blaðið - 25.01.2007, Síða 17

blaðið - 25.01.2007, Síða 17
blaðið FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2007 17 Borgarstjórahagfræðin breiðir úr Það er nú að rætast sem Samfylk- ingin, verkalýðshreyfingin og Neyt- endasamtökin vöruðu við. Fjölmargir aðilar hækka nú vörur og þjónustu um allt samfélagið í skjóli hækkana- hrinu borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík og verðbólguraka borgar- stjóra sem fylgdi þeim úr hlaði. Strætó hefur boðað fráleitar hækkanir á gjaldskrá eða io% að meðaltali. Þetta er merkilegt, ekki síst í ljósi þess að nágrannasveitarfélögin héldu aftur af sér í gjaldskrárhækkunum um ára- mót. Borgarstjórahagfræðin breiðir greinilega úr sér. Hneykslisfréttir af verðhækkunum birgja á matvörusviði renna eftir sömu braut. Reiknikúnst- Á augabragði hefur okkur verið kippt tvo áratugi aftur í tímann Umrœðan Dagur B. Eggertsson irnar sem notaðar eru til réttlætingar standast engan veginn. En viti menn, þær eru nánast samhljóða skýring- unum sem boðið var upp á til að fylgja gjaldskrárhækkunum hjá Reykjavík- urborg. Og halda jafnlitlu vatni. Þetta eru réttlætingar sem raunar hafa ekki heyrst frá því fyrir daga þjóðar- sáttarinnar 1991. Á augabragði hefur okkur verið kippt tvo áratugi aftur í tímann þegar opinberir aðilar drógu verðbólguvagninn. Eins og þá sitja þeir sem hafa úr minnstu að spila eftir með sárt ennið. Það á greinilega að leggja allt í sölurnar til að endurvekja gamla tíma í Reykjavík. Uppfærður topp-tíu listi yfir gjaldskrárhækkanir í Reykjavík fylgir hér með: Topp-tíu listi yfir gjaldskrár- hækkanir í Reykjavík: 1. Gjaldskrá strætó hækkar um 10% að meðaltali. Hækkanir á eldri borgara 2. Gjaldskrá fyrir frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7%. 3. Gjaldskrá fyrirhádegis- ogkvöld- mat hækkar um 9,2-9,6%. 4. Kaffi, te, mjólk og drykkjarvörur hækka um 10%. Hækkanir á barnafjölskyldur 5. Sundferðir fullorðinna hækka um 25% fyrir hvert skipti, 10 miða kort um 10% en árskort um 8,8%. 6. Gjaldskrá fyrir leikskóla hækkar um 8,8%. sér 7. Gjaldskrá fyrir frístundaheim- ili hækkar um 8,8% og hefur þá hækkað um 14,9% á árinu. 8. Gjaldskrá grunnnáms skóla hljómsveita hækkar um 20%. Hækkanir á sorphirðu og í stöðumæla í miðbænum 9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8%. ío.Gjaldskrá í stöðumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50-100%. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Kompás- þátturinn Enn ein tálbeitan var notuð í þætt- inum Kompás á sunnudaginn með það að markmiði að blekkja verstu glæpamenn þessa samfélags, barna- níðinga. Kompás er gott dæmi um fjölmiðil sem getur dregið fram í dagsljósið hvernig vanrækslu á laga- umhverfinu og eftirliti fangelsisyfir- valda er háttað í þessu landi. Ríkisvaldið ætti að sjá sóma sinn í því að veita fórnar- lömbum ókeypis sálfræðiráðgjöf Umrœðan Bryndis ísfold Hlöðversdóttir Að mínu mati er það löngu orðið ljóst að barnaníðingar eiga skilið bæði lengri og betri afplánun. Þegar ég segi betri þá meina ég að þeir verða að sækja meðferð og dómarnir eiga að hljóða upp á meðferð og eftir- lit eftir að afplánun lýkur. Það á ekki að bjóða börnum upp á þessa hættu sem í því felst að alast upp í samfé- lagi sem tekur barnaníðinga eins léttvægt og við sjáum svo greinilega í þættinum þar sem margdæmdur maður endurtekur glæpinn á meðan hann er búsettur á Vernd. Vænlegast væri að lagaramminn yrði þyngdur og fyrning afbrotanna lengd. Þá þarf að setja upp eftirlit með dæmdum afbrotamönnum eftir að þeir afplána dóm. Svo þarf að nást sátt um barnahús sem stað til yfir- heyrslu á börnum. Ekki síst þarf að uppfræða almenning og því miður börn um hætturnar og vinna þannig að fækkun þessara hrikalegu mála. Svo finnst mér að ríkisvaldið ætti sjá sóma sinn í því að veita fórnar- lömbum ókeypis sálfræðiráðgjöf eins lengi og þörf krefur og jafnvel þótt fórnarlamb hafi ekki fengið glæpamanninn dæmdan. Bendi þó á að einkamál.is er greini- lega ekki með mikið eftirlit á sínum vef því ef maður fer á forsíðuna og smellir á konur þá er auglýsing frá stúlku sem er fædd 1993 (ég hef látið forsvarsmenn einkamál.is vita). Ég vona að 365 samsteypan bæti um betur eftir þáttinn og geri eftirlit á síðunni skilvirkara, enda er það í gegnum vefinn einkamal.is sem þeir hafa fundið glæpamennina. Með því að koma í veg fyrir að slík sambönd geti myndast á þessum vef væri klár- lega hægt að koma í veg fýrir einhver afbrot þótt það leysi ekki mál. AFL OG HAGKVÆMNI SAMEINAST TÆKNIUNDRIÐ TDI® DÍSILVÉLIN EYÐIR AÐEINS 4,9 LÍTRUM SkodaOctavia Skoda Octavia með 1,9 lítra TDIR dísilvél sannar að afl og hagkvæmni getur farió saman. Vélin skilar 105 hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum akstri á hverja 100 km. Svo er Octavia TDIR einnig fáanleg fjórhjóladrifin og meira en tilbúin í átök vetrarins. Hvort sem hindrunin er háir snjóskaflar eða hátt eldsneytisverð þá ertu í toppmálum á Skoda Octavia TDIR. í ágúst 2006 tókst Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra FÍB blaðsins, að ná eyðslu bílsins í 3,63 lítra þegar hann ók rúmlega hringveginn, alls 1.515 km, i áheitaakstri HEKLU fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. \ \ f Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgarnesi, slmi 437 2100 • HEKLA, Isafirði, sími 456 4666 HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000 HEKLA, Reyðarfiröi, simi 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 ■ HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 www.hekla.is, hekla@hekla.is LANGAR ÞIG Á HM í HANDBOLTA? Komdu þá og reynsluaktu Skoda og þú gætir unnið miða fyrir tvo á úrslitaleikinn á HM f handbolta í Þýskalandi 4. febrúar, flug með lcelandair og gistingu á glæsihóteli. HEKLA er stuðningsaðili HSÍ - ÁFRAM (SLAND! Höfundur er samfylkingarkona

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.