blaðið - 23.01.2007, Síða 24

blaðið - 23.01.2007, Síða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 blaðiö íþróttir ithrottir@bladid.net Fleiri skór á hillu Þýski varnarjaxlinn Jens Nowotny fetar í sömu fótspor og landi hans Sebastian Deisler gerði fyrr í mánuðinum en báðir hafa ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun vegna itrekaðra hnémeiðsla. Nowotny tilkynnti þetta i gær eftir að Ijóst varð að enn ein meiðsl hans þýða að hann verð- ur frá i minnst tíu mánuði. Blóðtaka fyrir Þjóðverja. n - . m Francesco Totti sló enn eitt metið í sögu hins áttræða knattspyrnu- félags Roma AS um helgina þegarhann varð sá leikmaður hðsins sem flest rauð spjöld hefur hlotið. Var honum vikið af veUi í leik gegn Livorno skömmu eftir að hann hafði skor- að jöfnunarmark Roma eftir rifr- ildi við Fabio Galante hjá Livorno. Sauð svo á Totti að dómari leiksins breytti aðvörun sinni í rautt spjald og til að bæta gráu ofan á svart tók Totti það út á aðstoðarmanni Roma, sem ætlaði að forða leik- manninum frá frekari vandræðum, og hrinti honum harkalega í grasið. m Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er orðinn leikmaður Burnley i Eng- landi en þangað var hann keyptur í gær fyrir rúmar 20 milljónir króna. Jóhannes hefúr verið á málahjáhoUenska liðinuAZAlkmaar síðan í sumar en fékk fá tækifæri með # liðinu og óskaði . -) sjálfur eftir að vera settur á sölulista. Gerði hann þriggja og hálfs árs samning við ' Burnley sem er í þrett- W y ánda sæti í ensku m ^ fyrstu deildinni. 10 Beinar útsendingar Þriðjudagur 19.35 Sýn: Knattspyrna Chelsea - Wycombe 19.40 SkjárSport: knattspyrna Watford - Blackburn Spenna á Spáni Þrjú lið á toppnum ■ Saviola inn fyrir Eiö ■ Vantar lipurö og sannfæringu ■ Etoo æfirstíft Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Pressan eykst á Frank Rijkaard þjálf- ara Barcelona að nota sóknarmann- inn Javier Saviola meira á kostnað Eiðs Smára Guðjohnsen eftir leiki helgarinnar í spænsku deildinni. Rijkaard hefur undanfarið notað Eið í byrjunarliðinu en eftir að hafa farið á kostum undanfarið verður vart litið lengur framhjá Saviola sem skorað hefur mark að meðal- tali á 60 mínútna fresti þegar hann hefur spilað. Saviola var í byrjun- arliði Barca um helgina og skoraði fyrsta mark liðsins í 3-0 sigurleik gegn Gimnástic. Spænsku blöðin fara fögrum orðum um leik Saviola og er hann val- inn maður leiksins í þeim flestum. Var honum skipt út af á 6 leiksins fyrir Eið Smára sem náði ekki að skora en þótti frískur. Lét Xavi þau orð falla eftir leikinn að nota yrði Saviola mun meira en gert hefði verið enda væri hann þeirrar skoðunar að hann færði liðinu meiri snerpu og lipurð í framlínunni en á því hefði verið þörf í vetur. Hefur Saviola j skorað 11 mörk á móti sjö » mörkum Eiðs Smára f vetur. Útilokaði Rijkaard ekki að nota þá báða saman í framlínunni í framtíðinni en það hefur hann ekki gert hingað til. Eru þó allmargir leikmenn eins og Samuel Etoo á leið úr meiðslum og ljóst að Eiður Smári þarf að nýta sín tækifæri til hins ítrasta til að halda sæti sínu ' í : :. Eiður í náðinni Ronaldinho heldur ásamt félögunum um Eið Smára Guðjohnsen. Eiður Á hefur skoraö sjö mörk í vetur. gagnvart funheitum Saviola og Kamerúnanum þegar hann kemur til leiks enda kappinn sá í guðatölu í hafnarborginni. Fjölmiðlar