blaðið - 23.01.2007, Side 15
blaðið
Ljótur veruleiki
Á tæplega 12 ára valdatímabili nú-
verandi stjórnarflokka hefur tekju-
skipting á íslandi breyst verulega til
hins verra fyrir allan almenning í
landinu. Munur á hæstu og lægstu
launum hefur aukist svo gríðarlega
að með ólíkindum verður að teljast.
Samfara þeirri brey tingu hafa stjórn-
völd lagt áherslu á að rýra kaupmátt
þeirra lægst launuðu með því að
halda skattleysismörkunum niðri
í stað þess að leyfa þeim að hækka
í takt við launaþróunina í landinu.
Þessi stöðugu afskipti hafa orðið
þess valdandi að skattbyrðin hefur
með síauknum þunga flust frá há-
tekjufólkinu niður á lágu kauptaxt-
ana, örorkubæturnar og ellilaunin,
mest á þá sem minnst hafa. Laun,
sem duga ekki fyrir brýnustu nauð-
synjum, eru nú skattlögð sem um
hátekjur væri að ræða.
að framleiðslugreinar þjóðarinnar
þoliþærekki.Jafnvelhafastjórnvöld
gengið svo langt að vera með hótanir
í garð láglaunafólks undir þessum
kringumstæðum. Svo þegar búið
er að semja við þá lægst launuðu og
í ljós kemur að kauphækkanir eru
litlar og vel innan þolmarka efna-
hagslífsins þá þagna þessar raddir.
En nokkru síðar kemur úrskurður
frá kjararáði, kjaranefnd eða hvað
sem þetta heimatilbúna óskabarn
Það er nöturleg
staðreynd að
í raun hafa
skattleysismörkin
lækkað
hlutfallslega.
Umrœðan
Hækkun skattleysismarka
Af hræðslu við fylgistap í alþingis-
kosningunum í vor hækkuðu stjórn-
arflokkarnir skattleysismörkin
um síðustu áramót úr kr. 79.055 í
kr. 90.000 á mánuði. Þessi hækkun
er þó langt frá því að vera nóg. Til
að gefa þeim sem eru á lágmarks-
launum einhvern möguleika til
þess að ná endum saman í heim-
ilisrekstri sínum hefðu þau þurft
að hækka a.m.k. í 125.000 kr. Sú
hækkun væri samt ekki nóg til þess
að bæta fyrir það sem upp á vantar
að skattleysismörkin fylgi launa-
þróun frá 1988 þegar staðgreiðsla
skatta var tekin upp. Til þess þurfa
þau að hækka i kr. 133.000. Það er
nöturleg staðreynd að í raun hafa
skattleysismörkin lækkað hlutfalls-
lega, þó svo að þau hafi hækkað í
krónutölu.
Lækkun skatta á hátekjur
Á liðnum árum hafa skattar há-
tekjufólks lækkað verulega, en
hækkað á lágu laununum. Fyrir
nokkrum árum var til dæmis 4% há-
tekjuskattur felldur niður. Þetta var
sérstaklega gert fyrir hátekjufólk,
án þess að hliðstæð skattalækkun
kæmi á lágmarkslaunin. Þessu til
viðbótar hafa stjórnvöld með skipu-
legum hætti lækkað tekjuskattinn
um 4 prósentustig. Með þeirri
aðgerð, án hækkunar skattleysis-
marka, var sköttum létt af þeim
tekjuháu og þeir færðir yfir á fólk
sem er með laun á bilinu frá kr.
90.000 og upp í kr. 160.000 á mán-
uði. Samt ætlar ríkisstjórnin ekki að
hækka skattleysismörkin nema í kr.
90.000 á mánuði. Þegar rætt er um
lægstu kauptaxtana þá skulum við
ekki gleyma því að til eru opinberar
tölur sem sýna að tekjur einstak-
lings þurfa að vera yfir kr. 165.000
á mánuði svo að hann geti lifað eðli-
legu lífi í íslensku þjóðfélagi. Núver-
andi lágmarkslaun eru því langt frá
því að geta talist lífvænleg og fjarri
öllu réttlæti að skattleggja þau.
