blaðið - 09.02.2007, Page 30
blaðið
30
FOSTUDAGUR 9. FEBRUAR 2007
KARIBRYNJÓLFSSON18 ÁRA
Höfuðborg hvaöa lands er Aþena?
Grikklands
I hvað bók kemur sögupersónan Bjartur í
Sumarhúsum fyrir?
Eftir Halldór Laxness, man ekkl hvað hún
heitir
Hvað er 100 sinnum 0 mikið?
0
LILJA GUÐRUN LILJARSDÖTTIR 21 ÁRS
Höfuðborg hvaða lands er Aþena?
Ekki hugmynd
I hvað bók kemur sögupersónan Bjartur í
Sumarhúsum fyrir?
Ég veit það ekki
Hvað er 100 sinnum 0 mikið?
0
Hvað eru mörg bein i mannslikamanum?
Ég veit það ekki
Hvað heitir heilbrigðisráðherra?
Ég veit það ekki
GUNNAR PÁLSSON 23 ÁRA
Höfuðborg hvaða lands er Aþena?
Ekki hugmynd
f hvað bók kemur sögupersónan Bjartur í
Sumarhúsum fyrir?
Ekki hugmynd
Hvað er 100 sinnum 0 mikið?
0
Hvað eru mörg bein í mannslikamanum?
Ég man það ekki
Hvað heitir heilbrigðisráðherra?
Ekki hugmynd
Fyrrverandi Strákur, kosningastjóri og nýskipaður framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna
Hipp
í baráttunni
JfBELOiO BlW
kil aldrei við mig: Þeir missa sem eiga. Það er enginn hlutur
sem mér finnst ómissandi í lífinu.
Elska: Það fyrsta sem ég sé á morgnana.
Þoli ekki: [ augnablikinu þoli ég ekki viðskiptablöð dagblað-
anna. Ég þoli ekki þegar talað eru um samleið og stýrivexti í
sömu setningu.
Matur: Það er erfitt að velja, ég veit ekki.
Tónlist: Tónlist sem ekki er í boði Doritos.
Bók: Væri rétt að segja Biblían en mér fannst Alkemistinn rosa
góð og síðan bef líka gaman af Stóru hundabókinni.
Draumaverkefni: Ég væri alveg til í að vera dóms- og kirkju-
málaráðherra einhvern tímann í framtíðinni.
Ráð og speki: Lifa eins og enginn sé morgundagurinn.
Hamingjan felst í: Já já.
Blallö/íyþór
Gunnar Sigurðs-
son vakti athygli
almennings þeg-
arhannslóstílið
með Strákunum
á Stöð 2 og sprell-
aði þar og gerði
grín að frægum einstaklingum sem
og sjálfum sér og strákunum. Hann
hefur nóg fyrir stafni þessa dagana
en auk þess sem hann skipuleggur
kosningabaráttu Samfylkingarinnar
tók hann nýlega við framkvæmda-
stjórastöðu V-dagssamtakanna.
Gunnar er sótsvartur almúgi að
eigin sögn og hefur lagt stund á
fiskvinnslu auk þess sem hann nam
stjórnmála- og stjórnsýslufræði og er
einmitt þessa dagana auk alls annars
að klambra saman mastersritgerð í
opinberri stjórnsýslu.
Skyggði á strákana
Gunnar segir innkomu sína í þátt-
inn hafi verið nokkuð óvænta. „Mig
vantaði eitthvað að gera hálfan dag-
inn og sló til þegar mér var boðin
þessi vinna enda bara vinna eftir
hádegi. Þetta var vinna eins og hvað
annað, bara eins og að vinna í fiski.
Okkar á milli þá held ég að strákana
hafi vantað einhvern í þáttinn til að
draga fram þeirra sól en svo reis mín
aðeins hærra og þá hætti þátturinn. “
Stillir saman pólitíska strengi
Gunnar hefur ekki setið auðum
höndum síðan hann hætti að grínast
í sjónvarpi en hann er sem fyrr segir
kosningastjóri Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi og tók við því
starfi í. janúar. Áður hafði hann ekki
tekið þátt í pólitísku starfi en hann
játar að hann kjósi Samfylkinguna
og sé sammála því sem flokkurinn
stendur fyrir.
„Starfið fellst í að tryggja flokknum
fylgi og stilla saman strengi á milli
kjördæma. Ég trúi því að allir séu
pólitískir og sá sem ekki segist vera
pólitískur er raunar með því að taka
pólitíska afstöðu."
Hipp og kúl barátta
Gunnar segir að hann sé í 6oo pró-
sent vinnu þessa dagana en hann tók
nýlega við starfi framkvæmdastjóri
V-dagssamtakanna. V-dagssamtök-
in eru samtök að bandarískri fyr-
irmynd sem berjast gegn ofbeldi á
konum.
Gunnar segir að hann hafi séð
starfið auglýst og séð að þarna væri
eitthvað sem félli að hans skauti, eins
oghannorðar það.