gera einnig talsvert úr því að Real Madrid, þrátt fyrir að hafa að flestra mati leikið afar illa i vetur, hefur ekki verið ofar í töflunni síðastliðin fimm ár en nú, en Barca, Real Madrid og Sevilla eru jöfn í efsta sæti þegar deildin er hálfnuð. Á Barcelona þó leik til góða gegn Real Betis sem gengur hörmulega og er í fallsæti eins og staðan er. Madrid vann útileik sinn gegn Mallorca 0-1 um helgina en liðið þótti ekki sannfærandi frekar en áður í vetur. Vannst leikurinn á marki Reyes úr aukaspyrnu tíu mín- útum fyrir leikslok. Sevilla náði aðeins stigi á útivelli gegn Villareal og er að fatast flugið eftir góða byrjun en skammt undan í deildinni eru Valencia og Atletico Barca á vellinum Fagnar marki með Ronaldiriho. Spænsk blöð fara fögrum orðum um Saviola. STAÐAN 1. Barcelona 2. Sevllla 3. Real Madrid 4. Valencia 5. Real Zaragoza Madrid sem bæði unnu sína leiki. Önnur félög eru talsvert á eftir. Frédéric Kanouté hjá Sevilla er sem fyrr markahæstur í deildinni með fimmtán mörk. Næstir honum koma Ronaldinho og Diego Milito hjá Zaragoza með tólf mörk og Ruud Van Nistelrooy með tíu. alla daga Auglýsingasíminn er 510 3744 Veigar Páll Gunnarsson: Gæti hreppt Gullskóinn Veigar Páll Gunnarsson er enn í sjötta sæti í keppninni um Gullskó Evrópu þrátt fyrir að tímabili hans með Sta- bæk hafi lokið í haust. Skoraði hann 18 mörk með liði sínu í sumar sem gefur honum 27 stig í keppninni aðeins fjórum stigum á eftir Gullskóinn hlýtur árlega sá sem flest mörk skorar i Evrópu en mörk skoruð í stærstu deildunum í Eng- landi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni vega þyngra en mörk skoruð annars staðar. Flestar deildir Evrópu eru hálfnaðar nú um stundir og má gera ráð fyrir að Veigar endi neðar þegar upp efsta manni. á verður staðið. Kk STAÐAN í KEPPNINNI UM GULLSKÓINN 1. Maksim Gruznos Trans Narva ® Eistlandi 31 stig 2. Frédéric Kanouté Sevilla O sPáni 30 stig 3. Daniel Nannskog Stabæk ® Noregi 28,5 stig 4. Afonso Alves Heerenveen O Hollandi 28,5 stig 5. Didier Drogba Chelsea ^ Englandi 28 stig 6. Veigar Páll Stabæk 0 Noregi 27 stig 6. Roman Pavlyuchenko i Spartak Moskva Rússlandi 27 stig 6. Dmitri Lipartov Trans Narva mé Eistlandi 27 stig 9. Christiano Ronaldo Manchester United ^ Englandi 26 stig 9. Francesco Totti Roma O ftalíu 26 stig Mourinho: Þakkaði ekki Shevchenko mbl.is Eftir leikinn gegn Liverpool á Anfield á laugardaginn stillti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sér upp við göngin sem leikmenn ganga til búningsher- bergja og tók í hönd leikmanna sinna eins og hann er vanur að gera. Eftir þvi var hins vegar tekið að Mourinho tók ekki í hönd Úkra- ínumannsins Andriy Shevchenko. Peter Kenoyn, framkvæmda- stjóri Chelsea, hefur upplýst í fýrsta sinn að það var ekki Mourinho sem óskaði eftir þvi að fá Shevchenko til félagsins heldur hafi viðræður við hann hafist áður en Mourinho tók til starfa hjá Chelsea. Shevchenko gekk í raðir Chelsea síðastliðið sumar og greiddu meistararnir 30 milljónir punda fyrir leikmann- inn eða um 4,3 milljarða króna. Shevchenko hefur ekki verið í náðinni hjá Mour- inho í síðustu leikjum og skal engan undra því Úkraínumaðurinn hefur alls ekki náð sér á strik, 3 mörk í 21 leik í úrvalsdeild- inni eru til vitnis um það.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.