Fjandsamleg stefna
Ávallt þegar samið er um kaup og
kjör verkafólks og annara lágtekju-
hópa byrja ráðherrar og þingmenn
stjórnarflokkanna að vara við of
miklum kauphækkunum og segja
Sigurður T. Sigurðsson
þeirra heitir, þar sem tilkynnt er að
mánaðarlaun hvers ráðherra hækki
sem svarar mánaðarlaunum verka-
manns. Og í kjölfar þess hækka
mánaðarlaun bankastjóra, forstjóra,
framkvæmdastjóra, seðlabanka-
stjóra og annarra hátekjumanna
um ein, tvenn eða þrenn mánaðar-
laun verkamanns, án þess að athuga-
semd komi frá stjórnvöldum. Og
það skrítna er að nú minnist engin
á þenslu í efnahagslífinu eða stöðu
atvinnuveganna eða hver eigi að
greiða öll þessi ósköp.
Síðbúin leiðrétting
Ég ítreka þá skoðun mína að strax
á þessu ári eigi að hækka skattleys-
ismörkin upp í kr. 125.000 og þau
verði síðan látin fylgja launaþróun
í landinu. Með þeirri hækkun
fengi almennt launafólk síðbúna
en nauðsynlega leiðréttingu á skatt-
greiðslum sínum. Ég spyr: Eru nú-
verandi stjórnarflokkar á móti því
að láglaunafólki, ellilífeyrisþegum
og öryrkjum verði gert jafn hátt
undir höfði og þeim sem eru með
hærri laun? Ef ekki þá eiga þeir að
hækka skattleysismörkin því sú að-
gerð skilar sér jafnt til allra, bæði
þeirra tekjulágu og þeirra sem hafa
milljónir í mánaðarlaun, en það
gerir lækkun á skattprósentu ekki.
Sjáumst á kjörstað í vor!
Höfundur er fyrrverandi formaður Verkalýðs-
félagsins Hlífar
Suðurlandsbraut 10
Simi 533 5800
www.simnet.is/strond
^<STRÖND
„Fulí sjáífstrausts út á
vinnumarkaðinn eftir
10 ár heimavið!"
„Frábært og hnitmiðað!" lýsir náminu best!
Fyrir tíu árum og þremur börnum síðan fór ég
af vinnumarkaði. Því fannst mér erfitt að fara
að vinna aftur, ég var ekki tilbúin að takast á
við nútíma skrifstofuumhverfi.
Eftir Skrifstofu- og tölvunámið fékk ég strax
góða skrifstofuvinnu þar sem ég er að nýta
mér flest það sem kennt var í náminu.
Bryndís Gísladóttir - Inpro ehf.
SKRIFSTOFU-
& TÖLVUNÁM
í tíu ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum tíma hefur
námskeiðið þróast mikið og breyst í takt við tímann og vinnumarkaðinn.
Það er samdóma álit þeirra sem Ijúka náminu að það sé krefjandi en umfram
allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt.
Námið gefur 10 einingar til stúdentsprófs og skiptist í 4 flokka:
Tölvunám - 96 stundir
- Windows stýrikerfið
- Word ritvinnsla
- Excel töflureiknir
- Power Point kynningarefni
- Access gagnagrunnur
- lnternetið & Tölvupóstur
í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem
nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini
sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans.
NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og
alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu.
Viðskiptagreinar - ios stundir
- Verslunarreikningur
- Bókhald
- Tölvubókhald Navision MBS®
Sjálfstyrking - 30 stundir
- Tímastjórnun og
markmiðasetning
- Sölutækni og þjónusta
- Framsögn og framkoma
- Mannleg samskipti
- Streitustjórnun
- Atvinnuumsóknir
Lokaverkefni - 24 stundir
- Auglýsingatækni
- Markhópagreining
- Gerð birtingaráætlana
- Gagnvirk tenging forrita
- Flutningur lokaverkefnis
Næstu námsskeið:
Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er
notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem
þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr
hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa
yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig
að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma
sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum
hugmyndir sínar og skoðanir.
„Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins" segja margir.
Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á
vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg,
krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum
þáttum námskeiðsins.
Kvöldnámskeið Morgunnámskeið - L„ Morgunnámskeið - 2
Þri. og fim. 18-22 og lau. 8:30-12:30 pÁ .(3Í4I^M) Mán, mið. og fös. frá kl. 8:30-12:30
Byrjar 6. feb. og lýkur 29. maí. tmx MRyWtrrÍraor. Byrjar5. feb. og lýkur 23. maí.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
ntv
.15
Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 - Kópavogi