blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 blaöiö Ráðstefna er samkoma mikilsmegandi fólks sem eitt og sér getur ekkert gert en getur í sameiningu ákveðið að ekk- ert sé hægt að gera. Fred Allen Afmælisborn dagsms HUMPHREY BOGARTTÖFFARI OG LEIKARI, 1899 JEANNE MOREAU LEIKKONA, 1928 EDOUARD MANET MÁLARI, 1832 kolbrun@bladid.net SAGA Gagnrýnin Saga Hausínefti Sogu 2006 er komið út. Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um áhrif fjögurra kvennaráð- stefna, aukaallsherjarþings og stórfunda Sam- einuðu þjóð- annafrá1975 til samtímans, en samtökin gerðu árin 1976-1985 að kvenna- áratug. Hún faerir rök fyrir þvf að þetta frumkvæði Sameinuðu þjóðanna hafi haft mikil áhrif á ís- lenska jafnréttisbaráttu á síðustu þremur áratugum. i grein Svans Kristjánssonar er fjallað um sam- býli beins lýðræðis og fulltrúalýð- ræðis kringum aldamótin 1900. Beint lýðræði kemur einnig við sögu í grein eftir Ingólf Ásgeir Jó- hannesson þar sem hann greinir nýlega orðræðu um umhverfis- mál og álbræðslur í samfélaginu, en hann færir rök fyrir því að þátt- takendur í umræðunni, hvaða skoðanir sem þeir hafa, beiti fyrir sig þjóðernislegum rökum. Anna Þorþjörg Þorgrímsdóttir ritar um merka íslenska miðalda- gripi í vörslu Þjóðminjasafns Dan- merkur og Guðmundur Jónsson skrifar grein um endalok dönsku íslandskaupmannanna, en á árunum 1910-1930 hurfu mörg umsvifamikil verslunarfyrirtæki þeirra af sjónarsviðinu. Einnig er í heftinu grein eftir Magnús Svein Helgason um áherslubreytingar sem orðið hafa á sviði neyslusögurann- sókna á síðustu árum. Þá ræðir Sigurjón Páll ísaksson um upp- runa Qualiscunque descriptio Islandiae, sem oft er kölluð (slandslýsing Odds biskups Ein- arssonar. Síðast en ekki síst eru í heftinu ritdómar um átta bækur, þar af þrjár doktorsritgerðir, og minningarorð um Bergstein Jónsson prófessor eftir Einar Laxness. Karíus og Baktus til Reykjavíkur Leikritið Karíus og Baktus hefur kætt norðlensk börn á undan- förnum mánuðum og notið fádæma vinsælda. Vegna fjölda áskorana verður sýningin sýnd í Reykjavík í örfá skipti í febrúar og byrjun mars. Sýningar verða í Borgarleikhúsinu og hefst miða- sala á miðvikudag kl. 13. Karíus og Baktus höggva, berja, öskra og heimta í munninum á Jens, sem gefur þeim nóg af sætindum! Þeir eru svakalegir og skemmtilegir, hættulegir og hlægilegir í senn, svo sæluhrollur hríslast niður bakið á áhorfendum, ungum sem öldnum. Sýningin er stutt, tekur um hálfa klukkustund í flutningi og er tilvalin fyrir þá sem eru að kynnast töfrum leik- hússins í fyrsta skipti. Heillandi listakona inar fjölmörgu ást- konur málarans Pa- blo Picasso hafa ver- ið efni í allnokkrar bækur. Nú er komin út bók þar sem skyggnst er í sam- band Picasso við Doru Maar, sem var ástkona hans í niu ár, og er af mörgum talin áhugaverðasta konan í lífi hans. Bókin nefnist Picasso: Life with Dora Maar og er eftir Anne Baldassari sem er forstöðumaður Picasso-safnsins í París. Frjálsandi Dora var óvenju sjálfstæð kona miðað við flestar aðrar konur í lífi Picassos. Hún var frjáls andi og af- ar greind, málari og ljósmyndari, með sterka pólitíska sannfæringu. í ljósmyndum sínum lagði hún sig fram við að fanga hversdagslíf og Dora Maar Fiallað er um þessa heillandi listak- onu í nýútkominni bók. tók mikið af myndum af utangarðs- fólki. Þegar þau Picasso hittust var hann 54 ára og hún 28 ára. Bæði