blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 23

blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 23
blaðið FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 23 matur matur@bladid.net Heit súpa Það erfátt hentugra en að elda heita og Ijúffenga súpu á köldu vetrarkvöldi. Hún fyllir líkamann hita auk þess að kitla bragðlaukana. Sykraðar appelsínur Margir muna eftir æskubrekum þar sem sykri var dreift yfir appelsínurnar svo þær brögðuðust betur. Hví ekki að rifja upp gamla tíma og fá sér sykraðar appelsínur? Skítt með alla hollustu svona einu sinni. Friðrik Valur eldar heima hjá sér og i vinnunxii Hef brennandi áhuga á matseld Friðrik Valur Karlsson matreiðslumaður ætl- aði sér að verða kokkur frá unga aldri en hann og kona hans, Arnrún Magnúsdóttir, eiga veit- ingastaðinn Friðrik V á Akureyri. Friðrik segir vinnuna vera skemmtilega enda er eldamennska eitt helsta áhugamál hans. „Ég veit ekki hvort ég er eitthvað skrýtinn en hjá mér er eldamennsk- an afslöppunarform. Kannski af því ég þykist vera listamaður. Ég ímynda mér að ég sé svipaður og tónlistarmað- ur sem vinnur við að spila einhverja tónlist. Þegar hann fer heim og vill slappa af þá spilar hann tónlist sem honum þykir skemmtileg." Les matreiðslubækur í rúminu Friðrik segist vera mikill íslend- ingur í sér og hafa sérstakt dálæti á íslenskum mat. „Til dæmis finnst mér íslensk kjötsúpa og plokkfiskur frábær. Ég er líka voða veikur fyrir hefðum, mér finnst æðislegt að fá mér skötu á Þorláksmessu en ann- ars borða ég hana aldrei. Ég held að við Islendingar mættum alveg vera meira með árstíðabundinn mat. Ég hef líka ofboðslega gaman af að ferðast og borða og ég legg mig mjög eftir því að borða svæðisbundinn mat þar sem ég er,“ segir Friðrik og bætir við að hann sé í fríi tvisvar í viku, á sunnudögum og mánudög- um. „Þá eldum ég og börnin saman og það er ákveðin hefð. Á sunnudög- um erum við með sunnudagsmat en á mánudögum erum við yfirleitt með fisk. Ég er ótrúlega heppinn að helsta áhugamál mitt og vinnan er það sama. Það er ljótt að segja frá því en svo þegar maður leggst upp í rúm og kíkir í bók þá er það yfirleitt matreiðslubók," segir Friðrik og hlær. „Þetta er þannig fag að ef maður hef- ur ekki brennandi áhuga þá er ekki gáfulegt að vinna við þetta.“ Virðing borin fyrir matnum Friðrik er í Slow Food-samtök- unum á Islandi sem eru alþjóðleg grasrótarsamtök sem vilja stuðla að og vernda bragðgæði og matarmenn- ingu. Friðrik segir að hugmynda- fræðin á Friðriki V sé svipuð. „Við leitumst við að nota hráefni héðan af svæðinu og vita upprunann. Við merkjum alla villibráð þannig að við vitum hvaðan dýrið kemur, hver skaut það, hvar og hvenær,“ segir Friðrik að lokum og lætur fylgja með dýrindisuppskrift að súkkulaðimús. svanhvit@bladid.net Skyr og súkkulaði-mousse Fyrir 6 til ío manns • 300 gr hvítt súkkulaði, t.d. Callebaut eða Lindt • 300 gr vanilluskyr frá KEA • 2 eggjarauður • 4 dl þeyttur rjómi Bræðið súkkulaðið [ stórri skál, ekki of heitt. Hrærið egjarauðurnar varlega saman við áður en skyrinu er hrært út I með sleif og að lokum rjómanum. Blandan er sett í sprautupoka og kæld eða sett beint f form og kæld þannig. Gott er að bera fram ber, ávexti og eða berjasósur með þessari skyrsúkkulaði-mousse. Friðrik Valur Karlsson „Við leitumst við að nota hráefni héðan af svæðinu og vita upp- runann. Við merkjum alla villibráö þannig að við vitum hvaðan dýrið kemur, hver skaut það. hvarog hvenær." ______________Mynd/Raqnheidin Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar EFTIRSOTTASTA PAR LANDSINS AEG LAVAMAT 76820 ÞVOTTAVÉL með islensku stjómborði • Taumagn: 7 kg • Vinduhraði 1600/1200/1000/600 s/min. • 24 þvottakerfi ásamt sérstöku sparnaðarkerfi • Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott og ull AEG LAVATHERM 57820 ÞURRKARI barkalaus með Islensku stjórnborði • Taumagn: 6 kg • Mjög hljóðlátur • Rakaskynjari: 9 mismunandi þurrkstig 8fsr mWVBISIA Itarleg notendahandbók i Islensku fylgir béðum tækjunum. FULLKOMIN LÖGUN OG LEIKNI AEG 50862U-W Hvlt AEG 50862U-W Stál ' ■ .''.Li^slÍstSÍlHXMÍ AEG 50862U-W og 50862U-M AEG uppþvottavél 5 kerfi, íslenskt stjómborð, Mjög hljóðlát - aðeins 41 db SAMSUNG Q1457/Q1657 SAMSUNG þvottavél 1400snúninga, 7,5 kg. Óvenju stórtromla - 57,51. Vatnsnotkun 601 pr. 7,5 kg. Mjög hljóðlát - aðeins 50. db 5AMSUNG P1253 / B1445 SAMSUNG þvottavél 1200 snúninga, 6 kg. Mjög hláðlát Tölvustýrð Hraðþvottur á aðeins 30 mín. LAVAMAT 52820 AEG þvottavél 1200 snúninga, 6 kg. Fjöldi prógramma Islenskt stjómborð (1200 snún.) (1400snún.) (1400snúrv.) ' (IKJOsnúTL). RADIONAUST SÍMI461 5000 ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535 MODEL AKRANESI SÍM1431 3333 ARVIRKINN SELFOSSI SÍMI 480 1160 Súkkulaði og konur Valentínusardagurinn er á næsta leiti og því ekki úr vegi að búa til Ijúffenga súkkulaðimús í tilefni dagsins. Súkkulaðimús • 170 g smátt skorið hálfsætt eða sætbeiskt súkkulaði, eða blanda af þessu tvennu • 1 bolli þeyttur rjómi • 1 tsk. heitt vatn • V4 tsk. espresso-duft • 1 stórt egg • 2 stórar eggjarauður • örlítið af fínu salti • 1/3 bolli sykur Súkkulaðið er sett í skál sem þolir hita. Um 3 cl af vatni sett í pönnu og látið sjóða. Haldið skálinni yfir vatninu en látið hana ekki snerta vatnið. Hrærið reglulega í súkkulaðinu þar til það er bráðið. Þeytið rjóma í miðlungsstórri skál en varist að þeyta hann of mikið. Setjið lok á skálina og geymið í kæli. Hrærið vatn og espresso-duft saman í lítilli skál. Setjið eggin í aðra skál sem er líka haldið yfir vatninu í pönnunni. Hrærið saman eggjarauður, salt og sykur þar til það er létt og froðukennt eða í um það bil 30 sekúndur. Setjið skálina yfir vatnið og þeytið blönduna í hringi í skálinni þartil eggin eru mjúk, létt og heit viðkomu eða um þrjár mínútur. Fjarlægið skálina frá vatninu og haldið áfram að þeyta á fullum styrk í um það bil fimm mínútur. Hellið espresso ofan í. Setjið um það bil fjórðung af eggj- unum í súkkulaðiblönduna til að lýsa hana og setjið svo afganginn af eggjunum. Að lokum má setja þeytta rjómann ofan í súkkulaðið til að búa til Ijósa mús. Hellið súkku- laðimúsinni í 4 diska eða vínglös. Hyljið og geymið í ísskáp í um það bil klukkustund. Skreytið að vild áður en borið er fram. * 1 Fullkomið pasta Börn hafa alltaf gaman af því að taka til hendinni í eldhúsinu en til að allt gangi vel er best að hafa uppskriftirnar einfaldar svo börnin fái raunveruleg verkefni. Hráefni: • 200 g pastaskrúfur • 175 g spergilkál • 2 kjúklingabringur, steiktar • 4 msk. hungang • 2 msk. hrísgrjónaedik • 2 msk. sojasósa • 1 msk. sesamolía • 150 g maís • 2 vorlaukar Aðferð: Eldið skrúfurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Bætið spergilkálinu í pott- inn síðustu þrjár mínúturnar. Skerið kjúklinginn í litla munnbita og fjar- lægið allt skinn. Skerið vorlaukana varlega. Búið til dressingu úr hun- angi, ediki, sojasósu og sesamoliú. Blandið saman pasta, spergilkáli, kjúklingi, vorlauk og dressingu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.