hjá Chelsea, sem er markahæstur með 13 mörk. Liðsfélagi Ronaldos hjá Manchester United, Paul Scholes, segir Portúgal- ann vera besta leikmann heims um þessar mundir: „Hann getur gert allt. Tekið menn á, skorað og gefið stoðsendingar. Það er eiginlega ógnvekjandi hversu góður hann er. Við vonum bara að seinni helm- ingur tímabils- ins verðijafn góður hjá honum og sá fyrri." Sir Alex Ferguson . hefur sjálfur sagt að Scholes eigi skilið / T að vera kosinn besti leikmaður tímabilsins en Scholes segist geta gert betur: „Ég hef spilað betur en nú og ég vona að ég finni það form aftur.“ i X Líður að kosningu formanns KSI Jafet S. Olafsson Hefurmikla reynslu innan íþróttasambandsins Jafet með mótframboð ■ Geir mun hætta sem framkvæmdastjóri ■ Launamál formanns í brennidepli Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Jafet S. Ólafsson gefur kost á sér til formannskjörs KSl á ársþingi sam- bandsins þann 10. febrúar. Jafet var formaður Badmintonsambandsins í fjögur ár og hefur einnig víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra VBS fjárfestingarbankans þar til í nóvember, en situr enn í stjórn fyrirtækisins. Að sögn Jafets lítur hann ekki á formannsstöðuna sem fullt starf: „Ég mun ekki sinna for- mannsembættinu sem fullri stöðu ef ég skyldi hljóta kosningu. Ég mun láta framkvæmdastjóra sjá um almennan rekstur sambandsins, líkt og tíðkast hefur hingað til.“ Jafet segist einnig ekki vera með neinar áherslubreytingar að svo stöddu: „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt á þessu stigi máls- ins. Ég er almennt ánægður með þá stjórnunarhætti sem þeir Eggert og Geir hafa sýnt fram að þessu en auð- vitað má alltaf gera betur í öllu.“ Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSl, gefur einnig kost á sér til formanns. Hann hefur einnig gefið út að hann muni ekki gegna stöðu framkvæmdastjóra áfram, þó svo hann hljóti ekki kosningu til for- manns Knattspyrnusambandsins. Geir hefur hlotið stuðning allra Suð- urnesjaliðanna auk Knattspyrnu- félags Reykjavíkur og þykir sigur- stranglegur. Hinsvegar segist Jafet hvergi banginn: „Ég væri nú ekki að fara út í þennan slag ef ég hefði ekkert á bak við mig. Eg hef hlotið stuðning víðsvegar að en ég er samt sem áður að bjóða mig fram á eigin forsendum,“ sagði Jafet í gær. Nefndur hefur verið þriðji fram- bjóðandinn í formannskjörið, Viðar Halldórsson, fyrrverandi landsliðs- maður í knattspyrnu. Viðar sagðist þó ekki gefa neitt upp ennþá: „Ég hef heyrt af þessu tali um mig en ég get ekkert staðfest í þeim efnum. Við verðum bara að bíða og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar. Launamál Knattspyrnusam- bandsins hafa verið i umræðunni að undanförnu Aðeins sex menn vita um laun formanns og er ákvörð- unin tekin af fjórum mönnum. Þeir eru allir í framkvæmdastjórn KSl og er Eggert Magnússon formaður í þeirri stjórn. Einnig hefur stefna sambandsins varðandi kjör kvenna- landsliðsleikmanna meðan á verk- efnum stendur verið gagnrýnd harkalega, en þau eru afar fjarlæg því sem karlalandsliðið hefur úr að spila. Almenn ánægja ríkir þó með þá auknu umgjörð sem íslensk knatt- spyrna hefur skartað undanfarið, stækkun Laugardalsvallar og fjár- hagsstöðu sambandsins, sem er góð. Frestur til að bjóða sig fram rennur út þann 27. janúar. Rafa Benitez kvartar undan kaupstefnu Liverpool: Vill meiri pening Rafael Benitez, stjóri hjá Li- verpool, hefurkvartað undan því að hafa ekki nægilegt fé til leikmanna- kaupa. Liverpool lá í tvígang illa fyrir Arsenal á hinum annars firna- sterka heimavelli Anfield Road, þar sem hinar ungu stjörnur Arsenal gjörsigruðu Rauða herinn í síðari leiknum, þrátt fyrir að Liverpool skartaði sjö leikmönnum með byrjunarliðsreynslu. „Þeir eru með tvo til þrjá leik- menn sem við vorum einnig að fylgj- ast með en gátum ekki fengið vegna fjárskorts. Ef maður vill fá hágæða- leikmenn verður maður að geta borgað fyrir þá, hvort sem um er að ræða eldri og reyndari leikmenn eða unga og efnilega leikmenn," sagði Benitez gramur. Liverpool hefur á undanförnum leiktíðum keypt mýmarga leikmenn sem ekki hafa staðið sig sem skyldi hjá liðinu. Á’ þeim lista eru leik- Antonio Nunez, menn á borð við Emile Heskey, Pon- Pellegrino, og Jan golle, Le Tallec, Salif Diao, Bruno Kromkamp. Sumir Cheyrou E1 Hadji Diouf, Morientes, þessara leikmanna voru Cissé, Harry Kewell, Neil Mellor, keyptir á tímum Gerards Houllier og virtist sem álög hvíldu á þeim leikmönnum sem hann keypti til liðsins; um leið og þeir komu til borgarinnar hættu þeir að spila af þeirri getu sem þeir voru þekktir fyrir. Benitez hefur samtals eytt 60 milljón pundum í leikmenn í valda- tíð sinni. Til samanburðar má nefna að Jose Mourinho hefur eytt um 200 milljón pundum á svipuðum tíma. Hugsanlega verður Benitez að ósk sinni því við- standa yfir um yfirtöku á klúbbnum og peningar virðast engin fyrirstaða fyrir viðskiptamennina frá Dubai, en þeir eru á meðal 10 ríkustu manna í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.