„Ég er alinn upp við góð gildi og
finnst eðlilegt að berjast fyrir þess-
um hlutum. Ég hafði fylgst með
starfi samtakanna, enda ekki ann-
að hægt, og séð að þau hafa verið að
gera hluti sem eru bæði hipp og kúl
og mjög þarfir. Ég hugsaði með sjálf-
um mér að ég væri bæði hipp og kúl
og tilbúinn að leggja þessu þarfa mál-
efni lið þannig að það kom ekki ann-
að til greina en að sækjast eftir þess-
ari stöðu,“ segir Gunnar sem enn er
að fóta sig í starfinu en hlakkar til að
takast á við verkefnin sem framund-
an eru.
Mein karlmanna
Gunnar segir það ekki endilega
betra að hann sé karlmaður að berj-
ast gegn ofbeldi á konum. „Ég stend
fyrir jafnrétti þannig að ég sé engan
mun að því, en að sjálfsögðu eru kost-
ir við það að ég er karl að berjast fyrir
þessum málum. Gerendur eru í flest-
um tilvikum karlmenn og ofbeldi
gegn konum er mein karlmanna og
við þurfum að takast á við það.“
„Ég reyni alltafað sjá
spaugilegar hliðar á hlut-
unum og annars held ég
að maður væri einhvers
staðará vondum stað.“
Gunnar segir að baráttan eigi ekki
bara að vera í höndum kvenna og seg-
ir að karlmenn hafi tekið þessa um-
ræðu á öðrum forsendum. Hann trú-
ir því að sigur náist enda ekki annað
hægt, en sú staðreynd að samtökin
eru til segir að ofbeldi sé til staðar.
„Ég held að ofbeldi haldist í hend-
ur við það ójafnrétti sem ríkir í
samfélagi okkar. Hundrað prósent
jafnvægi byggir á því gildismati að
koma fram við náungann eins og þú
vilt láta koma fram við þig. Ég held
líka að það megi ekki einblína bara
á að ná jafnrétti á einu sviði eins og
að horfa bara á launamun kynjanna.
Það þarf líka að horfa til þess ójafn-
réttis þegar feður og börn eiga í hlut
til dæmis í forræðismálum en þar rík-
ir ójafnrétti sem hallar á karlmenn.
Góðir hlutir gerast hægt en margt
hefur gerst á undanförnum árum
og það tekur kynslóðir að þurrka
út ójafnrétti en ég vona svo sannar-
lega að því verði náð áður en ég fer
undir græna torfu. Ég veit að hægt er
að berjast gegn ofbeldi á konum svo
að sigur náist annars myndi ég ekki
taka þátt í þessari baráttu.“
Hugsjónamaður
Gunnar játar því að hann sé hug-
sjónamaður. „Égtrúi áþau endalaust
góðu, fallegu og kærleiksríku gildi
sem fyrir mér voru höfð þegar ég var
að alast upp og ég hef alltaf reynt að
hafa þau til hliðsjónar í mínu lífi. “
Hann segir að hann eigi sér engar
ákveðnar fyrirmyndir heldur hafi
ákveðið að vera sjálfum sér fyrir-
mynd. „Ég myndi lýsa mér þannig
að ég fari mínar eigin leiðir og ég
reyni að fara ótroðnar slóðir. Ég hef
komist að því að því fylgir að hugsa
innan í kassanum þar sem allir aðr-
ir eru að reyna að hugsa fyrir utan
hann.”
Lífíð er brandari
Þegar Gunnar er spurður út í grín-
ið og hvort það sé alltaf með í för svar-
ar hann að lífið sé í raun bara einn
stór brandari og glottir. „Ég reyni
alltaf að sjá spaugilegar hliðar á hlut-
unum og annars held ég að maður
væri einhvers staðar á vondum stað.
Maður verður alltaf að sjá eitthvað
sniðugt í öllu og barátta má aldrei
vera leiðinleg þó að um alvarlega
hluti sé að ræða.“
viðtal
Hvað eru mörg bein i mannslíkamanum?
365
Hvað heitir heilbrigðisráðherra?
Man það ekki
HÖSKULDUR HERMANNSON19 ÁRA
Höfuðborg hvaða lands er Aþena?
Grikklands
I hvað bók kemur sögupersónan Bjartur í
Sumarhúsum fyrir?
f Bjarti í Sumarhúsum
Hvað er 100 sinnum 0 mikið?
0
Hvað eru mörg bein i mannslíkamanum?
Það eru nokkur
Hvað heitir heilbrigðisráðherra?
Ekki hugmynd
ALDÍS HAUKSDÓTTIR18 ÁRA
Höfuðborg hvaða lands er Aþena?
Grikklandi
i hvað bók kemur sögupersónan Bjartur i
Sumarhúsum fyrir?
Ekki hugmynd
Hvað er 100 sinnum 0 mikið?
100
Hvað eru mörg bein í mannslikamanum?
200 og eitthvað
Hvað heitir heilbrigðisráðherra?
Ég veit það ekki
J!P9PSj|8|giy ais 'S 903
'fr 0'EM|OH)æiS|19[S'Z puemuO't'.JORS