blaðið


blaðið - 23.01.2007, Qupperneq 26

blaðið - 23.01.2007, Qupperneq 26
34 i hijjájjifljfe. 3. JANUAR 2007 Tyggjó gegn offitu Offita er helsta heilsuvá nútímans og nú eru vísindamenn aö Ijúka við þróun nýrrar geröar tyggigúmmís sem er gagnlegt í baráttunni gegn offitu. Tyggjóiö mun innihalda lyf sem veldur saöningartilfinningu í líkamanum. Rætt er um að tyggjóin veröi aðeins seld gegn lyfseðlum því eftirspurn átröskunarsjúklinga sem vilja léttast veröi líklega mikil. blaöiö Josh Hartnett var uppgötvaður í skóla Joshua Daniel Hartnett er fæddur í Minnesota 21. júlí árið 1978. Ferill hans byrjaði í háskóla. Josh var upprennandi fótboltakappi en meiddist það alvarlega á hné að fer- ill hans var á enda. Þá tók hann þátt í leiklistarstarfi skóla síns og var uppgötvaður í stuttmynd sem hann gerði meö félögum sínum um rán f Dairy Queen ísbúð. r. : \ Afram Island - í blíðu og stríðu Það er svo magnað að þegar eitthvað slæmt gerist þá fylgir oft jafnvel enn verri atburður f kjölfarið. Eftir að fyrri turninn hrundi í New York hrundi sá seinni líka; eftir fyrra flóðið á Srí Lanka kom annað og daginn eftir Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina tapaði íslenska landsliðið í handbolta fyrir Úkraínu í hrikalegum leik. Ég bjóst ekki við miklu þegar ég horfði á söngkeppnina um helgina. Keppnin var, þrátt fyrir skort á vænt- ingum, með því hrikalegra sem ég hef upplifað í langan tíma. Lögin voru hvert öðru hræðilegra og flutningurinn var oftar en ekki falskur og litlaus. Sér- stakan kafla væri hægt að skrifa um ófrumleikann sem þarna réð ríkjum, út- setningar laganna voru svo týpískar að breytingarnar sem orðið hafa á bragði vatns síðustu tvö ár virðast stjarnfræði- legar í samanburði. Miðað við lögin sem flutt voru um helgina er eins og höfundarnir hafi hreinlega ekki hlustað á íslenska dægurtónlist, allavega ekki lært af mistökum fyrri ára. Lögin voru ruslak- ista alls hins slæma sem komið hefur fyrir í íslenskrí popptónlist síðustu ár. I stað þess að sýna smá lit og fara ótroðnar slóðir kusu höfundarnir að fara leið sem hefur verið farin oftar en göngustígur á Þingvöllum. Seinna áfallið kom síðdegis á sunnudag. Andlaust lið íslands gat ekki neitt á móti liði Úkraínu. Það var sama hvaö þeir reyndu, ekkert gekk upp. Ég vorkenni mönnunum sem þurfa að lýsa leikjunum, sama hvernig íslandi gengur. Það er örugglega rosalega skemmtilegt að lýsa leikjum sem ganga okkur (hag, en greyið Geir Magnússon þurfti að láta sig hafa það að lýsa leiknum um helgina. Hann vildi örugglega vera að gera eitthvað allt annað en að lýsa þessari hörmung. f i ' ’j M - INC j■ V Þegar líða tók á leikinn langaði mig að skipta um stöð, allavega taka hljóðið af sjónvarpinu því það eina sem Geir gat sagt voru setningar eins og: „En sendingin gekk ekki upp“, „íslend- ingar missa boltann", „Úkraínumenn stela boltanum" og auðvitað: „Þetta er búið“. Þjóðarstoltið hélt mér frá því að yfirgefa strákana mína og ég horfði á leikinn til enda. Á meðan þeir halda sig frá því að semja léleg dægurlög stend ég með þeim. Áfram (sland - í blíðu og stríðu. atli@bladid.net. _______________________________________' » Vegvísir að heimili mínu Ibúöin hans Curvers er ekki bara venjuleg ibúð. Þvi eitt sinn var hún raunveruleikagjörnmg- urinn ibúðin. ibúðin var tekin i gegn i beinni útsendingu á Netinu í þrjá mánuði í tengslum við sýning- una Ný islensk myndlist hjá Listasafni íslands 2004 til 2005 í samstarfi við Innlit/útlit. Curver er þó ekki enn í gjörningaham heldur býr af stakri og stóiskri ró við hina iðandi kös, Hlemm. Staðhættir Ég bý í fjölbýlishúsi við Laugaveg frá 1962 en það er einnig uppáhaldsárið mitt í mannkynssögunni. Ibúðin mín er á fjórðu hæð og það er engin lyfta í húsinu þannig að maður er oft móður þegar inn er komið. Hlemmur er hinum megin við götuna og þægilegt að geta skotist út ef mann vantar eitthvað úr bóka- búðinni, matvöruversluninni, bakaríinu, veitinga- stöðunum eða jafnvel blómabúðinni. f bakgarðinum er gróðri vaxið útivistarsvæði sem vegur vel á móti malbikinu við Hlemm. Hvað þarf að hafa með í för Bara góöa skapið. Hvenær er hentugt að ferðast Eftir hádegi og fyrir mið- nætti, en einhverra hluta vegna tíðkast það ekki í mínum nánasta vinahópi að kíkja í heimsókn án fyrirvara. Við mælum okkur þá frekar mót á kaffi- eða veitingahúsi. Siðir og venjur Þetta eru nú oftast bara svona venjulegir ósiðir, letí við að ganga frá og svoleiðis. Þá sérstaklega að því leyti að láta geisladiskana staflast upp í algjörri óreiðu í kringum hljóm- flutningstækin. Heilsa