blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
SÓMALÍA ★]
Islamistaleiðtogi gefur sig fram
Sharif Sheik Ahmed, einn af leiðtogum íslamista í
Sómalíu, gaf sig fram við stjórnvöld í Keníu í gær. Ah-
med ertalinn einn sá hófsamasti úr röðum leiðtoga
íslamista. Hann hefur verið á flótta í mánuð en er nú í
gæsluvarðhaldi á hóteli í Nairobi, höfuðborg Keníu.
Thaksin má snúa aftur
Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Taílands,
má snúa aftur heim til landsins svo fremi sem hann skipti
sér ekki af stjórnmálum. Þetta segir Surayud Chulanot,
sem var skipaður forsætisráðherra í kjölfar valdaráns hers-
ins í september. Hann segist vilja snúa aftur og verjast.
FRAKKLAND
Baráttumaður heimilislausra allur
Presturinn Abbé Pierre, sem hefur barist fyrir málefnum heimilis-
lausra og fátækra um áratuga skeið, lést í gær úr sýkingu í lungum.
Pierre var 94 ára gamall pegar hann lést. Jacques Chirac Frakk-
landsforseti sagðist í gær harma mjög fráfall Pierre og sagði meðal
annars að Frakkar hefðu misst holdgerving góðmennskunnar.
Mannskæð sprengjuárás á markaði í Bagdad:
Líkamshlutar alls staðar
VOOIR
Eltak sérhæflr sig í söiu
og þjónustu á vogum
Bjóðum mesta úrval
á íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafóu samband
ELTAK^
Síöumúia 13, sími 588 2122
www.eltak.ls
Hundrað létust og á annað hundrað særðust Mannskæðasta árásin frá áramotum
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Tæplega níutíu manns létust og
vel á annað hundað særðust þegar
tvær sprengjur sprungu nær sam-
tímis á markaði í miðri Bagdad,
höfuðborg Iraks, í gær. Háttsettur
embættismaður í íraska innanrík-
isráðuneytinu sagði að aðkoman
hefði verið hryllileg. „Það voru
líkamshlutar alls staðar og fjöl-
mörg lík voru brennd og mjög illa
farin. Þetta var skelfilegt.“ Fyrri
sprengjan var falin í tösku milli
tveggja sölubása, en andartökum
síðar sprakk bílsprengja skammt
frá fyrri sprengjunni.
í kjölfar sprenginganna heyrð-
ist í byssuskotum og sveif mikið
reykský yfir markaðinum. Spreng-
ingarnar áttu sér stað skömmu
eftir hádegi að staðartíma á Haraj-
markaðnum nálægt Frelsistorginu
í Bagdad. Markaðurinn er sagður
vinsæll meðal fátækra íbúa höf-
uðborgarinnar, en þar eru seld
notuð föt og mynddiskar. Mark-
aðurinn hefur margoft áður verið
vettvangur slíkra glæpaverka, en
þar er einnig að finna fjölmenna
samgöngumiðstöð.
Sendiferðabílar voru notaðir til
að aðstoða sjúkrabíla við að koma
særðum á sjúkrahús á meðan
slökkvilið slökkti elda sem blossað
höfðu upp. Kindi-sjúkrahúsið í
nágrenni markaðarins yfirfylltist
á skömmum tíma og var fórnar-
lömbum komið fyrir í röð fyrir
utan sjúkrahúsið. 1 hverfinu búa
aðallega sjitamúslímar og er árásin
sú nýjasta í víxlárásum uppreisn-
armanna sjíta- og súnnímúslíma í
landinu.
Aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir árásina í Bagdad
féllu tólf manns og þrjátíu
særðust í annarri sprengjuárás
í Khali, þrjátíu kílómetrum
norður af höfuðborginni. Þá
réðust tuttugu byssumenn inn á
borgarstjórnarskrifstofu Baquba-
borgar og rændu borgarstjóranum
áður en þeir sprengdu
skrifstofurnar.
25 bandarískir hermenn létust á
laugardaginn sem er þriðji mann-
skæðasti dagurinn fyrir Bandaríkja-
her frá upphafi innrásar í mars árið
2003. Samtals létust þrjátiu banda-
rískir hermenn um helgina, þar á
meðal tólf þegar herþyrla var skotin
niður af uppreisnarmönnum.
Nouri al-Maliki, forsætisráð-
herra íraks, kynnti nýja áætlun til
að tryggja öryggi í Bagdad fyrr í
mánuðinum þar sem hann lofaði
að brjóta á bak aftur ólöglegar víga-
sveitir, óháð því hverjar skoðanir og
trú þeirra kunni að vera. Fyrri áætl-
anir um að tryggja öryggi í Bagdad
hafa allar mistekist. Fréttaskýr-
endur telja að ástæða þessa kunni
að vera sú að hersveitir Bandaríkja-
hers og öryggissveitir Iraka hafi
ekki orðið eftir í þeim hverfum
sem búið var að fínkemba í leit að
uppreisnarmönnum.
Arás gærdagsins er sú mannskæð-
asta frá áramótum, en sjötíu manns
létust í árás fyrir utan háskólann í
Bagdad fyrir viku. Árásirnar áttu
sér stað á sama tíma og liðsauki
berst Bandaríkjaher í Irak sem
ætlað er að aðstoða við að ná tökum
á stigvaxandi öldu ofbeldis í Bagdad
og víðar. Hersveitir skipaðar 3.200
bandarískum hermönnum hafa
þegar komið til höfuðborgarinnar
til að aðstoða íraskar öryggissveitir.
Menntamálaráðherra:
Einkaaðilar fái að
gefa út námsgögn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra hyggst leggja
fram frumvarp sem mun greiða
fyrir aðkomu einkaaðila að útgáfu
námsgagna. Markmiðið með frum-
varpinu er tvíþætt, annars vegar að
fjölga tækifærum kennara og skóla
til að auka fjölbreytni í námsgagnaút-
gáfu og hins vegar að auka aðkomu
annarra aðila að útgáfu.
Aðspurð segist Þorgerður ekki ótt-
ast að hagsmunaárekstrar verði með
aðkomu einkaaðila og er sannfærð
um að frumvarpið tryggi fjölbreytni
og aukin gæði námsefnis. „Það er
skólanna á endanum að meta hvaða
námsefni þeir koma til með að kenna
• Ég fagna því að
einkaaðilar komi
tiimeðaðgefa
? útnámsgögn
'%þ. Þorgerður Katrín
\ Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
en ég fagna því að einkaaðilar komi
til með að gefa út námsgögn. Meg-
inatriðið er að námsgögnin stand-
ist þær kröfur um gæði sem gerðar
eru til námsefnis. Eftir því sem
samkeppnin eykst á þessum markaði
munu gæðin og fjölbreytnin aukast
sem er einmitt það sem kennarar
hafa verið að óska eftir.“