voru tilfinningarík og mislynd. Hann átti eiginkonu, Olgu, og ást- konu, Marie-Therese sem hafði nýlega fædd honum barn. Skuld- bindingar við aðrar konur komu þó ekki í veg fyrir að Picasso hrif- ist af Doru og þau tóku upp ástar- samband. Hann málaði fjölmarg- ar myndir af henni. Hann sagði seinna að hann hefði ekki getað gert glaðlegar myndir af henni þrátt fyrir að þau hefðu átt góð- ar stundir saman því listræn sýn hans á hana hefði verið dramtísk. Þegar Picasso gerði frægasta verk sitt, Guernica, tók Dora ljósmynd- ir af honum og verkinu allt frá því vinnan hófst og þar til henni lauk. Myndir hennar eru mikilvæg heimild um sköpun stórbrotins listaverks. Ástkonur slást Einn dag- inn birtist M a r i e - Therese í vinnu- stofu Pic- assos þar sem Dora var stödd. Marie-Ther- ese sagði við Doru: „Ég á barn með þess- um manni. Það er ég sem á að vera hér með hon- um.“ Dora svaraði: Ég á alveg eins að vera hér með honum. Ég hef ekki fætt hon- um barn en ég skil ekki hvaða máli það skiptir.“ Marie-Therese sneri sér að Picasso og sagði: „Gerðu upp hug þinn. Hvor okkar á að fara?“ Hann sagði * \ seinna að ' þetta hefði verið erfið ákvörðun því honum hefði þótt vænt um þær báðar en af ólíkum ástæðum: „Marie- Therese vegna þess að hún var in- dæl og blíðlynd og gerði það sem ég vildi að hún gerði og Doru vegna þess að hún var gáfuð.“ Hann sagði þeim að leysa úr málunum. Svo þær fóru í slag. Líf í einangrun Hver sem útkoma slagsmálanna var þá hélt Picasso áfram að hitta Doru allt þar til hann hitti næstu ástkonu, Francoise Gilot, árið 1946. Dora fékk taugaáfall eftir að sam- bandinu við Picasso lauk. Seint á sjötta áratugnum eftir sálfræði- meðferð bjó, Dora í einangrun og gerðist heittrúaður kaþólikki. Hún hafnaði öllum beiðnum frá fjölmiðlafólki, rithöfundum og safnstjórum sem vildu hitta hana. Hún lést árið 1997, 89 ára gömul, og hafði þá lifað Picasso í 24 ár. Þegar höfundur hinnar nýju bókar, Anne Baldassari, kom í íbúð Doru eftir lát hennar fann hún alls kyns hluti, skjöl og papp- íra sem Dora hafði haldið til haga og minntu á samband hennar við Picasso. Hún hafði greinilega ekki gleymt ástmanni sínum. Bók Baldassari er sögð gefa góða mynd af sambandi þessara tveggja listamanna. Bókin fjallar þó ekki einungis um líf Doru í samhengi við Picasso heldur er ítarlega sagt frá henni sem sjálfstæðri listakonu og heillandi og sterkri persónu. Dali deyr menningarmolinn Á þessum degi árið 1989 lést spánski málarinn Salvador Dali, 84 ára gamall. Dali var einn af forvíg- ismönnum súrrealismans. Þar sem hann hafði sérstaka hæfileika til að koma sjálfum sér á framfæri, jafnt í starfi sem í einkalífi, varð hann eft- irlæti fjölmiðlamanna ásamt hinni litríku eiginkonu sinni, Dölu. Hann fæddist á Spáni árið 1904 en flutti til Parísar árið 1929. Það ár gerði hann myndina Un Chien Andalou með Luis Bunuel og hélt einkasýningu þ; seldust upp. A ar sem öll verk hans upp. A fjórða áratugnum ,erði Dali flest frægustu verk sín. rið 1940 flutti hann til Bandaríkj- anna og var þar næstu átta árin. Auk þess að mála gerði hann sviðs- myndir og hannaði búninga fyrir ballettsýningar, hannaði skartgripi og gerði auglýsingar. Á öllu þessu auðgaðist hann mjög. Hann flutti aftur til Spánar árið 1948. Þessi sér- vitri og mjög svo sérstaki maður var í sviðsljósinu allt til dauðadags.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.