Á sumrin skokka ég meðfram strandlengjunni við Sæbraut. Ég lýk síðan hringnum með því að gera teygjuæfingar við leikgrindurnar í bakgarðinum. Heima við stunda ég svo hugleiðslu til að hreinsa hug- ann og styrkja einbeitingu. Næturlff Ekki mikið um dúndrandi næturlíf í sjátfri íbúðinni þó ég fari nær aldrei að sofa fyrir miðnætti. Nágrannastelpurnar hafa séð um partíin og hljóðmengunina sem getur verið hræðilega pirrandi, sér- taklega þegar vinir þeirra spila á kassagitar og stjórna fjöldasöng. Mér finnst reyndar umferðarhljóðin við Hlemm þægilega útlandaleg og minna mig stundum á stórborgarhljóð. Svo finnst mér æðislegt á sumrin eftir klukkan eitt þegar straumur af í litlum hópum á leið í eftirpartí ferframhjá glugganum. Skemmtileg skrílslæti sem minna mann á að fjölbreytileika mannlífsins. Samfélag & menning Mikið af tónlist og um alla íbúð eru plötur, kassettur og geisladiskar. Mikið af myndlistartengdu efni og heill hellingur af Ijósritum, úrklippum og svoleiðis drasli. Ég treysti mér ekki til að hafa sjónvarp af því ég er svo mikil sjónvarpssjúklingur og vil frekar nota tímann til þess að skapa eða hlusta á tónlist. Ég leigi mér frekar eða fæ lánaða DVD-diska og horfi á í tölvunni. Hættur Það er lítið um hættur þessa dagana en á tímabili var veruleg hætta á að læsast inni í íbúðinni vegna bilana i lás. Einu sinni þurfti ég að hringja i Alex vin minn og láta hann koma og opna fyrir mér. Frekar niðurlægjandi. Matur og menning Ég elda allt of lítið heima hjá mér en þegar það kemur fyrir þá geri ég oftast tilraunir með einhverskonar grænmetis- rétti. Við Hlemm eru nokkrir veitinga- staðir sem covera allan breiddarskal- ann; allt frá sveittum hamborgunum á Svarta svaninum til hins frábæra Ban Thai sem er besti taílenski veitingastað- urinn á Islandi og þótt víðar væri leitað. Mér finnst lika agalega gott að fá mér sneið hjá Devitos en þeir gera bestu pitsurnar i bænum. /f Vert að sjá Nokkuð stórt gítarsafn en ég er mikill áhugamaður um gítarhönnun. Þeir eru reyndar flestir lélegir eða ónýtir en fyrir mér er það formið, liturinn og hönnunin sem heillar frekar en playability og hljómur. Svo er gullfalleg Kreidler-skellinaðra inni i eldhúsi og lifesize Marilyn Monroe-pappaspjöld í hverju herbergi. Dýralff Ég er ekki með nein gæludýr en það býr lítil silfurskottufjölskylda í baðherberginu. Fyrst fannst mér þær ógeðslegar og ætlaði að eitra fyrir þeim en hafði svo ekki hjartað í það. Mér finnst þær reyndar ennþá ógeðslegar en er orðinn vanur þeim og þykir bara nokkuð vænt um að vita af þeim þarna. Ég hef ekki ennþá heyrt þær syngja eins og Megas var svo heppinn með en ég bíð spenntur. Aftur í skólann Leikurinn Bully, eða Canis Ca- nem Edit eins og hann er líka kall- aður, er gerður af Rockstar-fyrir- tækinu, hinu sama og gerði Grand Theft Auto-leikina alræmdu. Bully er þó öðruvísi en GTA, mað- ur leikur ekki harðan glæpamann á götum stórborgar, maður stelur engum bílum og maður drepur eng- an. Þvert á móti er maður hinn 15 ára Jimmy Hopkins sem er að byrja í nýjum skóla, Bullworth Academy, og snýst leikurinn um að komast af sem nýi strákurinn í skóla þar sem klíkur ráða öllu og litla fólkið er lagt í einelti af þeim stóru. Spilarinn getur ákveðið hvort hann er góður eða ekki, til dæm- is getur maður ákveðið að hjálpa þeim sem er verið að stríða eða sjálf- ur slegist við allt og alla. Þegar mað- ur lendir í klípu getur maður reynt að afsaka sig, verið með hortugheit eða bara slegist. Áhugavert er að spilarinn þarf að mæta í kennslutíma, til að minna mann á það að þetta sé eftir allt skóli. Skrópi maður þarf að forð- ast gangaverðina sem fara annars með mann til skólastjórans. En spilarinn græðir á því að mæta í tíma því karakterinn lærir nýja Bully (Canis Canem Edit); Playstation 2 Skemmtilegur f i ^ og fyndinn, .._f 1|£ frábærradd- setning M- t Grafíkin mætti vera betri. Loading. hluti. Til dæmis í efnafræði lærir hann að búa til flugelda, málfræði gerir hann betri í að afsaka sig og svo mætti lengi telja. Hver tími er í raun smá leikur fyrir spilarann; finna orð í stafarugli og fleira. Grafíkin er sambærileg við Grand Theft Auto-leikina og skil- ar sínu en hljóðið í leiknum er frá- bært; skemmtilegar raddir og hægt að hlæja að því sem fólkið segir. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta mjög vel heppnaður leik- ur. Grand Theft Auto í skóla en þó mun saklausari og barnalegri. Fín leið fyrir okkur gömlu leikjahund- ana til að fara aftur í skóla. elli@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.